Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Síða 1

Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Síða 1
TJtgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja.. 19. árgangur. Vestmannaeyjum 11. apríl 1956. Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. 7. tölublað. Hervarnarmálin. Við Framsóknarmenn viSjum herinn burt úr iandinu. Öll íslenzka þjóðin veitti því athygli, live mikil breyting varð á samskiptum setuliðsins á Kefla víkurflugvelli og íslendinga, þeg ar Dr. Kristinn Guðmundsson, ráðherra, tók við ráherravaldi utanríkis- og varnarmálanna. Öll íslenzka þjóðin fagnaði þeirri miklu breytingu til batn- aðar, því að henni er það aug- ljóst mál, hve mikil hætta henni er búin af hersetunni. Það tók hinn nýja ráðlierra Framsóknarflokksins langan tínia að fá hin nýju reglugerðar- ákvæði um herliðið viðurkennd og staðfest þar sem dregið var úr samskiptum herliðsins við þjóð ina. Svo fast og virðulega stóð Dr. Kristinn ráðherra á málstað íslenzku þjóðarinnar, að nokkru síðar þótti hanni þess verður að skipa formánnssætið í Atlants- hafsbandalaginu. Síðasta flokksþing Framsókn- arflokksins gerði síðan gagnmerk ar ályktanir í hervarnarmálun- um. Þær ályktanir flokksþings- ins urðu síðan bakhjarl þeirra.á- lyktana, sem Framsóknarmenn báru fram á Alþingi nokkru síð ar. Alþingi samþykkti tillögur Framsóknarmanna gegn vilja Sjálfstæðismanna, sem vildu vísa málinu frá með rökstuddri dag- skrá. Við unum því vel, Framsókn- arntenn, að flokkurinn skuli nú skipa forustu í málum þessum og beita sér fyrir því, að herseta eigi sér ekki stað hér á friðartím- um. Það er ótrúlegt, en þó mun það satt vera, að yfirmenn Keflavíkurliðsins hafa dirfzt að minna okkur íslendinga á tekj- ur þær, sem þjóðarbúið hefur haft af hersetunni, þegar brott- flutningur hersins hefur verið færðnr í tal við þá. Þó verður ekki annað sagt, en að við höfum unnið til þeirrar smánar eins og liver annar, sem selur frumburð arré'.t sinn fyrir baunir og bola- spað. — Það er smán, að bjóða okkur íslendingum pening^ fyr ir þjóðleg verðmæti? Ennþá ves- alli erum við íslendingar, ef við þiggjum slíkar fémútur. Án móðurmálsins og annarra þjóð- legra verðmæta erum við íslend ingar ekkert og verðum ekkert, nema úrkynjaðir brauðþrælar. í ýmsu tilliti hefur hersetan hér skaðað íslenzku þjóðina. Öllum má ljós vera sú mikla hætta, sem þjóðerninu stafar af hersetunni á fjölbyggðasta svæði landsins. Hin spillandi þjóðern- isáhrif hersetunnar marka .þegar spor, sem erfitt verður að afmá. Flestum íslendingum hlýtur að vera það ljóst, að stefna hinna ráðandi manna í Reykjavík, þar sem milliliðastéttin r'æður lög- um og loium, hefur um langt skeið verið sú, að ná undirtök- unum á fjármagni þjóðarinnar og Iánsstofnunum og veita síðan fjármagninu að miklu leyti í fyr irtæki í Reykjavík og nágrenni. Þessi óheillastefna hefur m. a. haft mjög skaðleg áhrif um allt jafnvægi í byggð landsins. Fólk- ið eltir ljármagnið. Þar sem það er, þar er atvinnuvon. Þessi stað reynd veldur því, að margar sveitir landsins tæmast svo að segja af fólki, sem flytur til Reykjavíkur eða annarra Faxa- flóahafna. Allt þetta óheillaá- stand og jafnvægisleysi eykur gróðavon milliliðastéttarinnar og fjárbral lsmannanna. Gróða- hyggjan og hin miskunnarlausa eigingirni metur lítils þjóðarhag, el peningavonin er annars vegar. Það fjármagn, sem hersetan hefur haft í för með sér, hefur aukið tilflutning fólksins og glundroðann, sem ríkir í byggð og