Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ t------------ Annáll. B I i k ársrit Gagnfrœðaskólans. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan við hófum útgáfu á riti okkar Bliki, rásriti Gagnfræða- skólans. Það var sem sé árið 1936. Það ár komu út af ritinu þrjú hefti og var hvert þeirra aðeins ein örk. Þá kostaði papp- írinn í hverja örk og prentunin á henni samtals kr. >30,00. Á s. 1. ári kostaði pappírinn í örkina (16 bls.) og prenturíin á henni um kr. 1800,00. S. 1. ár var stærð ársritsins 120 bls. auk kápu. Útgáfukostnaðurinn nam samtals kr. 17.763,70. í því verði felst prentun, pappír og and- virði myndamóta. Að öðru leyti er engin vinna við ritið greidd, hvorki ritstörf, prófarkalestur né annað umstang, sem útgáf- unni fylgir. Ekki eru tök á að fullyrða, að útgáfa ársritsins liafi staðið und- ir sér fjárhagslega. Mesta hjálp- in og ‘traustasti stuðningurinn um fjárhagslega afkomu ritsins hafa til þessa verið auglýsingarn ar, sem viss stétt Eyjabúa liefur ávallt látið ritinu í té. Á s. 1. ári lirökk andvirði auglýsing- anna til greiðslu á liálfum út- gáfukostnaðinum. Tekjur af sölu hrökkva venjulega til greiðslu á rúmum þriðjung af útgáfukostnaðinum, enda hefur ritið til þessa verið selt á hálf- virði. Ýmsar aðrar tekjur en hér eru nefndar áskotnast Bliki okk ar árlega. Nú er Blik í prentun. Eg vona að Eyjabúum falli efni þess vel í geð. Ýmislegt athyglisvert birtist nú í ritinu. Þar birtist t. d. grein eftir séra Jes A. Gísla- son um Kirkjurnar í Vestmanna eyjum frá kristnitökunni til okk ar daga. Þetta annað athyglisvert birt- ist í ritinu: Heilsíðumynd af Læknum, liinu mikla athafnasvæði Eyja- búa um 900 ára skeið, áður en hafin var bygging Bæjarbryggj- unnar 1907. Heilsíðumynd af Jóni bónda í Gvendarluisi og nokkur atriði úr ævisögu hans. Þrjár garnlar skólamyndir héðan með skýringum. Gömul skjöl varðandi sögu Eyjanna, svo sem beiðni Eyja- búa til konungs um vopn til stofiyinar herfylkingu hér í Eyj- um, umsókn Hannesar Jónsson- ar lóðs um hafnsögumannsstarf- ið hér 1896 og vottorð skipherr ans á eftirlitsskipinu Heimdalli um hæfni Hannesar til starfans. Fjöldi annarra mynda verður í ritinu. Bindindismálasýning sú, er áður hefur lialdin verið í Reykjavík, á Akureyri og ísa- firði var opnuð hér í Eyjum sunnudaginn 26. þ. m. oð við- stöddum nær 100 manns. Sigfús J. Johnsen, kennari, ilutti ávarp við opnun sýningarinnar. Sýning arnefndina skipa: Sigfús J. John sen, Árni J. Johnsen og Þorst. Þ. Víglundsson. Sýning er í húsi K. F. U. M. Þar eru almenningi birtar marg ar athyglisverðar tölur, sem tala skýru máli til allra hugsandi manna. Nánar verður skrifað um ýmis fræðsluatriði sýningarinn- ar í næsta blað. Útsvörin á ísafirði. Útsvörin í ísafjarðarkaupstað hækka nú um 36% miðað við árið í fyrra eða meira en þriðj- ung. Það er að verða ofvaxið kaup stöðum landsins að standa und ir afleiðingunum af töpunum á togaraútgerðinni. Bœjarstjórnarfundur. Hinn 17. þ. m. hélt bæjar- stjórn kaupstaðarins fund í Samkomuhúsinu. Fátt gerðist þar, sem í frásögur er færandi, enda virðast þar allir blessunar lega á eitt sáttir og allir fulltrú- arnir sem einn meirihluti. Á fundinum gerðist þetta lielzt: Ársæll Sveinsson var endur- kosinn forseti bæjarstjórnar; fyrsti varaforstti var kosinn Sveinn Guðmundsson og 2. vara forseti Páll Scheving. Bæjarstjórn samþykkti ein- róma að láta byggja verkamanna skýli við Friðarhafnarbryggju norðan við búð Ólafs Finnboga sonar og koma þar fyrir salern- um og síma. Samþykkt var að beina þeirri ósk til vitamálaskrifstofunnar, að hún Iéti verkfræðing sinn gera athugun á því, hvort ekki væru tiltök að stytta Hiirgaeyrar garðinn og breikka innsiglingu hafnarinnar. Einnig var samþ. á- skorun á vitamálastjóra að auka ljósmagn Stórhöfðavitans til muna. Samþykkt var að fela þing- manni kjördæmisins að flytja um það frumvarp á Alþingi, að landeigandinn hér — ríkissjóður, — láti framkvæma varanlega við- gerð á Eiðinu til varnar því, að Sjór brjóti það og skemmi höfn- ina. Hér ér stefnt að því, að ríkis sjóður láti reka niðúr járnþil sunnan við Eiðið og gera þar uppfyllingu. Bæjarstjórn