Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 5

Framsóknarblaðið - 20.01.1950, Blaðsíða 5
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ HARMATORREK (Tileinkað Helga Benediktssyni, útgerðarmanni, í tilefni hins hörmulega atburðar, er v/s Helgi, V. E. 333, fórst við Faxasker laugardaginn 7. janúar 1950). Örlög nornir illar sþinna, ógnir, harma, fórnir þrinna. Illu heita örgust rögn. Ægir hefur völdin villtur, vermir honum stormur trylltur, kulda — fylgja kyngi — mögn. Eftir 'svölum sjávaröldum siglir fleyið meður höldum sigurstolt. En stormur hvín. Yfir skiþið öldur freyða ógnandi að deyða — deyða. — En drengir hlakka heim til sín. — Ægir kóngur úfinn, grimmur æðir, byltist hyggjudimmur — heimtar til sín heljarfórn. Heima bíða í vonum vinir, vífin svas og þrúðir synir. — Skiþi treysta og skarþri stjórn. — Ut við skerin skiþi ncerri skúma' og hníga öldur stærri. Kafar fley í kólgumar. Allt í einu buldi brestur, brotnar síðan, ráin gnestur. Skall á kletti skriðlétt far. Gráðgur œgir grimmur lernur, gríþur bráð og sundur kremur, tætir, rífur Iraustlegt far. Bragnar hraustir berjast einir brims í róti. Fátt eitt greinir köþþum af í köldum mar. Heima fólkið biður bænir, biður hljútt og þögult mænir út á æstan ólgusjó. Örvæntingin riínir ristir raunmædd andlit. Sorgin gistir. Hafa fáir hugarró. Yfir skerið boðar belja. Bitra og stormur ýta kvelja tvo, er klöþþu trauðla ná. Næturhiím og neþjan kalda nístir. Aldurtila valda. — Ymur kalt „í köldum sjá. — Aðalsmark á íslands hlyni er að eiga slíka syni, harða, knáa hetjulund. — Horfnir eru á heljarslóðir hraustir menn og drengir góðir. Setur eftir sára und. Hljóðir allir höfðum drúþum, hefjum bæn úr sálardjúþum. Drengi hefur dauði sótt. Drottinn veitir. Drottinn gefi dýrmætast, er þráir sefi: Megi látnir lifa rótt. Með innilegum samúðarkveðjum. Jón Hjaltason. SAMÚÐARKVEÐJUR Samúðarkveðjur til Helga Benedikts- sonar og samúð til aðstandenda þeirra, sem fórust með vélskipinu HELGA 7. þ. m. hafa meðal annars verið frambornar af þessum aðilum: Pálmi Loftsson, íorstjóri, Reykjavík Anna og Gísli J. Johnsen, stórkaupm. Roykjovík Sverrir Júlíusson, formaður Landssambands ísl. utvegsmanno Jakob Havstein, framkvæmdastjóri Landssambands ísl. útvegsm. Ásgeir Ólafsson, stórkaupmaður, Reykjavík Þorvaldur Ásgeirsson, stórkaupmaður, Reykjavík Kristbjörg Þorbergsdóttir, spítalaráðskona, Reykjavík Guðbrandur Magnússon, forstjóri, Reykjavík Lára og Halldór Kolbeins, sóknarprestur, Vestmannaeyjum Kristján Ó. Skagfjörð, stórkaupm., Reykjavík Soffía og Ásgeir Ásgeirsson, skipstjóri, Reykjavík Ásbjörn Ólafsson, stórkaupmaður, Reykjavík Kristín Thorberg, ekkjufrú, Reykjavík Anna og Ásmundur Guðjónsson, framkvæmdastj., Vestmannaeyjum Lóra og Þorgeir Frímannsson, verzlunarstjóri, Vestm.eyjum Ásta og Friðfinnur Finnsson, verzlunarstjóri, Vestmannaeyjum Unnur og Sveinn Guðmundsson, forstjóri, Vestmannaeyjum Framsóknarfélag Vestmannaeyja Gísli Gíslason, stórkaupmaður, Vestmannaeyjum Gunnor Árnason, prestur, Æsustöðum Þórdís og Bjarni Benediktsson, póstmeistari, Húsavík Gunnar Þorsteinsson, bæjarfógeti, Vestmannaeyjum Magnús Thorberg, póstmeistari, Vestmannaeyjum Þorsteinn Þ. Vígiundsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum Halldór Guðjónsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri, Vestmannaeyjum Þorsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum Póll Jónasson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Oddur Oddsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík Ásmundur Friðriksson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Guðvarður Vilmundarson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Vernharður Bjarnason, framkvæmdastjóri, Húsavík Póll Melsteð, framkvæmdastjóri, Reykjavík Bjarni Sighvatsson, bankastjóri, Vestmannaeyjum Petro Christiansen, frú, Reykjavík J. A. Johnstone, konúll, Fleetwood Starfsfólk Vestmannaeyja Radíó Jónas Kristjónsson, læknir, Reykjavík Öskar Sigurðsson, endurskoðandi, Vestmannaeyjum Baldvin Þ. Kristjónsson, erindreki, Reykjavík Valey og Jónas Jónasson, verkstjóri, Siglufirði Birger Ekdal, konsúll, Jönköbing Guðni Þórðarson, blaðamaður, Reykjavík Stjórn Slysavarnafélags fslands Kristinn Stefánsson, fríkirkjuprestur, Reykjavík Júlía og Þorsteinn Jónsson, prestur, Söðulsholti R. S. Hewett, London Frönsku ræðismennirnir í Reykjavik og Vestmannaeyjum Einar Guttormsson, spítalalæknir, Vestmannaeyjum Ólafur Ó. Lórusson, héraðslæknir, Vestrnannaeyjum Framhaldsaðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna Jón Hjaltason, fulltrúi, eVstmannaeyjum Sighvatur Bjarnason, skipstjóri, Vestmannaeyjum Helgi Bergvinsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum Guðjón Jónsson, vélsmíðameistari, Vestmannaeyjum Guðjón Scheving, málarameistari, Vestmannaeyjum Engilbert Gíslason, málarameistari, Vestmannaeyjum Una Jónsdóttir, skáldkona, Vestmannaeyjum Sigurjón Högnason, verzlunarstjóri, Vestmannaeyjum Eygló og Ólafur Björnsson, húsgagnasmíðameistari, Vestm.eyjum Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum +++*i0*>œ+>0+>0-6

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.