Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Framsóknar- blaðið RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON AFGREIÐSLU ANNAST: SVEINN GUÐMUNDSSON. GJALDKERI BLAÐSINS: SIGURGEIR KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGAR ANNAST: SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. Þriðju hamskiplin. Þau undur hafa gerzt á sein- ustu og verstu tímum, að verið er að afmá Sameiningarflokk al- þýðu — Sósíalistaflokkinn. Að- eins minnin um „afrekin" munu lifa. Þetta eru þriðju hamskipti ís- lenzkra kommúnista á þeim 25 árum, sem liðin eru síðan þeir hættu að vera í Alþýðuflokkn- um íslenzka. Fyrst hét flokkur- inn Konnnúnistaflokkur ís- lands. Nafnið var illa séð hjá hinni víðsýnu alþýðu íslenzku þjóðarinnar. Þá var breytt um nafn, og númer liulin, kommún ismanum afneitað. Þjóðsögurnar okkar fullyrða, að það ráð hafi jafnan reynzt bezt til þess að ganga úr skugga um, hvort barn væri umskipt- ingur, ef grunur lék á því, að kvelja barnið svo, að það æpti hástöfum. Átti þá huldukonan að koma aftur með hið mennska barn og skila því, taka aftur sitt eigið barn og firra það þannig hinni illu meðferð. Þetta ráð tóku landsblöðin upp, er kommúnistar afneituðu eðli sínu með fyrri nafnbreyting unni. Tóku þá blöðin lil að æpa að Rússum og nudda á þá alls kyns ósóma. Og sjá, eðlið sagði til sín og tilfinningar hinna huldu hollvina létu þegar. á sér bæra. Lærisveinar Stalíns sálaða gátu ekki lieyrt og vitað honum halimælt án þess að taka svari hans. Eftir það gátu þeir ekki farið dult með það, að þeir voru hinir sönnu tilbeiðendur Stalínismans, enda þótt þeir reyndu að dylja sig með nýju flokksnafni. Þegar þessir atburðir gerðust, hömruðu þessir sömu menn á því, að Alþýðusamband íslands ætti ekki að vera pólitískt held- ur einvörðungu ópólitísk hags- munasamtök verkamanna, sjó- ANNÁLL. Skipakaup. í s. 1. viku hélt skipakaupa- nefnd bæjarins fund. Fyrir þess- um fundi lá tilboð um skip og teikningar. Bænum er boðið til kaups um 400 smálesta skip í Bergen. Það heitir „Kvinnsher- ad“ og er byggt 1950. Gang- liraði skal vera 14 mílur. Skip- ið létu Norðmenn byggja til strandsiglinga innan skerjagarðs ins og utan eftir ástæðum. Svo virðist sem skipið sé þannig byggt og gert, að henta myndi vel okkur Eyjaverjum til fyrir- hugaðra ferða. Skipakaupanefnd samþykkti að senda Pál Þor- bjarnarson fyrrverandi skipstj. til Bergen til að skoða skipið og afla sér þekkingar á því. En með Páli fer skipaeftirlitsmaður inn Erlingur Þorkelsson, skipa- verkfræðingur. Dalabúið. Fyrir síðasta bæjarstjrónar- fundi lá skýrsla fiá bústjóra Dalabúsins, kúabús bæjarins, fyr ir árið 1955. Samkvæmt skýrslunni nam heildarmjólkurmagn í búinu s. 1. ár 127000 lítrum. Þetta ár voru 57 mjólkandi kýr í búinu, en um s. 1. áramót voru þar 50 mjólk- andi kýr. Hæsta ársnyt samkv- skýrslunni er 4410 lítrar. Þá af- burða góðu mjólkurkú kvað bú- ið sjálft hafa alið upp. Bústjóri telur öruggt, að fóð- urbirgðir búsins endist bústofn- manna og annarra alþýðustétta- manna í þjóðfélaginu. Allir tóku undir þessi hróp. í krafti þessa almenna álits var tekið að þvinga menn og konur inn í þessi hags- munasamtök alþýðunnar, svo að hinir tregu stæðu þar við hlið stéttarbræðra sinna og systra í baráttunni fyrir betri kjörum og auknum skilyrðum til mann sæmandi lífskjara. Þetta var sjálf sagt og ágætt. En Iivað skeður nú? Þegar þessir sömu menn þykjast hafa búið nógu tryggi- lega um sig í valdastólum Al- þýðusambands íslands, gera þeir sambandið að pólitískum flokki. Hinum róttækustu verkalýðs- sinnum úti um allt land ofbýður svo þetta cfbeldi og gjörræði, að mótmælum rignir yfir vald- hafa Alþýðusambandsins og for ustulið hins nýja flokks. Hér er blátt áfram svikizt aftan að öll- um þorra alþýðu manna, sem ekk ert vill með kommúnisma liafa og aldrei hefur beygt sig fyrir Stalínisma eða aðhyllzt rússnesk an áróður. inum nægilega langt fram á vor- I ið, ef að vanda lætur um veður- far, vorhlýindi og gróður. Öllum ráðandi mönnum bæjarins ber saman um það, að Guðjón bú- stjóri reki búið af myndarskap og hagsýni og afkoma þess fari batnandi, m. a. vegna bætts bú- stofns. Mjólkurafurðir búsins hafa ávallt þótt lireinlegar og góðar, síðan Guðjón tók þar við stjórn. Sparisjóður Vestmannaeyja. 