hefur í athugun, hvort ekki séu tök á að mæla með því, að samgöngumálaráðu neytið takmarki tölu leigubif- reiða hér í Eyjum við 25 vöru- bifreiðar og sé það hámarkstal an. Atliuga þarf gaumgæfilega, livort atvinnulífið kemst af með þá tölu bifreiða, þegar mestur afli berst á land á netjavertíð. Nýtt fyrirtœki. Stofnað er nýlega nýtt fyrir- tæki í bænum. Heiti þess er Nýja kompaníið h. f. Tilgangur félagsins er liúsa- og húsgagna- smíði og annar skyldur atvinnu rekstur ásamt verzlun. Stofn endur eru: Gísli Gíslason, stór- kaupmaður, Óskar Þórarinsson trésmíðameistari, Einar Erlends son húsgagnasmiður, Ólafur Runólfsson li úsgagnasmiður, Þorvaldur Ö. Vigfússon hús- gagnasmíðameistari og Valtýr Snæbjörnsson húsasmiður. Um stofnun þessa fyrirtækis er ekk- ert nema gott eitt að segja, en nafnið á því er í alla staði ó- smekklegt. Hvenær skyldi íslend ingum annars verða bannað með lögum að klína erlendum nöfn- um á fyrirtæki sín. Mikil þörf er á slíku banni, þar sem sýnt er, að þeim rennur ekki nærri öll- um blóðið til skyldunnar í þeirn efnum. Loftleiðir hafa flutt. Loftleiðir h. f. í Reyykjavík hafa flutt skrifstofur sínar úr liúsinu nr. 2 við Lækjargötu í nýja byggingu, sem sölufélag garðyrkjumanna Iiefur reist við Reykjanesbraut 6. Þetta hús stendur rétt sunnan við gatna- mót gamla Laufásvegar og Reykjanesbrautar. Afgreiðsla Loftleiða verður hinsvegar framvegis í liúsinu nr. 2 við Lækjargötu (Nýja Bíó). og eru þar veittar allar upplýsing- ar um ferðir félagsins og farmið ar seldir. Símanúmerið hjá af- greiðslu Loftleiða er sem fyrr 81440. Það vekur athygli sumstaðar erlendis, hversu Íslendingar hafa á seinni árum rutt sér brautir til samjafnaðar við aðrar þjóðir 11111 millilandaflug. T. d. lialda nú Loftleiðir uppi sex millilanda- ferðum á viku hverri til landsins og frá þvi. í apríl verður þessum ferðum fjölgað um tvær og eftir miðjan maí er búizt við, að flug vélar þessar komi hér við 12 sinnum í viku á leið vestur eða austur yfir Atlantshafið. 'Flugfélögin íslenzku stuðla að mikilvægri landkynningu. T. d. um það, hafa Loftleiðir boðið þrem hópum útlendinga liingað til lands nú í febrúarmánuði; flestir munu gestir þessir vera Svíar. Þeim er gefinn kostur á að sjá hið markverðasta í höfuð- staðnum og svo íslenzkar kvik- myndir til J^ess að kynna Jieim land og þjóð, þó að víðtæk ferða lög verði ekki farin um landið á þessum tíma árs. Verðíaun. Framsóknarblaðið lieitir 50 kr. verðlaunum fyrir bezta botn inn við Jressar ljóðlínur: Fallinn er Stalín af stalli, „stjörnurnar" lirapa og gleymast. Botnarnir berist ritstjórn blaðs ins fyrir 10. marz n. k. Frosti aftur á floti. Föstudaginn 24. þ. m. náðist m. b. Frosti út af Landeyjasandi. Varðskipið Þór dró bátinn út, er vel liafði verið undirbúin björgun lians. Báturinn er nú hér í slipp. Virðist liann lítið skemmdur. 'Uallur á Uorni. Ýmsar fréttir, sem vekja at- hygli, berast nú frá Rússlandi. Ein er sú, að bæta skuli á nasst- unni sérstakri deild við rússn- eska tryggingakerfið. Deildin mun eiga að annast tanngarða- tryggingar. Það stendur sem sé til, að gerðar verði út margar nefndir til Rússlands næsta sum ar. Einnig mun ferðaskrifstofan Orlof liafa í huga hópferð jiang- að austur. Ekki Jiykir forustu- liði Rússa ólíklegt, að vor kæri embættisbróðir í ritmennskunni við Eyjablaðið kunni að leggja leið sína austur fyrir tjaldið, slæðast svona með hinu ferða- fólkinu. Mælt er, að viss ferfætlingur viti, livað étið hefur. Þeir vita það líka sovétforingjarnir, að Jieir liafa nú velt goðinu Stalín af stalli. Jafnframt er Jieim það Ijóst, að sú bylting rnuni snerta illa liinar hánorrænu taugar þeirra Karls, Tryggva og Sigurð- ar, vina vorra við Eyjablaðið. Þeim er Jiað kunnugt úr sögum vorum, sovétforingjunum, að for feðrum votum í heiðni var það ekki srásaukalaust að vita goð sín óvirt eða borin út úr liofum og brotin. Oft og tíðum nægðu þá ekki hnefar einir til að semja sátt. Nú vilja þeir að minnsta kosti liafa tanngarða sína vej tryggða, þegar Tryggi arkar um gerzkar grundir á komandi sumri og sér hvergi Stalín, goð sitt, á stalli.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.