Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 2
2 FRAMSÖKNARBLAÐIE Eflum sameiníngu vinstri aflanna í landinu. Burt með Stalínismann úr íslenzkum stjórnmálum. Með þeirri ákvörðun flokks- þings Framsóknarmanna að slíta stjórnmálasamstarfi við Sjálf- stæðismenn og stofna til kosn- inga í vor í bandalagi við Al- þýðuflokkinn eru að skapast ný viðhorf í íslenzkum stjórnmál- um. Framsóknarmenn hafa alcírei dulið þá staðreynd, að stjórnar- samvinna við Sjálfstæðisflokk- inn væri neyðarráðstöfun, og væri aðeins við það unandi, að aðrir möguleikar væru ekki fyr- ir hendi. Félagsmálastefna Framsóknar manna og sérhagsmunabarátta Sjálfstæðismanna eiga enga sam leið. Þess vegna verður allaf gjá á milli þessara flokka, og hún verður aldrei brúuð. Því ber að fagna, að nú eru möguleikar á nýju stjórnarsam- starfi, þar sem stærstu stéttir þjóðfélagsins, bændur, verka- menn og sjómenn, skjaldborg lýðræðisaflanna í landinu, vilja nú taka liöndum saman og stofna til ríkisstjórnar. Hlutverk forustumanna Fram sóknar- og Alþýðuflokksins eru að sameina hin sundruðu öfl vinstri manna í landinu með það takmark fyrir augum að mynda ríkisstjórn, sem styðst við hrein- an meirihluta þessara flokka á Alþingi. Slík ríkisstjórn alþýðu- stéttanna yrði umbótastjórn, sem myndi m. a. koma á heil- brigðu efnahagskerfi í landinu, og hún tryggði um leið réttlát- an vinnufrið við sjávarsíðuna. Það teldi liún skyldu sína. Það er mjög þýðingarmikið, að Framsóknar- blaðið ) RITSTJÓRI og ( ( ÁBYRGÐARMAÐUR: ) j ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ( j AFGREIÐSLU ANNAST: j < SVEINN GUÐMUNDSSON. j j GJALDKERI BLAÐSINS: ) j SIGURGEIR KRISTJÁNSSON j ) AUGLÝSINGAR ANNAST: j j SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ) menn átti sig á því, sem verið er að gera með þessu samstarfi. Og skyldu menn þá minnast þess, að forustumennirnir eru þraut- reyndir umbótamenn, sem aldrei bregðast þeim trúnaði, sem þeim verður falinn. Allir viðurkenna þær miklu álögur, sem lagðar voru á þjóð- ina um síðustu áramót, séu að- eins bráðabirgðanauðsyn. Meira þurfi að koma til, verði núver- andi fjármálastefnu haldið fram vegis. Þess vegna verður einmitt nú að nota svikalognið til þess að mynda þau samtök, sem ein eru fær um að gjörbreyta um stefnu á fjármálasviðinu. Sjúkt fjármálakerfi er hættu- legt frelsi þjóðarinnar. Sjálfstæðismönnum er að sjálfsögðu ljóst, að þær ráðstaf- anir, sem í ráði er að gera, hljóta að koma óþægilega við ýmsa bita menn þeirra og gæðinga flokks- ins. Þess vegna munu þeir berj ast eins og þeim er unnt og íivorki spara fé né fyrirhöfn til þess að hindra sameiningu vinstri aflanna. Þjóðvarnarflokkurinn hefur ekki verið þýðingarlaus í íslenzk um stjórnmálum. Hann hefur Jdví hlutverki einu að gegna að sundra þeim öflum, sem ábyrgir menn reyna nú að sameina. Sjá anlegt er, að hans aðstaða verður slæm, og það er líklegt, að hans hlutur verði ekki stór í næstu kosningum. Færi vel á því, að hann fengi sem fyrst að hverfa til upphafs síns. Minningin um hann mundi geymast eins og ó- þarfur bókmiði milli tveggja kapítula í stjórnmálasögu Jrjóðar innar. f sambandi við ný viðhorf í íslenzkum stjórnmálum, verður ekki komi/.t. hjá því að minnast viðbragða kommúnista gagnvart sameiningu vinstri aflanna í landinu. Þeir hafa lengst af reynt að telja fólki trú um, að Jjeir væru hinir einu sönnu vinstri menn, Jrótt öllum sé ljóst, að þeir hafa að öllu leyti látið stjórnast eftir fyrirmælum, sem hafa verið send þeim frá