Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.02.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 15.02.1956, Blaðsíða 2
s FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Framsóknar- blaðið RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON AFGREIÐSLU ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON. GJALDKERI BLAÐSINS: SIGURGEIR KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGAR ANNAST: SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. Flokksþingið. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins, sem hefst 8. marz n. k. verða mörg mál til umræðu, er varða heill og hamingju al- þjóðar. Framsóknarflokkurinn hefur uú um tugi ára haft mikil áhrif á líf og afkomu íslenzku þjóðar innar. Mörg mikilvægustu og heillaríkustu framfarasporin, senr stigin hafa verið í þjóðfé- laginu á undanförnum áratug- um, hafa orðið það fyrir at- beina Framsóknarmanna. Hvar sem farið er um byggðir þessa lands, gætir hugsjónastarfs sam- vinnumanna, — áhrifa þeirra á líf og starf fólksins í viðskipta- málum, framleiðslumálum, sam göngumálum og þá ekki sízt í menntamálum. Víðsvegar um land, þar sem lífsbaráttan hefur orðið einna erfiðust, flykkjast kjósendur til fylgis við Framsóknar- og sam- vinnuflokkinn í landinu, vegna þess að hann einn hefur sýnt þessu fólki skilning og samúð og stutt það drengilega í lífsbar áttunni. Samvinnustefnan hefur orðið þessu fólki bjargræðisveg- urinn. Án úrræða hennar hefðu þessir landshlutar lagzt gjörsam- lega í eyði fyrir áratugum. Kaupstaðabúar landsins hafa einnig notið mikils góðs af hug- sjónum og starfi samvinnu- og Framsóknarmanna. Kaupfélög- in eru þar sverð og skjöldur fólksins í lífsbaráttunni. Hvað gagnaði hátt kaup eða hækkandi kaup, ef sú kjarbót hyrfi þegar í vasa milliliða, sem ekkert að- hald hefðu um álagningu og vöruverð? Margt framtakið til heilla og framfara í atvinnu- og menning- armálum hefur átt sér stað í kaupstöðum landsins og kaup- túnum á undanförnum árum fyrir atbeina Framsóknar- og Annáll. Blaðagreinar um áfengis- og bindindismál frá 1. 10. 1954 tii 1. 10. 1955. Úr Alþýðublaðinu, Rvík 55 gr., Alþýðumanninum, Akur- eyri, 4 gr„ Austfirðingi, Nes- kaupstað, 2 gr„ Austurlandi, Neskaupstað, 1 gr„ Degi, Akur- eyri, 21 gr„ Framsóknarblaðinu, Áfengisneyzlan 1950-1955. Ár. A. Sterkir drykkir. Lítrar á íbúa. 1951 1»3°4 1952 1,245 1953 i»353 1954 1.449 1955 1.332 Áfengisverzlunin segir neyzl una 1,469 lítra af 100% vín- anda á hvert mannsbarn 1955. en Hagstofan fær út 1,449, því að hún miðar við meðal- mannfjölda neyzluársins. — Á- fengisneyzlan hefur því minnk- að frá 1954 til 1955 um 107 gr. af hreinum vínanda á hvert mannsbarn í landinu. Alls nam áfengissalan til neyzlu 228.721 spírituslítrum samvinnumanna. Öll þessi framfaramál eru mótuð beint eða óbeint á þing um Framsóknarflokksins. Þar brýnist liðið til framtaks og dáða um athafna- og velferðar- málin. Miðstjórnarmenn, flokks ins eiga m. a. að vera tengiliðir hans sjálfs við fólkið, sem fylk ir sér undir merki hans. Þetta eru miðstjórnarmennirnir víða um land, þar sem fólkið metur þá og viðurkennir lieilbrigða og heilhuga forustu þeirra. Ef mið- stjórnarmaðurinn hinsvegar sýn ir í hvívetna óheiðarleik og eig inhagsmunatog í lífi og starfi, svíkur liann trúnað sinn við flokkinn og hrindir fólkinu frá hugsjónum lians. Slíkur maður rís ekki undir þeim trúnaði, sem flokkurinn liefur falið lionum. Dærni eru þess, að miðstjórnar- maður hefur neytt aðstöðu sinn ar til þess að ná undir sig um- boðssölu á framleiðsluvörum bænda, síðan ekki skilað and- virði þeirra svo nam hundruð- um þúsunda króna, en notað féð til þess að festa kaup á nýj- um vélbátum sér til handa ei'- lendis. Hvaða flokkur getur þrif izt með slíka