Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU VILHJÁLMSDÓTTUR, Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks Hjallatúns fyrir góða umönnun. Finnur Bjarnason, Gréta Bjarnadóttir, Oddný Bjarnadóttir, Stefán Á. Stefánsson, Valborg Bjarnadóttir, Egill Bjarnason, Sigurlín Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ÁGÚSTS GUÐLAUGSSONAR frá Kolsstöðum í Dölum. Steinunn Erla Magnúsdóttir, Árni H. Jóhannsson, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Gunnbjörn Óli Jóhannsson, Freyja Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Þórdís Þórsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, afa, sonar og bróður, SKÚLA KARLSSONAR, Bugðutanga 9, Mosfellsbæ. Bergrós Hauksdóttir, Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg Sigríður Skúladóttir, Skúli Freyr Arnarsson, Guðmundur Skúlason, Karl Eiríksson, Þóra Karlsdóttir, Eiríkur Karlsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA ÓLAFSSONAR fv. stöðvarstjóra Pósts og síma í Ólafsvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi fyrir einstaka alúð og umönnun í veikindum hans. Marta Kristjánsdóttir, Vigdís Bjarnadóttir, Einar S. Sigurjónsson, Kristján Bjarnason, Steinunn Tryggvadóttir, Kristbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, MARGRÉTAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks A2 á Grund fyrir góða umönnun. Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigurður Ingi Ásgeirsson, Gunnlaugur Björn Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigrún Jónsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, AÐALHEIÐAR ÁRNADÓTTUR, Dalbæ, Dalvík, áður Karlsrauðatorgi 14, sem lést miðvikudaginn 5. maí. Brynjar Friðleifsson, Gréta Friðleifsdóttir, Baldur Árni Beck, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ragna Guðmunds-dóttir fæddist í Bæ í Steingrímsfirði hinn 11. október 1925 og ólst þar upp. Hún lést 9. maí sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ragnar Guðmundsson frá Reykjanesi í Ár- neshreppi og Margrét Ólöf Guðbrandsdóttir frá Byrgisvík sem er í sama hreppi. Ragna var næstelst af 6 systk- inum; eitt þeirra dó eins árs og Kristbjörg fyrir nokkr- um árum en Bjarni, Branddís og Ingimar lifa enn. Að auki eiga þau uppeldisbróðurinn Lýð Stein- grímsson. Ragna giftist Guðmundi Halldórs- syni sem einnig var frá Bæ og áttu þau 4 syni; Halldór Gunnar, Birgi Karl, Guðmund Ragnar og Martein en hann dó sama dag og hann fæddist. Ragna og Guðmundur bjuggu í Hafnarfirði fyrst um sinn en fluttu svo á Drangsnes í Kaldr- ananeshreppi og keyptu síðar Ás- mundanes í Bjarn- arfirði þar sem þau voru með silungaeldi og æðarvarp en Guð- mundur hafði fram að því verið út- gerðarmaður. Hann lést árið 2002 á Heilbrigðisstofnunni á Hólmavík. Þangað flutti Ragna nokkru síðar og þar dvaldi hún þar til hún lést. Ragna var jarðsungin frá Drangs- neskapellu 15. maí 2010. Þegar pabbi hringdi í mig sunnu- dagskvöldið þann 9. maí og sagði mér að amma mín, Ragna Guð- mundsdóttir sem ég er nefnd eftir, væri dáin brá mér ekki. Ég varð ekki einu sinni sorgmædd, ég held að hún hafi sjálf orðið manna fegnust að fá hvíld eftir langa og löngu tapaða bar- áttu við Alzheimer-sjúkdóminn sem og lélegt líkamlegt ásigkomulag. Eiginlega finnst mér að hún hafi þegar verið hálfpartinn farin, þetta var bara andinn að fylgja ónýtum lík- amanum. Það er erfitt að rifja upp einstakar eða merkilegar minningar um ömmu, hún var fyrst og fremst hlý og traust nærvera í mínu lífi. Sú sem ég fór til eftir skóla og sníkti hjá kök- ur, sem ég fylgdist með hræra í slát- urdeigi með berum höndum og sem ég fór með í berjamó. Ennfremur man ég að á veturna þegar hún fór í búðina, teymdi hún vörurnar aftur til baka á blárri sjóþotu og á vorin fór ég með henni niður að tjörninni við sílahúsið á Ásmundanesi og hjálpaði henni að gefa æðarkollunum sem hún spjallaði við á fuglamáli. Hún var mikill aðdáandi Leiðar- ljóss og lifði sig svo inn í handbolta- leiki að maður veltist um af hlátri. Þetta eru auðvitað ósköp hversdags- legar minningar en svona man ég hana ömmu mína. Ég finn til þess núna þegar ég er að