atvinnulífi þjóðarinnar. Þetta bandaríska fjármagn hefur lagzt á eitt með innlenda fjánnagninu og sogað fólkið til sín á suðvest urkjálka landsins, svo að til auðn ar horfir víða í hinum dreifðu byggðuni. Stefnurnar í landvarnarmálun um virðast nú þrjár í landinu. Sú ályktun, sem Alþingi sam- þykkti nýlega fyrir atbeina Framsóknar- og Alþýðuflokks- manna lýsir vel stefnu þeirra í utanríkis- og landvarnarmálun- um. Hún var á þessa leið: „Alþingi ályktar að lýsa yfir: Stefna Islands i utanríkisrnál um verði hér eftir sem hingað lil við það miðuð að tryggja sjálf stœði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og að íslendingar eigi sam stöðu um öryggismál við ná- grannaþjóðir sinar, m. a. með samstarfi i Atlantshafsbandalag- inu. Með liliðsjón af breyttum viðhorfum siðan varnarsamning urinn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartimum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin uþþ, rneð það fyrir augum, að íslendingar annist sjálfir gæzlit og viðhald varnar- mannvirkja — þó ekki hernaðar störf — og að herinn hverfi úr landi. Fáist ekki sarnkomulag um þessa breylingu, Verði rnálinu fylgt eftir með uþj)sögn samkv. 7. gr. samningsins“. Þessari ályktun vildu sem sagt Sjálfstæðismenn vísa frá með rökstuddri dagskrá. Rök- studda dagskráin var felld með 31 atkv. gegn 18. Kommúnistar, þjóðvarnarmenn og Hannibal- Valdimarsson lýstu yfir því á Al- þingi, að þeir vildu enga sam- stöðu um öryggismál þjóðarinn ar við nágrannaþjóðirnar og ekkert samstarf við Atlantshafs- ríkin, og báru þeir fram tillögu þess efnis. Sú tillaga var felld með 39 atkvæðum gegn 10. Þessi þrífótur lýsti því þannig yfir, að þeir vildu íslenzku þjóðina varn arlausa að öllu leyti og einangr- aða frá nágrannaþjóðum sínum, sem eru í Atlantshafsbandalag- inu. Okkur Framsóknai'mönnum er það óblandið gleðiefni, að flokk urinn hefur tekið að sér forustu um að losa þjóðina við herset- una og áhrifin af liennar völd- um. Við vitum, að þorri alþýðu manna muni vilja styðja flokk- inn og efla hann til þeirra gjörða. Mjólkurmálin. Þegar núverandi meirihluti bæjarstjórnar var myndaður, var það eitt af hinum aðkallandi nauðsynjamálum, að koma betia skipulagi á mjólkurflutningana til bæjarins og tryggja bæjarbú- um óskemmdar mjólkurafurðir til neyzlu. Við raman reip var að di'aga. Öfl hér heirna í Eyjum, sem nutu styrktar í Reykjavík, unnu á móti hagsmunum og heilbrigði Eyjabúa um þetta mál., því að ný skipan þeirra hlaut að grípa inn í hagsmunavonir eða metn- aðannál einstaklings eða ein- staklinga. Þessi átök fengu þó þann endi, að Mjólkui'samsalan í Reykjavík tók að sér að sjá Eyjabúum fyrir góð'um mjólkurafurðum og hafa þær hér á boðstólum. Ilins veg- ar tók bæjai'stjórn á sig skuld- bindingu um að sjá til þess að mjólkurafurðirnar yrðu fluttar fiá Þorlákshöfn til Eyja sex daga vikunnar. Það skyldi vera ti'ygg ing fyrir nægum og góðum mjólk urafurðum á markaðnum hér í bænum. • Með hliðsjón af þessum skuld bindingum samdi bæjai'stjórn við sérstakan skipstjóra í bænum um 6 ferðir á viku milli Þorláks hafnar og Eyja og gekk bæjar- sjóður jafnframt í ábyxgð fyrir láni til handa skipstjóranum, svo að hann gæti fest sér bát til þessara ferða. Jafnframt var ró- ið að því öllum árum að fá ríf- legt ríkisframlag til styrktar þessum Þorlákshafnarferðum ár- ið utíi kring, þegar sjóveður ekki hamlaði. Svo hófust þá Þorláks- hafnarferðirnar samkv. áætlun. Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.