Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Page 1

Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Page 1
Malgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. 19. argangur. Útgef andi: Framsókn arf élag Vestmannaey ja.. „íslendingar viljum vér allir vera,“ HVORKI BANDARÍSK HANASTBL NE RVSSADINDLAR. „íslendingar viljum vér all- ir vera“. Þannig hlóðar eitt af kjörorðum Fjölnismanna. Þessir fjórir mætu synir ís- lenzku þióðarinnar létu hið fræga kjörorð verða meira en orðin tóm. Þá hefði það held- ur ekki lifað í sögu þjóðarinn- ar, — orðið frægt. Þeir sýndu það í hugsun sinni og verk- um, Fjölnismenn, að þeir vildu vera íslendingar. Tómas Sæmundsson kynnti sér framfarir og menningu margra erlendra þjóða. Hann dáðist að mörgu, sem hann sá þar. En hann skreið aldrei í duftinu fyrir erlendri menn- ingu og lifði aldrei og hrærð- ist undir erlendum áhrifum. Hann óskaði þess eins, að allt það bezta, sem hann kynntist erlendis, mætti notast íslenzku þjóðinni, samlagast staðhátt- um hennar og hugsunarhætti, svo sem kostur væri, en aðeins það bezta. Tómas var sannur íslendingur í orði og æði, í hugsun og tilfinningum. Fjölnismenn fórnuðu mikl- um tíma og kröftum til þess að vekja íslenzku þjóðina til meðvitundar um allt, sem ís- lenzkt var og er. Þeir unnu landi og þjóð af allri sálu sinni. Ekkert í lífinu mátu þeir meira en íslenzkt þjóðerni. Að þessu leyti eru þeir sígild fyrirmynd allra sannra íslend- inga. Þessi heita og einlæga ætt- jarðarást seiddi fram úr hugar fylgsnum Jónasar Hallgríms- sonar hin undurfögru kvæði. sem enn eru hugljúf og hug- stæð hverjum sönnum íslend- ingi og andlegir gimsteinar ís- lenzku þjóðarinnar. Skáldsál Jónasar naut yls í ríkum mæli af ættiarðarást hans og heitri trú. Kvæði hans bera þess vott, að hann skreið ekki á hnján- um eða kraup fyrir erlendum áhrifum og sorameinaðri menningu Mundi ekki mega staðhæfa, að íslenzka þjóðin skiptist nú í þrjá hópa? Langstærsti hóp- urinn getur kinnroðalaust og án allrar blygðunar fyrir sjálf um sér, sálarkenndum sínum, tekið undir með Fjölnismönn um og gert þeirra kjörorð að sínu. Sá stóri hópur íslend- inga vill vera trúr íslenzku þjóðinni og öllu, sem íslenzkt er. Þá er annar hópur með þjóðinni, er einblínir til vest- urs, scr ekkert annað en banda ríska menningu og bandaríska 'dollara. Sá hópur íslendinga lifir og hrærist undir banda- rískum áhrifum. Flest, sem ís- lenzkt er, verður smátt og lít- ilvægt í augtun þessara íslend inga. Hin rnyrka hlið Holly- woodmenningarinnar heillar þá mest. Amerískar glæpa- myndir eru mörgum þeirra helztu fróðleikslindir. Glæpa- rit, skrifuð í bandarískum stíl og af bandarískum hugs- unarhætti, svo sem hann ger- ist dýrslegastur, er þeirra hug Ijúfasti bókmenntalestur. — Bandaríski dollarinn er þeirra guð. Fyrir hann fórna þeir jafnvel mannorði sínu og æru. Bandarískir herliðar eru „verndarenglar“ í augurn þess ara íslendinga. Bandarísk há- menning er þeim einskis virði. Þeir hafa lítinn þroska eða engan til að tileinka sér hana. En bandarísk soramenning er þeim allt, sérstaklega ef þeir geta dorgað upp úr henni dollara. Þessi hópur getur orðið mikill skaðræðishópur ís- lenzku þjóðinni, ef hún sjálf er ekki á verði um líf sitt, þjóð erni sitt og alla tilveru, því að" í hópi þessum eru nokkrir á- hrifamenn, sem hafa aðstöðu til að beita þeim. Þessi hópur getur orðið