3. þ. m. tók Sparisjóður Vest- mannaeyja til starfa í nýju hús- næði, sem liann hefur tekið á leigu af mjólkursamsölunni í Reykjavík í húsi hennar hér að V'’estmannabraut 38. Er húsnæði þetta hið vistlegasta í alla staði og hið traustasta gegn eldsvoða og öðrum skaðsemdarhættum. Hafa þá báðar peninga- og láns- stofnanir bæjarins fengið ný, traust og vistleg húsakynni. Þeim var báðum mikil þörf á því. Framboð. Það er fullyrt, að í kosninga- samningi þeim, sem Framsóknar flokkurinn og Alþýðuflokkurinn Framhald á 4. síðu. Otölumerkt hús. , Þau eru mörg hér í bænum. Eru að því talsverð óþægindi, einkum fyrir þá, sem lítt eru kunnugir og í sumum tilfellum tafir, þegar ákveðin hús þarf að finna. Eg hef síðan í liaust átt erindi víðsvegar um bæinn og oft hef ég þurft að ónáða fólk til þess að spyrja til vega. Eg var ókunnugur, þegar ég hóf )>ct, a starf, og Ijúft er mér að þakka þeim mörgu, sem hafa leiðbeint mér og fúslega leyst úr spurn- ingum mínum. Án þeirrar ágætu aðstoðar hefði mér einatt orðið torvelt. að finna þau hús eða þá menn, sem ég hef þurft að heim- sækja. Við sumar göturnar er því nær hvert hús tölumerkt. Við aðrar eru fjölmörg hús hvert við.ann- að ómerkt að öllu leyti. Sumstað ar vantar líka spjöld með götu- nöfnurn, þar sem þeirra er þó full þörf. Þetta er nú smávægilegt mál og mun ef til vill ékki þykja um- ræðuvert, enda mun það vera aðeins af framkvæmdaleysi þeirra, sem hlut eiga að máli, því að ekki getur kostað mikið að koma þeii'ri sjálfsögðu endur bót í verk. E. S. Mjólkur- mállfl. Framhald af 1. siðu. Allt virtist þetta leika í lyndi. Eyjabúar voru í þeim sjöunda yfir þessum afburðagóðu mjólk- urafurðum, sem hingað fluttust daglega 6 daga vikunnar. Svo tók að syrta í álinn. Ekki reyndist unnt að fá efndir á samninginn um hinar 6 viku- legu ferðir. Þær fóru að verða 5 og síðan aðeins 4. í s. 1. viku urðu, þær aðeins 3, þrátt fyrir góð sjóveður. Þessi afturkippur veldur því m. a., að hér skortir mjólk, skyr og rjóma á stundum, til mikils óhagræðis Eyjabúum og til ama og leiðinda hinum ráðandi mönnum bæjarins, sem allt vildu bezt gera í þessum efn um. Hræðslan við mjólkurskort- inn skapar síðan kapphlaupið um mjólkina, sem birtist manni í hinum löngu biðröðum. Þær eru bænum til háðungar og skannnar, og þær verðum við að afmá strax. Með ýmsu móti má það gerast. En fyrsta skilyrðið til útrýmingar þeirn verður það, að ná mjólkinni til bæjarins dag lega, sex daga vikunnar. í öðru lagi þarf að opna mjólkurbúð- irnar kl. 8 að morgni eins og í Reykjavík. í þriðja lagi þarf að vinda að því bráðan bug að opna mjólkurbúð í Vesturbæn- um. Því hefir Mjólkursamsalan heitið okkur, og sótti hún um fjárfestingarleyfi í því skyni að byggja þar búð. Þeirri beiðni var synjað í fyrstu. En nú er mér tjáð, að leyytið sé fengið. Mjólk ursamsalan mun því byggja búð ina svo fljótt sem við getum tryggt okkur aftur daglega mjólk urflutninga frá Þorlákshöfn, því að það telur Mjólkursamsalan fyrsta skilyrðið til þess að hún geti tryggt Eyjabúum eingöngu næga og góða vöru. Ekkert ann að vill hún selja hér. Eg held ég verði að fullyrða að við Eyverjar höfurn einhvern tíma velt þyngra hlassi en því, að koma nú aftur góðu og traustu skipulagi á mjólkurflutningana. Þetta sleifarlag er aðeins stundar fyrirbrigði. Ef til vill verður bæjarsjóður að fórna einhverju til þess að koma þessu máli á hagkvæman og heilbrigðan grundvöll aftur. Nú, þá er að gera það. Þetta mál er hið mik- ilvægasta. Það varðar heilsu og heilbrigði alls þorra Eyjabúa, og sem betur fer hefur bæjarsjóður nú nóg efni til þess að fórna fé, þegar heilbrigði og hamingja Eyjabúa er í hættu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.