rembast við að rifja upp áhugaverðar minningar, hvað ég veit í rauninni lítið um hana og meirihluta lífs hennar. En þannig birtist hún mér; hlýleg, róleg og vinnusöm handavinnukona, æðar- bóndi og náttúruunnandi. Þessa náttúruunun hef ég sjálfsagt fengið frá henni, ég staldra gjarnan við til að horfa á sjóinn eða fylgjast með smáfuglum. Ragna amma var ein af þeim sem kenndu mér að meta fegurð náttúr- unnar og lífríki hennar – ja, að und- anskildum skrambans minkunum og mávunum. Að síðustu vil ég koma á framfæri þökkum til starfmanna Heilbrigðis- stofnunar Hólmavíkur fyrir að ann- ast ömmu síðustu árin. Hvíl í friði, elsku amma. Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, Drangsnesi Ragna Guðmundsdóttir Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang. Eins og guð hefur sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt, Því svona hefir það verið og þannig er það. Þannig komst Steinn Steinarr að orði í sínu ágæta ljóði forðum. Það var á miðvikudagskvöldi sem ég fékk Guðmundur Garðar Guðmundsson ✝ Guðmundur Garð-ar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1956. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 5. maí síðastliðinn. Útför Guðmundar var gerð frá Krists- kirkju Landakoti 14. maí 2010. fréttir af andláti vinar míns Guðmundar Garðars. Það var hins vegar að hausti þjóðhátíðarárs ’74 sem ég fyrst hitti vin minn, þá hófum við báðir störf sem fjár- hirðar á Hesti í Borg- arfirði. Það var trú- lega nokkuð margt sem tengdi okkur helst vinaböndum, báðir hestelskir, ljóð- elskir og báðir fengið að kynnast því að verða föðurlausir rétt um fermingu. Báðir vorum við fullir bjartsýni og trúar á tilveruna eins og eðlilegt er um unga menn, báðir nokkuð upp- reisnargjarnir gagnvart heiminum í heild sinni og báðir jafnvel nokkuð áhugasamir um það kyn sem kallað var veikara á þeim árum. Við vorum eins og títt var á þeim árum, allavega af þeim sem höfðu alist við alþýðu- kjör, nokkuð róttækir í skoðunum og leyfðum okkur að trúa á jafnrétti í allri sinni mynd. Ef ég man rétt var vinstristjórn í landinu um þessar mundir og nokkuð lífvænlegt, jafnvel fyrir fjárhirða á launaskrá ríkisins. Við Gummi rifjuðum oft upp þessa vetrarmánuði sem við vorum samtíða á Hesti, enda báðum þessi tími minn- isstæður af mörgum ástæðum og sjálfsagt efni í óendanlega langa sögu þær minningar sem okkur voru hug- stæðar frá þessum tíma. Eftir dvölina á Hesti hélt hvor sína braut á leið út í lífið, en héldum alla tíð sambandi eftir þetta, og á allra síðustu árum leið aldrei langur tími án sambands okkar á milli. Guðmundur hafði þann kost að leggja aldrei illt til nokkurs manns og halda jafnan hlífiskildi yfir þeim sem minna máttu sín, enda naut hann sín vel í starfi og umönnun þeirra sem ekki bundu sitt trúss með hætti þess hluta þjóðarinnar sem telur sig í lagi vera. Hann var söngmaður og gleði- maður á góðra vina fundum og ávallt vinur í raun, en fótaði sig kannski ekki sem skyldi á hálum brautum lífsins eftir vegi meðalmennskunnar. Vinur minn Gummi var áhugamaður í leik- list, kórstarfi og tók þátt í verkalýðs- málum, enda umhugað um sinn rétt og annarra varðandi kjaramál. Gummi hafði alla tíð mikinn áhuga á heims- og landsmálapólitík, enda vel lesinn og minnugur á flesta hluti þá sem áhuginn leiddi hann. Ég kveð vin minn með söknuði og sendi hans nán- ustu mínar samúðarkveðjur með þessum fáu orðum. Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang, Og gangur þess verður víst hvorki auk- inn né tafinn. (Steinn Steinarr) Magnús Halldórsson. Gullsmárinn – vertíðarlok Síðasti spiladagurinn á þessari vertíð var fimmtudagurinn 27. maí. Spilað var á 12 borðum. Úrslit í N/S Díana Kristjánsd. - Ari Þórðarson 221 Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 193 Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 188 A/V Sigurður Njálsson - Óskar Karlsson 207 Magnús Hjartarson - Narfi Hjartarson 200 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 190 Og stigaefstu spilarar fram á vor urðu: Jón Stefánsson, Þorsteinn Laufdal og Örn Einarsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.