einskonar skólp- v,eita, þar sem um streymir bandarísk soramenning inn í íslenzkt þjóðlíf. Þriðja hópinn skipar svo það fólk íslen2kt, sem starir í blindri trú og von í austur, sér ekkert annað en Rússland og rússneskt skipulag á öllum hlutum. Allt er gott, sem gjörðu þeir og gera. Fréttir um kúgun þeirra og ofbeldis- verk virðast smjúga jafn sæt- lega inn í hjörtu rússnesku til- beiðendanna íslenzku eins og sannar fréttir af framtaki og sannri menningu þar austan tjaldsins. Nokkurn hluta af þessu fólki þekki ég persónu- lega. Margt af því er bezta fólk, en haldið oftrú eða ofsa- trú á tilveru, sem aldrei get- ur samrýmzt íslenzku hugar- fari og íslenzku þjóðlífi. Rússn eskt þjóðlíf er jafn fjarskylt íslenzku þjóðlífi eins og slaf- inn er fjarskyldur íslendingn um. Sálarástand forustunnar í þessum hópi íslendinga er al- veg hliðstætt sálarástandi bandarísku tilbeiðendanna ís- lenzku. Væri t. d. rússneskt setulið í landinu, er ekki ann- að sýnna en að það yrði hugð- arefni og hughrífandi „vernd- arenglar“ forustumanna þess- arar tegundar íslendinga. Svo blindir eru þeir sumir af rússn eskum áhrifum, að út úr þeim hefur hrokkið opinberlega: „Hvað varðar mig um íslenzk an þjóðarhag?“ Þannig verð- ur hugsun þess einstaklings, sem einskis metur sitt éigið land og þjóðerni, en lifir og hrærist undir áhrifum erlendr ar menningar, sérstaklega ef hún er menguð sora og á illt með að samlagast íslenzkum staðháttum, íslenzkri hugsun og íslenzku þjóðlífi. Þeíta-skilia frændþjóðir okk ar á Nörðurlöndum. Þær efla sócíalisma sinn og samvinnu- stefnn á hreinum og ómeng- uðum lýðræðisgrundvelli, sexn sæmir norrænni menningu. Jafnframt varast þær að opna gáttir fyrir „ismum“ einræðis ríkja og yfirgangsríkja. Auðvitað getum við lært mikið af menningarþjóðum eins og Bandaríkjamönnum og Rússum í vísindum, listum og allskonar tækni. En það megum við ekki hirða „ómelt“ eða án þess að samræma þá menningarþætti íslenzkum staðháttum og íslenzku þjólífi. Og umfram allt megum við ekki veita soramenningu þess- ara þjóða inn yfir og inn í ís- lenzkt þjóðlíf, fremur en lág- menningu annarra þjóða. Sjálfstæði okkar íslendinga er ungt og stendur enn veik- um stoðum. Við höfum til skamms tíma verið sárfátæk þjóð. Bágindin og baslið smækkaði okkur. Minnimátt- arkenndin hefur oft staðið okk ur fyrir þrifurn og lamað hug- dirfsku okkar og sjálfstæða hugsun. Þó erum við gömul menningarþjóð. En við höfum orðið fyrir óhöppum og slys- um í lífinu. Minnin um þau óhöpp er sá eldur, sem heitast brennur á okkur sjálfum. Við eigum gnægð þjóðernislegra auðæfa, sem ættu að megna að vekia okkur til skilnings á sjálf um okkur, ef við metum þau auðæfi sem skyldi. Við búurn yfir nægum gáfum, nægum dugnaði, nægum mannkost- um urn vit og hjartalag til þess að verða stórþjóð í menningar legum skilningi, ef við lærum að þekkja sjálfa okkur, treysta sjálfum okkur og íslenzku ætt arbergi og vixða að verðleik- urn þjóðerni okkar, tungu og sögu, Sterkasta stoðin í þeim efnum er einlægur og stei'kur vilji til að vera sannur ísland- ingur. Það sé okkur ætíð efst í hvxga. Þegar við höfum lært Jxað, svo að þær tilfinningar gagntaki hug okkar, þá lokast af sjálfu sér fyrir þær veitur, sem leitast við að flytja erlenda soramenningu inn í íslenzkt þjóðlíf. Hver einasta menningar þjóð vill og þarf að kynnasN Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.