trúnaðarenn í far- arbroddi? Þeir veita tiltrú fólks ins rothögg. Vestm.eyjum, 4 gr., Frjálsri þjóð Rvík, 4 gr. íslendingi, Akureyri, 12 gr., Mánudagsblaðinu, Rvík, 12 gr., Mjölni, Siglufirði, 1 gr., Morgunblaðinu, Rvík, 88 gr., Tímanum, Rvík, 53 gr., Verka manninum, Akureyri, 1 gr„ Vesturlandi, ísafirði, 1 gr., Vísi, Rvík, 154 gr„ Þjóðviljanum, Rvík, 58 gr. Samtals 471 grein. B. Heitvxn og Ixorðvín. A. og B. Lítrar á íbúa. Lítrar samt. 0,099 0,089 0,096 0,107 0,117 I.403 1.334 1.449 1.556 1.449 1955 (240-067 lítrar 1954), þar af 210.318 lítrar af sterkum drykkjum (223.509 lítrar 1954), 13.970 lítrar af heitvínum (12,581 lítrar 1954) og 4.424 lítrar af borðvínum (3.977 lítr. 1954). Sala áfengis til neyzlu nam kr. 89.268.887,00 árið 1955 (kr. 84-i97-529.oo 1954)- Um miðj an maí 1955 varð allveruleg liækkun á söluverði áfengis. Áfengissala. Árið 1954: Reykjavík kr. 76.891.088,00 Seyðisfj. — 1.899.429,00 Siglufj. — 5.022.422,00 Akureyri — 384.590,00 Samtals kr. 84.197.529,00 Árið 1955: Reykjavík — 81.571.015,00 Seyðisfjörður — 2.099.694,00 Siglufjörður — 5.598.178,00 Samtals kr. 89.268.887,00 Útsölunni á Akureyri var lok að 9. janúar 1954. Selt var til veitingahúsa í Reykjavík frá aðalskrifstofunni árið 1955 fyrir kr. 6.121.781,00. Skylt er þó að geta þess, að mik- ill liluti af áfengiskaupum veit- ingahúsa fer ekki sérstaklega gegnum bækur fyrirtækisins, þar sem um kaup gegn stað- greiðslu er að ræða úr vínbúð- unum sjálfum. Salan til veit- ingahúsanna nemur því raun- verulega allmiklu hærri upp- hæð en greint er frá hér að of- an. Heimild: Hagstofa íslands og Áfengisverzlun ríkisins. Áfengisvarn ardð u nau t u ri n n. Reykjavík, 28. janúar 1956. Brynleifur Tobiasson. Fundur í Byggingaverkfræðideild Verk fræðingafélags íslands telur, að ekki sé nógu vel vandað til stein steypugérðar hér á landi. Telur fundurinn þetta mál svo alvar- legt, að við svo búið megi ekki sitja og skorar á stjórnarvöld ríkis og sveitarfélaga að láta málið nú þegar til sín taka með því: 1. að setja lög og reglur um steinsteypugerð, er fullnægi kröfum tímans. 2. að koma á ströngu eftirliti með steinsteypugerð. 3. að auka þekkingu fag- manna á steinsteypugerð. Þessum samþykktum Bygg- ingaverkfr.deildarinnar fylgir löng og fróðleg greinargerð og virðist þetta vera orð í tíma töl- uð. Fjármálatíðindi. Þetta merka tímarit Lands- bankans, — október-desember hefti 1955 — barst kaupendum rétt eftir áramótin. Þetta liefti flytur margháttaðan fróðleik um hagfræðileg efni og fleira Helztu greinar eru: Orkulind framtíðarinnar, eftir Magnús Magnússon eðlisfræðing. Undir stöður framfaranna, éftir Dr. Per Jacobsen; Fréttaþættir: Margir kaflar úr íslenzkri hag- fræði og þjóðfélagsfrææði o. fl. o. fl. Nýja bryggjan tekin í notkun. Sá merki atburður átti sér stað 10. þ. m. að bátar liér hófu að landa fiski við liina nýju bryggju, Nausthamarsbryggjuna. Sigldu þeir að bryggjunni með fána við hún. Sjómenn létu í ljós mikla ánægju yfir þessum stórmerka áfanga, sem nú hef- ur náðst í hafnarframkvæmdum hér fyrir atbeina þeirra sam- taka, er urðu milli fulltrúa Farm sóknarflokksins hér og Sjálfstæð isflokksins, eftir síðustu bæjai'- stjórnarkosningar. Ánægjulegt er að sjá, liversu vel fer um bátana í liinni nýju bátakví og hversu öryggið er þar mikið og gott fyrir flotann. Sjómenn hér hafa mjög oft átt við mikla erfiðleika að stríða í vondum veðrum við að verja bátana, aftra brotum á þeim og öðrum skemmdum. Nú er það von okkar, að þeir erfið- leikar séu úr sögunni. Milli Noregs og íslands. Nýlega veiddi skipshöfn Bern odusar Þorkelssonar skipstjóra, Kirkjuveg 1 íA, þorsk, sem merkt ur hefur verið við Noregsstrend ur til þess að rannsaka ferðir Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.