Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 28.03.1956, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐlf) Álíaðir „öreiganna". Framhald af i. siðu. Eg votta þessu skálcli samúð mína. Aldrei hefur þróazt innra með því neitt ljótt, sem minna mætti á eyðingu mannslífa eða annað jafn ægilegt í augum Is- lendinga. Þó lofsyngur þessi mað ur einhvern mesta mannslífaeyð ir, sem lifað hefur á jörðinni. Svo flatur liggur hann fyrir lyg um í rússneskum áróðri. Hefði hann vitað þann sannleika, sem hann veit nú, hefði hann ef til vill látið í ljós viðurstyggð sína í álíka innfjálgu kvæði. Líf okkar mannanna á jörð- inni hefur ávallt verið þrungið meiri og minni andstæðum eins og sál hvers einstaklings. Það var sem persónudýrkunin á Stalín læddi af sér hatrið á honum. Þeir, sem mest hötuðu Stalínismann, tóku nú í ofstæki sínu til að tilbiðja nazistana þýzku og gera þá að jarðneskum goðum sínum. En allur fjijldinn horfði nú samt á allan þennan trúarlega skrípaleik af þolgæði og meðaumkun, og lét hvergi bil'ast, lét liann á engan hátt trufla hugsun sína og hátt. Það voru og eru lýðræðissinnarnir íslenzku t. d. Ýmsir glöggskyggnir leiðtogar á vettvangi stjórnmálanna og blaðamenn héldu því fram, að Stalín væri einhver allra ófyrir- leitnasti einræðisherra og morð- liundur, sem nokkru sinni hefði tórt á jörðinni. Vitaskuld voru slík gífuryrði guðlast og hróp- andi goðgá fyrir sálarsjónum kommúnista, sem trúðu rússn- eska áróðrinum í blindni. Unnendur lýðræðis og nrann frelsis héldu því fram, að enginn munur væri í eðli sínu á komm únisma og nazisma. Báðar stefn urnar voru einræðisstefnur, þar sem mannslíf væru lítils virði, ef einræðisherrann teldi sér mis- boðið eða einhver leyfði sér að liafa aðra skoðun en hann. Svo liðu árin og Stalín dó. Brátt bárust fregir um það, að sálarrannur þessa alföður „öreiganna" hefði þegar verið tæmdur öllum innyflum og fyllt ur ilmandi jurtum á suð-aust- ræna vísu, og síðan smurður til eilíflegrar geymslu í hallarkynn- um við Kremltorg „öreigalýðs- ins“, þar sem hið fullkomna lýð ræði skal ríkja í anda hins fram liðna! Ekki var örgrant um, að „trúaðar“ sálir á íslandi þættust finna ilminn af jurtunum! Tilbeiðendurnir úti um allan heini drúptu höfði. Ginvíðir mælskujöfrar hófu nú upp raust sína og fluttu minningarræður um Staiín marskálk. Einar Olgeirsson sagði í ræðu 7. marz 1953: „Vér minnumst þess, að fram á síðustu stund hélt hann (þ. e. Stalín) áfram að vísa veginn þjóðum sínum brautina — til kommúnismans, mannkyn inu öllu brautina til friðar. Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkyns sögunni áður og naut slíks trún aðartrausts, sem fáir menn í mannkynssögunni hafa notið . . . . Var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru.“ Kristinn E. Andrésson segir í minningarræðu um Stalín 10. marz 1953: „í Stalín rættust draumar fólksins um gleði og fegurð . . . Frá þessu fólki, þessu Jrjóðfélagi, fékk Stalín vald sitt. Hann var líf af lífi þess. Hann átti trúnað þess ajlan, vegna þess að hann var sjálfur trúr — trúr stefnu byltingarinnar, trúr hugsjón sósíalismans, trúr fólkinu, sem hann var foringi fyrir.“ Veslings menn. Veslings fólk. Aldrei hafa þeir alið með sér morðhug eða nokkuð annað jafn ægilegt og ljótt, Einar Olgeirs- son og Kristinn Andrésson, fremur en Jóhannes úr Kötlum. En í blindri trú á sannleika rússneska áróðursins hrífast þeir til að lofsyngja einhvern mesta glæpamann veraldarsögunnar, manninn, sem t. d. í eitt skipti lét drepa 5000 herforingja í Rauða hernum og þúsundir ann arra stétta menn. Þannig vísaði hann Jrjóðunum veginn fram til kommúnismans? Þannig vísaði hann öllu mannkyninu fram brautina til friðar? Þannig not- aði liann sitt mikla trúnaðar- traust. Þannig var hann hinn góði félagi. Þannig mat hann manngildið. Já, mikil er sú gleði og fegurð, sem sprettur upp af lífi slíks manns! Jú, satt mun það vera: Með þessu at- liæfi, með öllum „hreinsunun- um,“ mun Stalín hafa verið trúr stefnu byltingarinnar. Þar ratað- ist Kristni satt á munn. Og Jregar liold herforingjanna og allra hinna, sem hann lét „hreinsa burt“, var hulsað, þá hefur sjálfsagt brosað maður, „sem var mannsins bezti vin.