Framsóknarblaðið - 23.01.1946, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 23.01.1946, Blaðsíða 1
9. árgangur. Vestmannaeyjum, 23. jan. 1946 2. tölublað Búskaparháttnr Sjálfstæðisflokks- manna á bæjarstjórn Vestmannaeyja Eins og á hefur verið drepið hér í blaðinu, hafa Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Vestmanna- eyja aldrei séð, eða viljað fara, aðra leið til tekjuöflunar bæjar- sjóði en með niðurjöfnun út- svara á bæjarbúa. Hvort tveggja er, að það eru takmörk fyrir því, hve mikið er hægt að „leggja á“ árlega, og svo nægja útsvör ekki nema fyrir litlum hluta þess, er bæjarfélagið þarf til uppbygg- ingar þess og aðkallandi fram- kvæmda. Dæmin eru deginum Ijósari: Hér vantar flest það, sem bæjarfélagi er lífsskilyrði, skóla, s. s. gagnfræðaskóla, hús- mæðraskóla, sjóvinliuskóla, sjúkrahús, góða vegi, og síðast en ekki sízt, hér í Eyjum, trygga og rúmgóða höfn. Ég hef und- anfarin ár bent á það I bæjar- stjórn og flutt tillögur um, að bæjar- og hafnarsjóður tæki skip á leigu eða keyptu, til þess að kaupa og flytja út ísvarinn fisk. í byrjun styrjaldarinnar var strax augljóst að arðvænlegt var að kaupa og flytja út fisk. Enda komu fulltrúar Sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórninni fljótt auga á þetta. Ársæll Sveinsson og Tómas Guðjónsson tryggðu sér skip, og nokkrir útgerðar- menn stofnuðu skipafélag og keyptu e.s. Sæfell undir stjórn Guðlaugs Gíslasonar bæjarfull- trúa. Atvinnurekstur þessi gaf af sér góðan arð. Út af fyrir sig er ekki nema allt gott um það að segja, að atvinnurekstur sé í höndum bæjarbúa, ekki undan- skildir bæjarfulltrúar, en þess- ir menn, bæjarfúlltrúarnir, gleymdu bara hag bæjarsjóðs. Stjórn bæjarsjóðs, undir for- ustu Sj álfstæðisflokksins, eftir mestu veltuár, sem yfir landið hefur komið, er sú, að hagur bæjarsjóðs er lítið betri nú en 1939, og upplýst er að yfir V2 miljón króna var ógreitt í víxil- skuldum um s. 1. áramót. Fé því, sem samþykkt var að verja til verklegra framkvæmda og leggja skyldi til hliðar, s. s. skólabygginga, fyrirfinnst ekki. Fénu hefur verið varið í annað, og nokkur hluti þess án þess að samþykki bæjarstjórnar lægi fyrir. Skal að því vikið. síðar. Eins og að framan greinir hefi ég flutt tillögur 1 bæjarstjórn um að bænum yrði aflað tekna á annan hátt, en eingöngu með. útsvörum. Bæjarbúum til leiðbeiningar leyfi ég mér að birta hér bréf, er ég sendi hafnarnefnd í des. 1942. Þá lá fyrir bæjarstjórn til- laga frá hafnarnefnd um hækk~ un á vörugjaldi, sem mun vera hæst hér á landi í Vestmanna- eyjum. Tillaga mín var svæfð í hafnarnefnd og fékkst aldrei afgreidd. í hafnarnefnd eiga 4 Sjálfstæðismenn og Páll Þor- björnsson fyrir Alþýðuflokkinn. Verður ekki annað séð en þeir hafi allir verið hjartanlega sam- mála um afdrif tillögunnar. Bréfið fer hér á eftir: „Vestmannaeyjum 8. des. 1942. Með skírskotun til tillögu hafnarnefndar um hækkun vörugjalda, er var til umræðu á s. 1. bæjarstjórnarfundi, svo og með skírskotun til afstöðu minnar þá til þessa máls, þá leyfi ég mér hér með að benda hátttvirtri hafnarnefnd á aðrar tekjuöflunarleiðir til handa hafnarsjóði. Ég tel, að sú tekju- öflunarleið er hafnarnefnd hef- ur lagt til að farin yrði, sé mjög hæpin, og hana eigi ekki að fara nema að allar aðrar leiðir séu lokaðar. í því tilefni hef ég nokkuð unnið að því undanfarna daga, að leita fyrir mér um það, hvort mögulegt væri að fá leiguskip Sveinn Guðmundsson fyrir hafnarsjóö, til fiskflutn- inga til Bretlands. Ég leyfi mér að skýra hafnar- nefnd hér með frá því, að ég hefi í fyrsta lagi átt tal við for- mann Fiskimálanefndar, hr. Guðmund Albertsson, og spurst fyrir um m.s. „Artic,“ sem mun vera eign þeirrar stofnunar. Tjáði hann mér að nefndin vildi selja skipið, en enn sem komið væri, væri engin kaupandi að skipinu. En jafnframt tjáði hann mér, að komið gæti til mála, að nefndin leigði hafnar- sjóði Vestmannaeyja skipið um óákveðinn tíma, ef ekki yrði úr sölu, og mundi hann leggja það fyrir nefndina og láta mig vita hið fyrsta um þetta efni. Þá hefi ég einnig átt tal við hr. útgerðarmánn Magnús And- résson, Rvík um sama efni. Skip sín „Capitana“ og „Þorfinn“ vill hann selja, en gat þess jafn- framt, að bæjarfélag í grennd við Reykjavík vildi kaupa „Capi- tana.“ En ef ekki yrði um sölu að ræða á skipum sínum, þá gæti leiga komið til greina milli sín og hafnarsjóðs Vestmanna- eyja. Enn fremur leyfi ég mér að geta þess, að ég hefi fengið upp- lýsingar um það, að hægt er að fá fiskiskútu frá Færeyjum á leigu, en ég tel umrætt skip helzt til of lítið, aðeins 60—70 tonn. Ég tel, að ákip gert út af hafn- arsjóði til fiskflutninga til Bret- lands, mundi koma til að skapa hafnarsjóði nokkrar tekjur á n. k. vertíð eins og nú horfir. Og frá mér séð tel ég hikluast að fara beri frekar þá leið til að afla hafnarsjóði tekna, en að hækka vörugjald frá því sem nú er. Að sjálfsögðu er ég reiðu- búinn að gefa nefndinni fyllri upplýsingar um þetta, ef hún óskar þess. Og að sjálfsögðu skal þess get- ið, að ég tók það fram við þá aðila, sem ég hefi rætt þetta mál við, og að framan er getið, að ég mundi láta hafnarnefnd í té þessar upplýsingar og hún mundi svo koma til með að ræða um leigu á skipi eða skipum við. þá, ef hún gæti fallizt á tillögur mínar í þessu efni. Að lokum leyfi ég mér að fara fram á, að hafnarnefnd taki mál þetta til rækilegrar athugunar áður en tillögur hennar um hækkun vörugjalds verða til annarar og lokaumræðu í bæj- arstjórninni, og leggi niðurstöðu þeirra fyrir n. k. bæjarstjórnar- fund. Ég vænti þess og að þér gefið mér kost á að fylgjast með gangi þessa máls. Virðingarfyllst. Sveinn Guðmundsson. Til hafnarnefndar Vestmannaeyj akaupstaðar.“ Á aukafundi í bæjarstjóm Vestmannaeyja, er haldinn var 20. jan. ’43 var spmþykkt tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins að hækka hafnargjald af ísvörðum fiski um 100%.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.