Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Qupperneq 4

Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Qupperneq 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Leitun mun á jafn góðu og nánu samstarfi, sem ríkti milli Helga Benediktssonar, eiganda skipsins, annarsvegar og skipstjórnarmannanna hinsvegar, þeirra Arnþórs Jó- hannssonar, Gísla Jónassonar og Hallgríms Júlíussonar. Milli allra þessara aðila ríkti gagnkvæmt traust og vinátta og skipstjórnarmenn- irnir ræktu störf sín með fa- dæma trúnaði sem um eigin útgerð væri að ræða. Mér er um það kunnugt, að þeir höfðu allir ótakmarkað um- boð húsbónda síns um hvers- konar ráðstafanir í þágu út- gerðarinnar og ráku trúnað- arerindi hennar utanlands sem innan. Arnþór og Gísli, sem bú- settir voru utan Eyja, voru sem fjölskyldumeðlimir út- gerðarmannsins, þegar þeir voru í landi hér. Hallgrímur skipstjóri var einnig önnur hönd útgerðarmannsins við skrifstofustörf, er hann var hér heima í Eyjum. Þau hjónin Guðrún og Helgi Benediktsson fólu skipstjórum sínum umsjón með börnum sínum í ferða- lögum utanlands og innan og var mjög kært með þeim og börnunum. Kunnugt er það, að fjöldi skólafólks, sem kom heim til Eyja í jólaleyfum, kom og fór með „Helgun- um“ og kröfðu skipstjórarnir aldrei fargjalds í þeim ferð- um. Gísli Jónasson, stýrimaður, var elskaður og dáður af öll- um, sem kynntust honum og umgengust hann. Hann var barngóður, svo að af bar. Börn Guðrúnar og Helga litu á Gísla sem kært systkini. Hann gat leikið við yngstu börn þeirra hjóna eins og hann væri eitt þeirra og ann- aðist þau utan heimilisins eins og hann ætti þau. Síð- asta kvöldið, sem hann dvaldi hér í Eyjum, fór hann í leik- hús með yngstu börnunum. Lengi muna börnin slíkan hernskuvin. —o— „Ekki skal gráta Björn hónda, heldur safna liði“, er haft eftir íslenzku kvenhetj- unni. Ekki vil ég að öllu leyti taka undir með henni, þó að ég virði hetjulund hennar og skaphörku í raun- unum. Það er mannlegt að syrgja góða menn og göfugar kon- ur. Það er göfugmannlegt að gráta góða drengi, karla og konur, sakna og syrgja. Oft og tíðum gerum við menn- irnir okkur ekki grein fyrir því, hvað við höfum átt, fyrr en við höfum misst það. Það sannast oft átakanlega, þegar við verðum að sjá á bak sjó- mönnunum okkar í hina votu gröf. Eg held, að slíkir mann- skaðar særi íslenzku þjóðina dýpra sári en annað mann- tjón. Hver mundi vera ástæð an? Skyldi hún ekki sprott- in af meðvitundinni um gildi sjómannsstarfsins fyrir líf þjóðarinnar í heild ásamt dvdinni aðdáun á þeirn dáð- um, sem krefjast fórnarvilja og hetjulundar langt umfram það, sem venjulegt er í dag- legu lífi okkar, sem ekki er- um sjómenn. Eitt er að gráta, annað að guggna. Eitt er að sakna góðra drengja, syrgja mæta menn, annað að örvænta og láta hugfallast. Það megum við ekki gera. Það er hetj- um hafsins ósamboðið og sál- um þeirra sorgarefni. Maður- inn er guðlegs eðlis, þrátt fyrir allt. Mundi hann ekki í sorg og raunum finna helzt til uppruna síns? Er ekki reynslan sú, að trúiri á upp- sprettu algæzkunnar og rnátt hennar styrki mannssálina mest og bezt, þegar sorgin og hörmungarnar þrýsta að hjartanu? Þessir tíu menn eru horfn- ir sjónum okkar. Er dauði þeirra tilviljun ein? Eða hef- ur forsjónin kvatt þá til nauð synjastarfa og „meira að starfa guðs um geim?“ Við vitum og skiljum minna en það, mennirnir. Og er það engin huggun harmi gegn nánustu ástvinum, ef við trú- um því, að „anda, sem unn- ast, fær aldregi eilífð að skilið?