“ Svo óskapleg var hræðsla „fé- laganna" við þennan kaldrifjaða mannslífaeyðir, Stalín, að hann Iiafði legið lík í þrjú ár, áður en hinir „góðu félagar" lians vog- ANNÁLL. Nýtl bankahús. Laugardaginn 17. þ. m. var formlega tekið i notkun hér hin nýja bygging Útvegsbanka ís- lands. Hafði þá bankinn boð inni og bauð fjölda manna. Bankabyggingin er ein allra glæsilegasta bygging bæjarins í sjón og öll vönduð að sama skapi. Ánægjulegt er til þess að liugsa, að öll liin vandaða og fágaða byggingarvinna við húsið er unnin af fagmönnum hér í Eyj- um. Ý’Tð þetta tækifæri færðu þau mæðginin frú Rannveig Vil- hjálmsdóttir, ekkja Viggós banka stjóra, og Gísli Gíslason stór- kaupmaður, stjúpsonur lians, bankanum að gjöf eirstyttu af Viggó heitnum Björnssyni banka stjóra, fyrsta stjórnanda útibús- ins hér. Styttu þessa rnótaði Bjarni Guðjónsson, myndskeri að Gjábakka, en hún er steypt í eirinn erlendis. Gjöf þessi vakti mikla athygli gesta, enda hin merkilegasta og sórnir sér vel í afgreiðslusal bankans. Þá gaf starfsfólk bankans stofnuninni veggmynd af Bjarna heitnum Frá bæjarsijérn. Framhald af 2. síðu. lagt til og bæjarstjórn samjrykkt, að Samkomuhúsi Vestmannaeyja h. f. verði skrifað og spurzt fyrir um, hvort samningur geti náðst um það við Samkomuhúsið, að Vestmannaeyjakaupstaður leigi kvikmyndareksturinn í húsinu, enda veiti menntamálaráðuneyt ið undanþágu um, að reksturinn verði undanþeginn skemmtana- skatti. uðu að segja þjóð sinni og öll- um þjóðum, hver hann var í raun og sannleika. Þá loks og fyrr ekki virðist „öreigaforingj- arnir“ hafa sannfærzt um, að hinn tortryggni og grimmi andi einræðisherrans væri að fullu og öllu skroppinn úr skrokknum, svo að þangað ætti hann ekki afturkvæmt. Þá fyrst töldu þeir sig örugga fyrir honum í „full- komnasta lýðræðisríki veraldar" eins og þeir og Jrjónar þeirra kalla Sovétríkin jafnan. Veslings fólk. Við vottum því samúð okkar. Það hrekst fyrir stormum og straumum blekk- inga og lyga eins og rekaldið á hafinu fyrir stórviðrisstraumum og stórsjóum. Sighvatssyni bankastjóra. Mynd- ina gjörði Skúli Theódórsson Árnasonar járnsmiðs hér í bæ. Nýr bátur. 22. þ. m. bættist nýr bátur í Vestmannaeyjaflotann. Það er báturinn Stígandi VE 77. Eig- endur eru Gísli Þorsteinsson, Ágúst Matthíasson og Helgi Bergvinsson, sem verður skip- stjóri á bátnum. Stígandi er gjörður úr stáli, byggður í Þýzka landi, 73 smálestir að stærð og útbúinn öllum nýtýzku og full- komnustu siglingatækjum. Hann virðist allra vandaðasta skip. Angantýr Elíasson skipstjóri sigldi bátnum til landsins. Þá löngu leið frá Hamborg var bát- urinn aðeins 4 sólarhringa og 18 klukkustundir. Hann gekk til jafnaðar um ío mílur á klukku stund alla lieimleiðina. Blaðið óskar eigendunum til hamingju með J^etta nýja og glæsilega skip. Miklar vonir standa til að Jrað lánist vel í höndum Helga Bergvinssonar, svo gifturíkur skipstjóri hefur Helgi jafnan reynzt til Jressa. Ný Ijóöabók. Una Jónsdóttir, skáldkona, hefur sjálf gefið út ljóð sín. Bók in er 176 bls. að stærð og birtir á blöðum sínum fjölda af tæki- færiskveðskap höfundarins. Segja má með sanni, að Una Jónsdótt ir sé hagyrðingur aljrýðunnar í Eyjum. Hún virðist hafa yndi af að yrkja. Allur kveðskapur henn ar ber vott um hjartahlýja konu, sem öllum og öllu vill vel. Engin undur eru Jrað, Jró að kona á áttræðisaldri, sein lítillar eða engrar menntunar eða fræðslu hefur nokkru sinni not- ið, láti sér sjást yfir ýmsa liluti, senr gallar Jrykja í íslenzkri ljóða gerð. Við því er fátt að segja, Jregar allar aðstæður eru metn- ar og teknar til greina. Tvennt finn ég lielzt að Ijóðabók Unu. í fyrsta lagi hefði Jrurft að velja Jrað bezta úr kvæðunum og gefa J)að einungis út. í öðru lagi eru Jrað mikil lýti á bókinni, að þar virðast helzt engar prófarkir hafa verið lesnar. Kvæðabókin kostar kr. 60,00. Eg Jrekki Eyjabúa svo vel, að ég veit, að þeir muni kaupa ljóða- bók Unu Jónsdóttur sér til gam ans og henni til styrktar og gleði. Ef við getum ekki farið sjálf, skulum við senda börnin okkar heim til hennar að Sólbrekku með 60 krónur og kaupa ljóða- bókina. Þannig gleðjum við bezt gömlu konuna, sem hefur slitið kröftum sínurn hér langa ævi og virðist unna hér öllu lifandi og dauðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.