Saga - 2003, Síða 190
188
GÍSLI GUNNARSSON
kost en að flytja til sjávarsíðunnar. Einnig hefði mátt ígrunda betur
þá stofnanaþætti sem gerðu sjávarplássum kleift að taka við sveita'
fólkinu, t.d. verslun sem var nátengd þeim stórauknu siglingurri
sem höfundar telja vera meðal meginorsaka íslenskrar framþróun-
ar eftir 1874. Mörg eru og dæmin að fólk hafi flutt til sjávarsíðunri'
ar næstum því í hreinni örvæntingu, en með sveitarinnar leyfi, °8
hafið fiskveiðar; kaupmenn höfðu af þessu fréttir og sendu menn til
að kaupa af nýju sjómönnunum fisk; síðan settust kaupmenn að 1
plássinu og nýtt þéttbýh myndaðist.30
Strandsiglingar og vegabylting
Það sem er nýtt hér er hve mikla áherslu höfundarnir leggja á sarn-
gönguþáttinn sem orsök fremur en afleiðingu. Nú er það svo $
sögulegt ferli er yfirleitt tvíátta eða margátta í orsakasamhengi, efh
þéttbýli skapar bættar samgöngur sem aftur efla þéttbýli. Að taka
fyrir eina orsök án þess að viðurkenna hana um leið sem afleiðing11
er fremur hæpið. Eigi að síður er skemmtilegt og athyglisvert hve
mikla áherslu höfundamir leggja á bættar samgöngur sem orsaka-
þátt þéttbýlismyndunar. Þeir vinna vel úr þessari hugmynd °8
leiða nokkuð sterkar líkur að því að á íslandi hafi átt sér stað tvær
byltingar í samgöngumálum, sú fyrri, strandsiglingar, sem hafi
byrjað um 1876, og sú síðari, vegabyltingin, sem reki upphaf sitt til
30 Góð dæmi í þessu samhengi eru Grindavík og Ólafsfjörður. Grindavík misstl
kaupmann sinn 1796 enda hafði plássinu hnignað mikið á 18. öld (Jón Þ- f’°r'
Saga Grindavíkur frá landnámi til 1800 (Grindavíkurbær, 1994), bls. 265)-
Byggðin var áfram í mikilli lægð fram yfir 1880, á þessum tíma þurftu Grind
víkingar að flytja fisk sinn til Keflavíkur eða Eyrarbakka (Jón Þ. Þór og Gu°
finna M. Hreiðarsdóttir, Saga Grindavíkur frá 1800 til 1974 (Grindavíkurb*r<
1996), bls. 21). Með eflingu saltfiskverkunar fór íbúum hins vegar að fjölga
eftir 1880 og í kjölfar þess fóru kaupmenn að sigla til Grindavíkur og 1897 tók
kaupmaður sér þar fasta búsetu (sama heimild, bls. 177-192). Það sama ár tók
kaupmaður upp fasta búsetu á Ólafsfirði. Andstætt Grindavík var þar ekk'
gömul byggð þurrabúðar- eða grashúsbænda við sjávarsíðuna. En land
þrengslin í sveitunum orsökuðu ekki aðeins Ameríkuferðir á níunda áratug
19. aldar heldur fóru og einstaka hreppsmenn með augljósu samþykki svei[
arstjómar að setjast að í þurrabúð í Ölafsfjarðarhomi, sá fyrsti 1883. Þeim
fjölgaði hægt framan af en hraðar eftir að kaupmaður á Akureyri hafði kom
ið þar upp salthúsi 1892 (Friðrik G. Olgeirsson, Hundrað ár í horninu. SaSn
Ólafsfjarðar 1883-1944, 2. bindi (Ólafsfjörður 1988), bls. 151-153).