“ Það mun rétt hjá skáldinu: Við trúum því, íslendingar, að kyndlar brenni á gæfu- manna gröfum, sem góðvirkt vinna fyrir ástvini sína, land og þjóð, — og það út af fyrir sig er mikil gæfa að mega láta lífið í gagnlegu starfi, nauð- synjastarfi fyrir land sitt og þjóð sína. Það eru góð eftir- mæli. „Eg vinum mínum einnar auðnu beiði: góðs eft- irmælis“, segir skáldið. Minningu þeirra, sem hér hurfu sjónum okkar, verður naumast sýndur annar verð- ugri heiður, en að allir góð- ir menn og göfgar konur hefji merki þeirra, sem hér var borið í fylkingarbrjósti til hagsbóta og hamingju landi og lýð, hvert svo sem starfssviðið er. Það er þeim öllum verðugust minning. Mættu allir ástvinir þeirra finna guðs blessun og styrk í Bernskuminning Grein þessa skrifaði Hall- grímur heitinn skiþstjóri rétt fyrir jólin og átti hún að birtast i jólablaði Framsóknarblaðsins. Er greinin kom, var blað- ið fullsett og komið í þrentun. Fyrir um það bil tuttugu og átta árum var ég heima hjá foreldrum mínum, að Hrauni í Skálavík. Var í þá daga talið afskekkt að búa þar, og erfitt um alla vetrar- aðdrætti, enda búizt um sem bezt var fyrir veturinn, því oft kom fyrir, að illfært var milli Skálávíkur og Bolungavíkur, sem var næsti og eini verzl- unarstaður Skálvíkinga. Að sjálfsögðu var ekki mikið um skemmtanir eða aðrar sam- komur að ræða hjá Skálvík- ingum, nema að koma hver á annars hæ, sem þó var ekki nema á stórhátíðum og tylli- dögum. Eg ætla nú að segja frá einni slíkri bæjarferð, sem faðir minn fór á stærstu há- tíð ársins; jólunum. Að af- liðnti hádegi lagði faðir minn af stað til bæjar, sem var um hláfrar klukkustundar gang frá okkar bæ. Veður var gott um morg- uninn, bjart í lofti og nokk- uð frost, reglulegt jólaveður, og útlit fyrir áframhaldandi gott veður, en það fór eins og vill verða um skammdeg- ið, að á skammri stund skip- ast veður í lofti. Um nónbil- ið byrjaði að skjóta upp skýjabakka til hafsins og hækkaði hann og færðist um leið með undraverðum hraða í áttina til lands, og að nokkr um mínútum liðnum var komin iðulaus stórhríð með hörkufrosti. — Þegar svona var komið, sáum við bræðurn ir fram á, að ekki myndi pabbi ná heirn í tæka tíð til gegninga; bjuggum við okk- ur út í snjóföt og röltum milli fjárhúsanna, sem voru í þrem stöðum ekki rnjög langt frá bænum. Vorum við að þessum starfa til miðaftans. Þegar við komum heim, af- þungum raunum. Megi minn ingin um þá verða ástvinum þeirra og öðrum vandamönn- um kyndlar, leiðarljós, á ó- komnum árum. Þ. Þ. V. klæddumst við snjófötunum og fórum inn í bæ. Var þar heldur dauft yfir fólkinu, því að myrkur var komið og litlar líkur til að pabbi yrði kom- inn heim áður en yngstu börnin færu í háttinn. Skömmu eftir að ég kom inn, kenndi ég snögglega svima og máttleysis og fleygði mér upp í rúm og bjóst við að þetta liði hjá eftir stutta stund. Þegar er ég var lagst- ur út af, setti að mér snöggan kuldahroll, sem þó leið strax hjá, en í staðinn fannst mér ég allt í einu vera kominn eitthvað út úr bænum og virtist mér ég sjá um alla Skálavíkina og þar með alla bæi og mannaumferð. Skyggn ið virtist vera líkast því, sem niður í miðjar hlíðar lægi þoka eða snjóslitrings úr- koma, en þó hvasst á lág- lendi. Skuggsýnt virtist mér vera, en þó ekki meira en svo, að allt sást greinilega sem eygt varð. Verður mér fljót- lega litið í þá átt, sent von var á föður mínum og sá ég hann fljótlega. Sýnilegt var, að hann átti erfitt með að kornast áfram, sérstaklega vegna stormsins, en áfrarn skilaði honum jafnt og þétt. Ekki fannst mér hann fara stytztu leið, heldur virtist mér hann þræða örugg kenni leiti, athuga þau vel og síðan taka stefnu á það næsta, gekk þetta svona unz hann var kominn, að mér virtist, heim að bæjarhólnum. Hrökk ég þá allt í einu upp úr þessu móki og bjóst við að þetta hefði bara verið draum ur, og var svona heldur fár við, þegar börnin fóru að spyrja, af hverju ég. hefði aldrei anzað, þegar þau hefðu verið að tala við mig. Ein- hverj u hef • ég ' víst svarað þeim, ekki man ég hverju, því að rétt í því var komið á gluggann og snjórinn strok- inn hraustlega burtu, var þá sem af mér rynni allt slén og varð hinn mesti fagnaður í hópnum, þegar pabbi hafði guðað á gluggann, því rödd- in var sterk og auðþekkt. Varð þetta eitt minnisstæð- asta jóladagskvöld, sem ég man eftir frá mínum barn- dómsárum. En engum þorði ég að segja frá því, er fyrir mig hafði komið. H. Júl.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.