Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 04.02.1956, Blaðsíða 4
4 FKAM5AOKNARBLAÐIÐ Menningarmál. Blaðinu er kúnnugt um 5 stúlkur héðan úr Eyjum, sem stunda nú handíðanám í Nor- egi. í húsmæðraskólanum að Jölster stunda tvær þeirra námið, þær Sigrún Einarsdótt ir og Elín Guðmundsdóttir. Á Voss læra þrjár a£ stúlk- unum. Systurnar frá Þinghól, Margrét og Birget stunda nám ið í Voss husflid-skóla og Sig- ríður Ágústsdóttir, Sólhlíð, stundar nám í húsmæðraskól- anum á Voss. Margrét Andersdóttir legg- ur stund á vefnað sérstaklega. Það er um not bæiarfélagsins Náum við vatni úr jörðu? Meirihluti bæjarstjórnar vinnur nú markvisst að því að fá úr því skorið, hvort tök séu á að fá nægilegt neyzluvatn úr jörðu handa Eyjabúum og iðn aði þeirra. Á Reykjanesi munu jarð- lög og jarðmyndanir sviðpaðs eðlis og hér. Þar eru hraun og hellar, gljúpur jarðvegur og götóttur, sem engu vatni held- ur í sér. Verkfræðingar setuliðsins hafa þó með tækni og tökum náð upp nægilegu vatni þar. Þeir kvað bora rnarga tugi metra niður úr sJávarbotnin- um eða efstu lögum hans og fóðra þær borholur innan með járnhólkum eða pípum jafnóðum og þær borast. Þann ig ná þeir tökum á ónieing- uðu vatni, sem þeir dæla upp á yfirborðið. Mundu ekki tök á því fyrir okkur Eyverja að fá nægilegt drykkjarvatn hér á sama hátt? Á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs eru áætlaðar á þessu ári aðeins kr. 50 þús. til vatnsrannsókna. Þetta fé mundi hrökkva skannnt, ef við fáurn hingað tæknilegar borvélar og sérfræðinga í notkun þeirra. En þegar um svo stórkostlegt hagsmunamál er að ræða, tjóar ekki að horfa í krónuna. Þetta verk er að- kallandi nauðsyn. Við skuluin vona, að núverandi bæjar- stjórn beri gæfu til að hrinda þessu máli í framkvæmd, svo að drjúgur árangur verði af því til hagsældar bæjarfélag- inu. af námi hennar, sem ég ósk- aði að ræða hér lítilsháttar. Það er mikilvægt menningar- mál okkur Eyjabiium að auka sem mest og bezt heimilisiðn- að í bænum. Húsmæður hér t. d. mundu hafa ánægju af því og heimilin mikið gagn, ef þær gætu fengið aðstöðu til að læra vefnað og vefa sér gluggatjöld, dúka, dregla og annað fleira til heimilis- nota. Sú starfsemi yki heimil- ismenningu Eyjabúa. Hér ger- ist nú verk að vinna handa Fræðsluráði bæjarins. Það vil ég láta framkvæma á þennan hátt: Fræðsluráð lætur Gagn- fræðaskólann eignast nokkra vefstóla. Við höfum í skóla- byggingunni hæfilega stofu til afnota fyrir þá. Síðan verði Margrét studd til að koma á vefnaðarnámskeiðum og hafa Á öðrum stað hér í blaðinu er birt samþykkt, sem gerð var á fundi Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Verðandi hér í bæ 15. f. m. Síðustu málsgrein samþykkt arinnar eða ályktunarinnar er stefnt gegn hrakspám þeim og rógsmeinguðum fréttum, sem blað eitt hér í bænum hefur látið sér særna að birta alrnenn ingi um hinar nýju hafnar- framkvæmdir EyJabúa. Við Framsóknarmerin liér hörinum það, að aðalmálgagn Framsóknarflokksins „Tím- inn“ skuli hala látið nota sig til þess að birta slíkan róg og þvílíkt níð um hafnarfram- kvæmdir þessar. Við vitum það, að slíkum samsetningi er laumað inn í blaðið að forspurðum ritstjór- anum og ritstjórninni, sem viðurkenna dugnað Eyjabúa og hagsýni alla um þessar stór- kostlegu framkvæmdir. ,,Áhrifagjarn“ ungur mað- ur við blaðið er notaður til þess að lauma slíkum rógi í það. Sá hinn sami ungi mað- ur lét Tímann skrökva því á sínum tíma, að Framsóknar- menn hér í Eyjum stæðu að fjölskyldutíðindum (Familie- -journal) Helga Benediktsson- ar, þeim, er hann gaf út á til