Saga - 2003, Page 87
„VAR ENGIHÖFÐINGI SLÍKR SEM SNORRI" 85
ekki frásagnir. Bæði í sögnum af Þorláki helga og Jóni helga, og
einnig í Hungurvöku, er lögð áhersla á utanfarir biskupanna og
þær hiklaust taldar þeim til framdráttar. í Hrafns sögu Sveinbjarn-
arsonar kemur kannski skýrast fram sá virðingarauki sem mönn-
Um hlaust af kynnum við erlenda tignarmenn. Þetta kann að
hljóma öfugsnúið því að Hrafn sóttist ekki eftir þessa heims virð-
lngu og auði, samkvæmt sögu hans, heldur náð og virðingu guðs.
Utanför Hrafns virðist samt einmitt veita honum mikla verald-
lega virðingu og þarf hann að leggja sig fram um að hafna henni.
Hér er beinlínis látið að því liggja að ef utanferð manna heppnað-
lst vel og þeir vinguðust við erlend stórmenni hafi virðing verið
n®r óhjákvæmilegur fylgifiskur. Og honum munu menn jafnan
hafa sóst eftir þótt Hrafn hygði sér annað til heilla.102
Hið menningarlega auðmagn sem vannst í utanferðum fólst í
mörgu. Ferðalangar gátu tileinkað sér siði og smekk erlendrar yfir-
stéttar, átt vináttu umboðsmanna guðs á jörðu, konunga og keis-
ara, og þegið af þeim gripi og fjármuni. Gripir og gjafir frá erlend-
Uln stórhöfðingjum, sem og annar fágætur varningur frá útlönd-
Uln, færðu með sér virðingu. Af heimildum má glögglega ráða að
þóttbæði væri von fjár og virðingar af erlendum höfðingjum þótti
^oeiri akkur í táknrænum gjöfum og upphefð en beinum fjármun-
um.1031 Konungsskuggsjá, norsku kennsluriti í hirðsiðum frá miðri
Þrettándu öld, er tekið fram að ferðalög til annarra landa og við-
kynning af siðum annarra sé forsenda sæmilegrar hirðvistar og
hegðunar.104 Á hámiðöldum færðust ferðalög milli konungshirða í
aukana því að virðingarauki þótti að góðum tengslum við önnur
fyrirmenni. Ferðalögin gáfu þeim sem þau fóru tækifæri til þess
að skóla sig betur í fyrirmannlegri hegðun og ná forskoti á þá sem
heirna sátu.105 Utanferðir íslendinga voru vafalaust af sama toga
°S uðgreindu ferðalangana frá þeim sem urðu að sitja heima á
Klakanum.
Hm leið og Sturla lýkur frásögn sinni af deilu Magnúsar alls-
^02 Sverrir Jakobsson, „Upphefð að utan", bls. 23-35 og rit sem Sverrir vitnar
W og dæmi sem hann tekur.
103 Sverrir Jakobsson, „Upphefð að utan", bls. 27-28.
104 Konungsskuggsjá, bls. 7.
105 Sverrir Jakobsson, „Upphefð að utan", bls. 36.