Saga - 2002, Side 131
UPPHAF „FÉLAGSMÁLAPAKKA'
129
stjómarinnar og verkalýðshreyfingarinnar.36 Nokkmm dögum síð-
ar, hinn 14. nóvember 1963, tók Bjarni Benediktsson við embætti
forsætisráðherra í ríkisstjórninni. En áðumefndur frestur til lausn-
ar á kjaradeilunni á árinu 1963 rann út hinn 10. desember og þá
„skall á allsherjarverkfall 22.000 félagsmanna í A.S.Í. í rúmlega 60
verkalýðsfélögum, þegar allt var talið."37 Meðan á þessu gekk
beitti ríkisstjómin sér fyrir lausn á kjaradeilunni gagnvart einstök-
um verkalýðsfélögum, sem talin voru standa nærri Sjálfstæðis-
flokknum. Þetta átti við um samtök verslunarmanna og Iðju í
Reykjavík, sem sjálfstæðismenn höfðu tögl og hagldir í. Lyktir
málsins urðu þær, að verkalýðshreyfingin samdi um 15% kaup-
hækkun, sem gilti frá 21. desember 1963 til 21. júní 1964. Var sá
samningur gerður við Vinnuveitendasamband íslands, hinn beina
og eiginlega viðsemjanda verkalýðshreyfingarinnar.38 Þessi lausn
var „hrein bráðabirgðalausn".39 Svo virðist sem V.S.Í. hafi komið
furðu lítið að málinu, heldur miklu fremur ríkisvaldið.40
I framhaldi af öllu þessu spurði Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, meðal annars þessarar spumingar í Alþingi:
Vilja menn á framkvæmanlegan hátt taka þátt í tilraun um það
að bæta kjör hinna verst settu, gera stefnubreytingu frá hringa-
vitleysu undanfarinna áratuga og gera nú raunhæfa ráðstöfun,
til þess að hinir verst settu fái ekki aðeins uppbættar allar hækk-
anir, sem verða, heldur einnig nokkra raunhæfa kjarabót?41
Þetta var sú spuming, sem verkalýðsforystan og ríkisstjómin
glímdu við í þeim kjarasamrdngum, sem fram fóru sumrin 1964
og 1965. Ef til vill var forysta verkalýðshreyfingarinnar að komast
á sömu skoðun um þetta efni og forystumenn ríkisstjómarinnar.
Um keimlíkar skoðanir þeirra vitna ef til vill best skrif Hannibals
Valdimarssonar í febrúar árið 1964, en þá nálguðust kjarasamn-
ingaviðræður, og harðar deilur ríkisstjórnar og verkalýðshreyfing-
ar vom að baki. Hannibal skrifar eftirminnilega um það í Vinn-
unni, málgagni Alþýðusambandsins, að landinu verði aldrei far-
36 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.
37 Skýrsla forseta um störf miðstjórnar A.S.Í. 1962-1964, bls. 77-81.
38 Sama heimild, bls. 77-81.
39 Sama heimild, bls. 80.
40 Viðtal við Sigurð E. Guðmundsson.
41 Alþingistíðindi 1963 B, bls. 2097.
9-SAGA