Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.02.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 15.02.1956, Blaðsíða 1
Útgef andi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja.. 19. árgangur. Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum 15. febr. 1956 / 3. tölublað Áfengismálin í Eypim* Sprittmálið o. fl. Síðan atkvæðagreiðslan, um lokun áfengisútsölunnar hér fór fram á s. 1. hausti er óhætt að fullyrða, að lítið"" hefur yfirleitt verið um ölvun í bænum. Áfeng isunnendur og þjónar Bakkusar í bænum öðluðust þá loks skiln ing á því, að Eyjabúar vilja ekki láta opna hér áfengisútsölu aft- ur. Það sýndu þeir alþjóð með atkvæðagreiðslunni. Sú ein- beitta tilkynning Eyjabúa vakti mikla athygli úti um land og á- vann þeim bæði virðingu og traust góra manna. Þau öfl í bænum, sem á undanförnum árum liafa unnið gegn lokun- inni, hafa haft hægt um sig, síð- an þau fundu þann einbeitta vilja, sem Eyjabúar hafa sýnt í því, að vilja hrinda af sér áfeng isplágunni. Á sama tíma hefur lyfsalinn kippt að sér hendinni um gengd arlausa sölu suðusprittsins eins og áður átti sér stað. Þar hefur mikið breytzt til batnaðar við málalokin okkar og er mér skylt að viðurkenna það. Gunnar Þorsteinsson hæsta- réttarlögmaður, hinn skeleggi sóknarherra lyfsalans, hafði á orði, að hann mundi áfrýja suðu sprittsmálinu til Hæstaréttar, þar sem hann var mjög óánægð- ur með hrakfarir sínar í því máli. Ekki hefur ennþá orðið a'f áfrýjuninni. Hvers vegna ekki? Líklega hefur þessum laga- Golíat fundizt hann fá nóg af sókninni' hér fyrir héraðsdómi, þó að hann yki ekki á óvirðingu sína fyrir æðri rétti. Mér þykir það þó leitt, að hann skuli hafa heykzt á því að áfrýja málinu. Þar missti ég illa af strætisvagn inum mínum. Von mín var sú, aðmér.gæfust þá tök á að flytja þar sjálfur. varnarræðu mína 'og fletta •¦ síðan ofarí af ósómanum í landsblöðunum. Eftir að dóm ur féll í málinu með niður- stöðu, sem vakti athygli ýmissa málsmetandi manna úti um land, skrifaði landlæknir dóms málaráðuneytinu og bað um op- inbera rannsókn í suðuspritts- málinu. Jafnframt krafðist land læknir þess, að lyfsalinn yrði sóttur til sekta, ef hann reyndist sekur í starfi gagnvart landslög- um. Ekki hefur svo vitað sé, bólað á þeirri rannsókn ennþá. Dómsmálastjórnin í landinu virðist til þessa hafa daufheyrzt við þessari beiðni landlæknis. Hinsvegar má ljóst vera, að lyf- salinn hefur fengið alvarlega á- minningu og látið sér segjast. Það gleður mig innilega. Batn- andi manni er bezt að lifa. Og satt að segja hafði ég aldrei neina löngun til að verða þess valdandi, að lyfsalinn yrði sett- ur af eða sviptur réttindum, ef frúin aðeins fengizt til að gera skyldu sína og meta meira ís- lenzk lög en eigin hag. Þar með ætti þetta mál að vera útkljáð. Að minnsta kosti getur það svo verið af minni hálfu svo lengi, sem hið löglega ástand helzt. Áfengissjúklingar bæjarins sækja mjög á um það, að fá Tómslundaheimili æskulýðsins í Eyjum! Hafin er nú á ný vinna við stórhýsi goodtemplara hér í bæ. Unnið er að því að einangra og múrhúða útveggi aðalsalsins - í húsinu. Þeir, sem „næstir standa" húsbyggingu þessari, reyna nú að gera sér grein fyrir því, hvernig stórhýsi þetta verður í framtíðinni bezt notað til menn ingarauka í bæjarfélaginu. Þar liygg ég, að hið mikla og víð- tæka menningar- og hugsjóna- starf goodtemplara á Akureyri verði okkur mest og bezt til fyr- irmyndar og fordæmis. Á Akureyri reka goodteplarar kvikmyndaliús, Borgarbíó. Á góðanum af