þess afnot af vefstólum skól ans. Námsmeyjar úr skólan- um gætu tekið þátt í námskeið um þessum og notið þannig góðs af starfinu. Það eru ekki ýkjamiklir peningar, sem felast í nokkr- um vefstólum. En vefstóll tek ur nokkurt rúm í heimilishús næði. Það er því að öllu leyti heppilegt, að tök séu á að nota vefstólana á einum stað og læra þar að nota þá. Þær kon- ur hér í bæ, sem lært hefðu vefnaðinn, gætu síðan haft stöð ugan aðgang að vefstólum skól ans og ofið þar dúka til sinna heimilisnota eftir getu og geð þótta. Aukinn heimilisiðnað- ur er aukin heimilismenning. Hér er drepið á atriði,, sem er mjög skylt þeim menningar störfunr, sem kvenfélögin Líkn og Snót hafa haft með höndum undanfarin ár. Mundu þau ekki vilja mæta okkur miðra garða í þessu menningarmáli og leggJa sitt til, að það kom- ist í framkvæmd. Þjóðhátíðinni 1954. Með rógi þessum og níði í Tímanum teljum við vera unnið markvisst að því að skaða Framsóknarflokkinn hér í bænum. Á sama tíma, sem þessi skipulagða starfsemi á sér stað, hafa rú fjölskyldutíðindi H. B. gjörzt málgagn komm- únista, svo að þeir sjá sér lít- inn hag í að gefa út sitt eigið blað. Svo sem Eyjabúum er kunnugt, kom það helzt aldrei út á s. 1. ári. í fjölskyldutíðindum H. B. segir berlega, að kommúnistar auki nú fylgi sitt í bænum sem vera ber, svo miklu komi Karl Gúðjónsson til leiðar á þingi þjóðarinnar(!!), og Sig- urður Stefánsson og Stéingrím ur Arnar séu hreinustu ofur- menni í hagsmunabaráttu sjó- manna og vélstjóra hér í bæ! Mundi þessum persónum sjálfum þykja sómi að hóli þessu og skjalli? TAPAZT hefur kvenarmbandstir í Al- þýðuhúsinu s. 1. laugardags- kvöld. Finnandi vinsamlegast skili því á Faxastíg 43 gegn fundarlaunum. Iskyggilegar íréttir. Blöðin færa landsmönnum þá ískyggilegu fregn nú eftir áramótin, að Bandaríkjamenn séu að seilast eftir herstöðva- rými í Hvalfirði, og þeir hafi þegar farið á flot um það mál við ríkisstjórnina. Nú þurfa allir landsmenn að taka höndum saman gegn ásælni Bandaríkjanna hér á landi. Mælirinn er þegar full- ur. Við þurfum að losa okkur við útlenda herinn úr landinu hið allra fyrsta en ekki að auka hann eða leggja honum til meira af landi og þJóð1. Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins, Tíminn, hefur mælt gegn því, að Bandaríkjamenn fái Hvalfjörð til afnota. Slíkt komi ekki til greina. Sú af- staða blaðsins til máls þessa er vissulega í samræmi við vilja og skoðanir alls þorra manna í Framsóknarflokknum. Nú er sannarlega tími til þess kominn, að við íslending ar förum að spyrna við fót- um um ásælni erlendra ríkja hér á landi, hvort sem sti á- sælni er vestræn eða austræn, og í hvaða mynd, sem hún svo er. Við megum ekki verða leiksoppar erlendra áhrifa. Við eigum að reka af höndum okkar alla viðleitni erlendra ríkja til áhrifa á íslenzk stjórn mál. Jafnframt ber okkur að vinna gegn því, að íslendingar þeir, sem þjóna eða þjóna vilja útlendum valdamönnum eða ríkjum, nái valdaaðstöðu í landinu. Þjóðin á að reka þessa menn af höndum sér, svipta þá forustu og farar- broddi í þjóðmálunum. Meira verður síðar skrifað hér um herstöðvarmálið. Til umræðu. Til umræðu hefur komið með skipstjórum og útgerðar- mönnum í bænum, hvort ekki fælust í því fjárhagsleg hygg- indi og hagkvæmni mest fyr- ir alla aðila, sem að útgerð og sjósókn standa, að draga úr sjó sóknarkappi, þegar saman fer aflatregða og slæm sjóveður. Slík ákvörðun, ef almenn yrði, mundi án efa bæta hag útgerð arinnar og slíta minnst mann- aflinu. ‘ttallur á ‘Uomi

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.