aðal- stöðvum Stalínismans austur í Rússlandi. Nú, þegar þeirra æðstu prest ar í höfuð vígjum kommúnism- ans lýsa Jjví yfir, að í hinum víð- lendum ríkjum þeirra hafi í Frá bæjarstjórn. Bæjarstjórn kaupstaðarins hélt almennan fund föstudaginn 23. Jr. m. í Samkomuhúsi Vestmanna eyja. Þetta gerðist helzt á fund- inum: 10 húseigendur í námunda við loftskeytastengurnar í mið- bænum höfðu skrifað bæjar- stjórn og beðið hana að hlutast til um að stengurnar yrðu flutt ar, helzt út fyrir bæinn. Það stafar bæði slysahætta og ýmis óþægindi önnur af stöngunum þarna. Bæjarstjórn hafði skrifað póst og símamálastjórninni varðandi þetta mál, og gaf stjórnin engan kost á að flytja stangirnar að svo stöddu. í ráði er að setja upp umferða rnerki í bænum og heimila ein- göngu einstefnuakstur um vissar götur í kaupstaðnum til öryggis. í umferðinni. Unnið er nú að þessu máli. Trygg-vi Gunnarssoon, ritstj. Eyjablaðsins og bæjarfulltrúi kommúnista hér, hafði höfðað mál á bæjarsjóð til þess að fá sér tildæmdar kr. 80 þúsundir í bæt meira en 40 ár verið stjórnað af hálfvitlausum einræðisherra, er beitti grimmd og slægð, fer lýð- ræðishjúpur Stalínistanna á Is- landi að verða nokkuð gegnsær. Þess vegna hafa þeir enn einu sinni reynt að fela sína vondu samvizku bak við alþýðustéttirn ar í landinu með því að gera Al- þýðusamband íslands að greni sínu og minkabæli. Með því hafa íslenzkir kommúnistar fram kvæmt fyrirskipun, sem fyrst var gefin í Moskva árið 1923. Hún var í því fólgin að halda uþpi vinmælum við verkalýðssamtök- in og brjótast þar til valda, en kyrkja þau síðan í faðmlögun- um. Ofbeldisathafnir kommúnista í Alþýðusambandi íslands eru Stalínismi. Þær ofbeldishneigð- ir vekja gremju hjá öllum lýðræð issinnuðum umbótamönnum í landinu. Þess vegna munu lýð- ræðissinnaðir vinstri menn sam einast undir merkjum Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins og berjast til sigurs í næstu kosn- ingum. Það er alveg rétt, sem Fylkir, blað Sjálfstæðismanna hér, 'segir 16. rnarz s. 1., að þjóðin öll mændi til flokksþings Framsókn armanna, og þangað mændi hún vegna þess, að hún treystir Jieim úrræðum; seni þar voru ráðin. /. R. ur fyrir kró og lóðarmissi vegna væntanlegs vegar frá Kirkjuvegi niður á Brattagarð. Dómsniður staðan varð sú, að bæjarsjóður skyldi greiða bæjarfulltrúanum kr. 3152,00, sem er matsverð lóð arinnar, auk 6% vaxta og kr. 1000,00 í málskostnað. Bæjar- stjórn samþykkti að hlíta dómi þessum og áfrýja ekki málinu. Bæjarstjórn samþykkti að heimila bæjarstjóra að festa kaup á loftpressu með öllum tækjum — steinsteypuvél og götuvaltara. Bæjarstjórn hefur fest kaup á vél og öðrum tækjum til malbik unar á götum bæjarins. Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að undirrita samn- ing við Sjúkrasamlag Vestmanna eyja, þar sem daggjöld sjúklinga eru afráðin kr. 93,00. Daggjöld innanbæjarsjúklinga verði kr. 95,00, utanbæjarsjúkl- inga kr. 125,00 og útlendinga. Innifalið í daggjaldi utanbæjar- sjúklinga, annarra en útlendinga, er öll læknishjálp og lyf. ‘Meirihluti bæjarráðs hefur Framhald á 4. síðu. wmimwmiwi Til kaupenda fímans Næstu daga verða innheimt blað gjöld. Vinsamlegast verið við því búin. ÚTSÖLUMAÐUR. mmimmwmmmmMMiywi Innheimtu- ikrifstofa mín er á Strandveg 4-. SVEINN GUÐMUNDSSON Vélbétur, 45—60 smálestir, með astic- dýptarmæli, óskast til leigu á síldveiðar í sumar. Nánari upplýsingar gefur Ásmundur Guðjónsson, Símar 58 og 271.-

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.