Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 18.01.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 18.01.1956, Blaðsíða 1
19. árgangur Vestm.eyjum. 18. janúar 1956 Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. 1. tölublað. Að afliðnum áramólum, ¦ Sjaldan hefi ég hlustað á snjallari kirkjuræðu en þá, sem biskupinn, hr. Ásmundur Guðmundsson, flutti í útvarp á nýársdag. í ræðu sinni ræddi hann m. a. um viðhorf æsku- lýösins til síns eigin þjóðfélags. Hann drap á gildi ungmenna- félagsstarfseminnar í landinu, þá öldu þjóðernisvakningar og manndómsmetnaðar, sem sú félagsstarfsemi bar í skauti sínu og veitti inn í þjóðlífið íslenzka. Biskup sagði rétti- lega og spaklega, að þá hafi ungi íslendingurinn spurt sjálfan sig: Hvað get eg mest og bezt gert fyrir þjóð mína henni til gagns og gengis. Nú er öldin önnur, sagði biskup. Nú spyr íslenzkur æskulýður: Hvað getur þjóðin gert fyrir mig? Hvernig get eg hagnazt mest og bezt á þjóðfélaginu? Andi efnishyggjunnar og sérgæzkunnar hefur heltekið íslenzka þjóðfélagið. Áhrif- anna frá „ismunum" að vestan og austan gætir nú orðið veru- lega í þjcðfélaginu. Þessi hug- sjónasnauða efnis- ogsérhyggja þrungin af gróðafýsn annars- vegar og lítilsvirðingu fyrir bióðlegum verðmætum hins- vegar verður okkur Islending- um fótakefli áður en langt um líður, ef við gætum okkar ekki í tíma. Við erum að verða sem lús á milli tveggja nagla. Eins og sakir standa valda þrír hóp ar innan þjóðfélagsins mestri hættunni. í fyrsta lagi er of mikill hluti embættismannastéttarinn íslenzku makráður og ar nautnafíkinn lýður, sem lætur sig þjóðleg verðmæti of litlu skipta. Spillingin í þjóðfélögunum kemur jafnan að ofan. Það höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Embættis- mannastéttina íslenzku skortir í dag sanna þjóðerniskennd og hugsjónabrímann, sem glæðir innsta neista hvers þjóðfélags og ver stoðir þess fúa eða feyskju. Þó viðurkenni ég þar margar heiðarlegar undantekn ingar. í öðru lagi eru milliliðastétt ir þjóðfélagsins allt of valda- miklar og öflugar. Þær reyn- ast yfirleitt í öllum þjóðfélög- um hinar hugsjónasnauðu eig- inhagsmunastéttir, sem lítið hirða um þjóðerni og þjóðar- hag, nema slíkt yfirskin leiði þær sjálfar til auðs og valda. Þriðja skaðræðishópinn fylla síðan pólitískir ofsatrúar- menn, sem hafa lýst því hátíð- lega yfir, að þá varðaði ekkert um íslenzkan þjóðarhag. Sá kópur íslendinga er skilgetið afsprengi ríkra og valdamikilla milliliðastétta, sem lifa ,,háu" lífi á því að skattleggja alla framleiðslu og allar nauðþurft ir almennings í landinu. Sú fjárplógsstarfsemi veldur úlf- úð og gremju með þeim, sem við hana búa og fyrir hana líða. Þriðji mannfélagshópur- inn notar sér síðan þau hugar- sárindi til þess að sá í þann akur'fræjum hatnrs og ofbeld- ishneigðar og fiskar síðan í því „óhreina vatni". Þannig er ástatt um íslenzku þjóðina í dag. Það er á hana leitað að austan og vestan. Á- róðurinn og gylliboðin eiga sér lítil takmörk. Þessi veslings litla þjóð á bágt, af því að hún er ekki nógu sjálfstæð í hjarta sínti. Þess vegna veit hún ekki hvað hún vill. Sagan endurtek ur sig jafnan, þó að stundum sé í dálítið breyttri mynd. Hin vestrænu og austrænu öfl vilja leiða íslenzku þjóðina upp á hið ofurháa fjall freist- inganna. Þar leitast þau við að skipta hénni-í tvo andstæða hópa, og benda þeim síðan á hin voldugu ríki, annað í austri en hitt í vestri. Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram! Allt of margir íslending ar gleyma sinni eigin þjóð og bjóðerni í fjallgöngu þessari og gerast undirlægjur erlendu valdaríkjanna. Ojafir færðar Gagitfræðaskóíanum. Jón Eiríksson skattstjóri er einn þeirra manna, sem finn- ur sárt til þess, hversu söng- lífi og tónlistarlífi hefur hrak- að hér í bæ undanfarin ár. Hann hefur manna mest beitt sér fyrir tilveru tónlistarskól- ans hér og stjórnað rekstri hans öðrum þræði. Eg hef líka fundið sárt til þess, hversu mikið vantar í skólastarfið og skólalífið, þar sem enginn söngur er iðkaður eða tónlist höfð um hönd. Svo' er um Gagnfræðaskólann hér. Hér á árum naut skólinn söngkenrtslu, en hún enti öll á sama hátt. Kennararnir gáf ast upp við að kenna ungling- unum söng á þessu reki. Ekki sjaldan hafa nemend- urnir sjálfir myndað með sér samtök og æft hljómsveitir, og hefir nemendahópurinn oft haft mikla ánægju af þeirri viðleitni. í haust færði Jón Eiríksson skattstjóri skólanum nokkra peningaupphæð, á 3. þúsund krónur, og mælti svo fyrir, að þeirri gjöf skyldi verja til stofn unar sjóðs til að efla tónlist í skólanum. Fyrir þessa góðu gjöf og göf ugu hugsun, sem að baki henn ar býr, færir skólinn Jóni skatt stjóra beztu þakkir með virð- ingu og árnaðaróskum. Síðan hafa bætzt í þennan hljómlist arsjóð okkar um kr. 500,00. Nú þegar hafa verið lögð drög að því, að skólinn eign- ist lúðra og önntir hljóð- færi fyrir afl þessa sjóðs, sem við viljum gjarnan biðja Eyja búa að efla með ávöxtum gjaf- Af heilum hug óska ég þjóð minni þess við áramótin, að hún megi bera gæfu til að rækta það bezta og þjóðleg- asta, sem með henni býr, efla með sér anda lýðræðis og sam- vinnu og vara sig jafnframt á j.vinum" sínum. Þ. Þ. V. mildar sinnar og góðrai' hyggju. í vor gaf maður hér í bæ ferðasjóði nemenda Gagn- fræðaskólans kr. 800,00. Sá gef andi tók það fram, að hann vildi ekki láta nafns síns getið. Fyrir þá gjöf þökkum við einnig kærlega. I þriðja lagi ber okkur að þakka af alúð og góðum ósk- um gjöf, sem gamall nemandi Gagnfræðaskólans færði hon- um á s. 1. ári. Gjöfin er steina- safn, er nemandinn keypti vest ur í Ameríku til þess að gefa skólanum. Hér er um að ræða 30 teg- undir sjaldgæfra steina, sem búið er um á sérstakan hátt, svo að auðvelt er að sýna nem endum þá við kennslu. Gefandinn er Friðrik járn- smiður Eiríksson Jónssonar kaupmanns hér í Verkamanna skýlinu. Öllum þessum gefendum færum við okkar beztu og al-' úðarfyllstu þakkir og árnaðar- óskir. F. h. Gagnfræðaskólans, Þorst. Þ. Víglundsson. Ánægjulegt kveid. Kvenfélagið Líkn í Vest- mannaeyjum bjó aldurhnignu fólki Evjanna ánægjulegt kveld þann 10. þ. m. Þetta mun vera árleg venja þessa ágæta félags, og ber því sann- arlega heilhuga þakkir allra bæjarbúa fyrir þá hugulsemi. Þessi hátíð fór hið bezta" fram í veglegum salarkynnum Samkomuhússins, enda var til hennar vandað að öllu leyti. Kaffið og aðrar kræsingar var framreitt af rausn og myndar- skap. Skemmtiatriðin voru fjölþætt og ágæt í alla staði, enda nutu hinir mörgu géstir þessa alls með fullkominni Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.