Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 1
Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum 28. marz 1956 6. tölublað. Alfaðir u „öxeiganna Vesalings fólk. Við vottum því samúð. Án efa mun miðaldra íslend- ingum og eldri enn í fersku minni öll þau ósköp, sem á gengu í heiminum, þegar ,,nati- onal socialistarnir" þýzku, (hin- ir þjóðlegu socialistar), nazistarn ir, ruddust fram til valda í Þýzka landi. Það var árið 1933. Alföður „öreiganna", Stalín marskálki, hafði þá tekizt að gróðursetja kommúnistanýlend- ur víðsvegar úti um heiminn. Þar átti hann trúnaðarmenn, sem tóku við „línunni" svo að segja vikulega eða mánaðarlega og mótuðu flokksstarfið og við- horfin hverju sinni eftir henni. í þessum arfareitum alföðurins rússneska kostuðu Rússar út- gáfu blaða og rita, sem hrópuðu daglega, vikulega og mánaðar- lega út árið um kring hina al- föðurlegu vizku Stalíns, frásagn ir um miskunnsemi hans, föður- lega umhyggju og hið fróma og hreina hjartalag annarsvegar, — viðbjóð hans á ofsóknum og manndrápum þýzku nazistanna og öllu þeirra háttalagi hinsveg- ar. — Enn eru þessi blöð og tímarit gefin út fyrir rússneskt fé. Úti um allan heim hreifst fjöldi manna af öllum þessum á- róðri um ágæti Stalíns, og marg ir lærðu blátt áfram að tilbiðja hann. Hvernig gat þessu veslings fólki komið til hugar, að fregn- irnar um mannkosti Stalíns og andstyggð á manndrápum væru jafn þrungnar lygum og blekk- ingum eins og frregnir þær, sem Göbbels hinn þýzki sprautaði og hvæsti út um heiminn um á- gæti Hitlers sálaða, fróma bróð urlund hans og viðurstyggð á eyðingu mannslífa? Já, mörgum varð það á að bera saman „algæzku" Stalíns við mannvonzku nazistanna. Ó. hvílíkur reginmunur! Hvítt- svart! Sumardagur — skammdeg isnótt! Loksins tókst mönnum að skapa paradís á jörðu! Hel- heim nazistanna þekktu menn áður úr sögu mannkynsins. Á- vallt hafði verið nóg af hinu illa í heiminum. Vonina um alsæluna í paradís mannanna á jörðu, austan járn- tjaldsins, hélt vöku fyrir margri viðkvæmri og „trúaðri" sálu á vesturhveli jarðar. Jafnvel á yztu skæklum verald ar leyndist fólk, sem drúpti höfði í heitri trú á alvizku Stal- íns marskálks og takmarkalausa miskunnsemi og manngæzku þessa undrafugls, sem boðaði al- sælu á jörðu í ríki og anda komm únismans. Já, meira að segja á Eyjunum við íslandsstrendur hafði þessi magnaði rússneski áróður gagntekið svo sálir fólks- ins, að það naut naumast svefns eða matar, en prýddi í þess stað heimili sfn meðv myndum og styttum af hinum hreinhjartaða og miskunnsama Stalín mar- skálki. Fyrir sálarsjónum þessa fólks var undramennið Stalín einskonar persónugervingur, — holdtekja, — alvizkunnar, al- gæzkunnar og almættisins í al- heiminum. Sum skáldin hrifust með. íslenzk skáld einnig. Sum ortu blátt áfram kommúnistiska trúai-sálma, innfjálga og ástheita, þar sem persónudýrkunin á Stal ín birtist svo berlega og barna- lega, eins og trúarhitinn og ein féldnin í sálmum katólskra manna og páfakirkju á miðöld- um. Jóhannes úr Kötlum kveður: Um gullintypptar Kremhallir kvöldsins svali fer og mansöng einn frá Grúsíu í mildum ómi ber. Og stjörnuaugu blika skært frá blárri himinsæng — þar englabörnin leika sér og yppta hvítum væng. En inn um gluggann sérðu rólegt andlit vökumanns: Þar situr Jósef Djúgasvili, sonur skóarans. Þar situr hann, er ungur valdi einn hinn þyngsta kost og lagði út í þennan heim með lítinn geitarost. En harla mikið ævintýri hefur síðan skeð og furðulegra en nokkurt skáld gat fram í tímann séð: í ostsins stað nú hverfist djarft í hendi þessa manns hinn ægifagri hnöttur vor og örlögsíma hans. En nú er hljóðið annað — það er náhljóð dimmt um sinn. Nú stara augu milljónanna á Stalín, marskálk sinn. Og inil um gluggann fölir geislar .» flögra og svífa dans og vefjast eins og heiðursmerki að vörmu brjósti hans. Og það er eina orðan þar, — og enn mun svo um hríð: hans treyja er óbreytt eins og fjöldans alls, er heyr sitt stríð. Því þetta er fólksins hermaður, sem heldur þarna vörð um' hugsjón hinna fátæku, um himin þeirra og jörð. Hér öskrar ekki loddari um ofurmannlegt kyn, — hér brosir aðeins maður, sem er mannsins bezti vin. Og hnötturinn er góður eins og geitarostur smár, sem móðir ein gaf litlum syni eitt löngu horfið ár. Framhald á 4. síðu. Bindindismálasýningin. sem opin var þeim, er skoða vildu, í húsi K. F. U. M. og K. um mánaðamótin síðustu, hefur gefið mér tilefni til margskonar hugleiðinga. Dagana, sem sýning in var, komu þangað rúmlega 1800 gestir, 12 ára börn og eldri, fól'k á öllum aldri, konur og karlar. Eg hafði allgott tækifæri til að kynnast þessu fólki og læra ým- islegt í sambandi við það. Mjög margir skoðuðu það, á veggina var fest, með athyygli, lásu skýrslur og tölur og athug- uðu línurit gaumgæfilega með alvarlegri íhugun. Aðrir gengu hringinn í kring og litu snöggv ast á það, sem fyrir augun bar. Jafnvel með kæruleysisbrosi bentu þeir og þær á það, sem þó er alls ekki broslegt. Sumum blikuðu tár í auga, þegar út var gengið, og margir dáðust að, hversu miklu og fræðandi efni var komið fyrir á þessum spjöld um, enda er það mála sannast. Hvert einstakt spjald jafnast á við meðallangan ítarlegan fyrir- lestur, sem þó gæti naumast ver ið jafn skilmerkilegur. Allir voru gestirnir prúðir og kurteisir og margir þökkuðu al- úðlega fyrir. Og ýmsum veit ég, að sýningin hefur orðið umhugs unarefni næstu dagana, enda var það tilgangurinn. Skemmtilegt hefði verið að hafa tíma til að tala við sum_börnin um eitt og annað, sem þarna var til athug- unar. Þau höfðu áhuga á að skilja, hvað súm spjöldin höfðu að segja. Um árangurinn af sýningu þessari er ekki unnt að segja. Sjáanlegur eða áþreifanlegur ár- airgur af starfi sáðmannsins kem ur aldrei strax í ljós. En planta kemur upp af hverju góðu fræi og ávöxtur sáðningarinnar kem ur á sínum tíma, ef farvegurinn, sem það fellur í, er sæmilega frjór. Þar er allt undir kómið. Að síðustu vil ég þakka gestun- um, sem heiðruðu sýninguna með komu sinni. Gefi það Guð, að andleg og líkamleg menning megi jafnan blómgast, og bless- un færa Eyjaskeggjum og öllum íslands lýð. Einar Sigurfinnsson.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.