rekstrr þessum verja þeir til margskonar menningar starfa í bænum. Þeir reka t. d. tómstundaheimili lianda æsku- lýð bæjarins. Þar stofna þeir til námskeiða, þar sem ungmennin starfa við hin fjölbreyttustu viðfangsefni, svo sem útvarps- virkjun, föndur, leirmótun, hjálp í viðlögum, flugmódel- smíði, o. fl. Þarna í sölum félags heimilisins eyðir æskulýður Ak- ureyrar tómstundum sínum. Þannig er hugsun harís beint inn á gagnlegar bráutir af göt- um bæjarins. Þarna veita tóm- stundirnar honum bæði gagn og gleði. Þetta mikilvæga menning ar- og uppeldisstarf er innt af hendi af nokkrum hugsjóna- mönnum innan goodtemplara- reglunnar á Akureyri. Þetta getum við líka gert, Vestmanna eyingar. Við þurfum hvergi að vera eftirbátar annarra lands- manna. Og templarahöllin hér veitir okkur einmitt nú hið gullna tækifæri. Þar geta orðið salarkynni til margbreytilegra menningarstarfa til gagns og gieði öllum æskulýð bæjarins. í aðalsal byggingarinnar á að stofna til kvikmyndareksturs. Á- góðanum af rekstri þeim á síðan að verja til að reka tómstunda- heimili handa æskulýð bæjarins á efri hæð byggingarinnar. Þar geta 511 salarkynni orðið rúm- góð og hentug til" slíkra hluta. Bæjarstjórn ber skylda til að styðja þessa hugsjón með fjár- framlögum, enda álykta ég svo, að engir, sem nú skipa bæjar- stjórn kaupstaðarins, muni annað vilja en veita slíkri hug- sjón brautargengi. Þetta hefur borizt lítilsháttar í tal með sum-' um ráðandi mönnum bæjarins og hlotið góðar undirtektir. En það má öllum ljóst vera, að mik iðstofnféþarf tiíað koma þess um málum fram. M. a. verða lánsstofnanir bæjarins að hlaupa hér undir bagga og lána fé til framkvæmdanna. keypt suðuspritt til drykkjar. Þeg ar þeir fá það ekki keypt sjálfir, er vitað, að þeir seilast til þess að fá börn til að kaupa suðu- sprittið fyrir sig. Þetta veldur vanda. Foreldrar ættu að áminna börn sín um það að gefa ekki drykkjumönnum kost á þessari þjónustu. Hún veldur eymd og óhamingju. Það ber og við, að Htlar mannssálir í vöxnum búk um veita. einnig áfengissjúkling unum þessa þjónustu. Hörmu- legt "t- til þess að vita. Gæti lyfja búðin hér ekki sett þær reglur, að börn fengju ekki afgreitt suðuspritt nema þau kæmu með áritaða beiðni um það frá for- eldrum eða öðrum aðstandend- um? Eyjabúar, sumir hverjir, hafa velt vöngum yfir þeim sektum, sem ég var dæmdur til að greiða þrátt fyrir það, að mér tókst að sanna mál mitt um lög- brotin. Sektirnar voru ekkert ó sanngjarnar. Hegningalög lands; ins kveða svo á, að dæma skuli í sektir jafnvel fyrir það að segja sannleikann. Ekki er mér það ljóst, hvort þau lagaákvæði miða fyrst og fremst að því að auka tekjur ríkisins eða hefta gengi sannleikans í þjóðfélag- inu. Það er hinsvegar sígild stað reynd, að mörgum fjárbralls- mönnum er sannleikurinn hvims leiður. Ef til vill eiga þjónar þeirra á þingi þjóðarinnar mestan þátt í því, að þessi hefnd arákvæði gegn sannleikanum voru á sínum tíma leidd í lög. En hverjum aftra væntanlegar sektir frá að sækja mál sitt á vegum laga og sannleika? Á komandi vori og sumri er ætlunin að fullgera templara- höllina utan dyra. Nægilegt fé er þegar fengið til þeirra fram- kvæmda. Á sama tíma þarf að vinna að því að hrinda í fram- kvæmd frekari byggingarathöfrt um innan húss. Afla þarf fjár tií þeirra, mikils fjár. Hvaða leiðir "skulu f'arnar í þeim efhum? Það vérður gesíaþrautih, sem unn- endur hússins og hugsjönarinn-- ar hljóta að giíma við næstu. misserin.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.