Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 11.04.1956, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ ANNÁLL. I4allur á ‘Uorni Framhald af 2. síðu. hafa nú gjört með sér, leynist þau ákvæði, að hér skuli fara fram fulltrúi frá Alþýðuflokkn- um við þingkosningarnar. Ekki er enn vitað, liver það verður. í tilefni af þessari ákvörðun væri ekki úr vegi að minna Al- þýðuflokksmenn hér á, að mál mun nú komið, að þeir dragi af sér slenið og taki nú til að gefa út blað sitt og vinna að öðru leyti að undirbúningi kosning- anna. Þó að vertíð standi nú yf- ir, á Alþýðuflokkurinn nógu liði á að skipa til blaðstarfa, ef vilji er með í verki og manntak í fararbroddi. Vandi fylgir veg- semd hverri, og vildum við nú óska þess, Framsóknarmenn, að Alþýðuflokksmenn hér reyndust sínum vanda vaxnir um for- ustu í kosningabaráttunni. Þeirra e-r nú dýrðin og þeirra er nú sigurinn, ef hann vinnst, sem enginn má örvænta um fyrir- fram. Nýtt tímarit. Jónas St. Lúðvíksson er ötull í útgáfustarfi sínu. Nú hefur hann nýlega sent á markaðinn nýtt tímarit, sem hann nefnir: S. O. S. og flytur sannar frásagn ir af slysum og svaðilförum. í þessu fyrsta hefti ritsins birtist löng grein um þýzka stórskipið „Wilhelm Gustloff,“ þegar því var sökkt á stríðsárunum. Önnur grein í heftinu fjallar um skipið „Repulse", þegar því var sökkt. Fyrri greinina þýðir Haraldur Guðnason, bókavörð- ur, en Einar H. Eiríksson þá síðari. Þá ritar Árni Árnason símrit- ari grein í heftið um það, þegar vélbáturinn Sigríður fórst 1928 og Jón Vigfússon kleif Ofanleitis liamarinn til þess að bjarga sér og skipshöfninni." Ný röntgentæki. Keypt hafa verið ný röntgen- tæki handa Sjúkrahúsinu, og eru þau komin hingað til Eyja. Þau eru fullkomin eins og þau ger- ast nú bezt við stærstu sjúkrahús in hér á landi. Kaupverðið er inikið á 2. hundrað þúsund kr.. Nokkurn hluta af andvirði tækj anna greiða Krabbameinsfélagið og Rauða-kross-deildin hér. Loftleiðir h. f. Extrablaðið í Kaupmanna- höfn birti 17. þ. m. eftirfarandi grein undir fyrirsögninni Ný stjórn hjá Loftleiðum. Breyting hefur orðið kyrrlát- Já, skrifaðu, segir hann. HaM hungrar og þyrstir eftir línum frá þér, segir liann. — Jú, það skal ritstjórinn vita, að nóg á ég til. Margt hér í bæ vekur at- hygli mína. Og pólitískur áhugi okkar Framsóknarmanna í sveit unum dvínar ekki, þotr, við dveljumst hér í Eyjum á vertíð. Enda lítil ástæða til þess, þar sem flokksbræður okkar liér eru virkir og áhugasamir þátttakend ur í framfarastarfinu mikla, sem á sér stað í þessu gréskumikla bæjarfélagi. Um það allt skrifa ég ef til vill síðar. Eg var líka hér á vertíð í fyrra og í hittiðfyrra En þá kom lega á stjórn hinnar dönsku deildar Loftleiða. J. Höberg Petersen, verkfræðingur, hefur sleppt stjórnartaumunum, og mun hann eftirleiðis einbeita orku sinni að rekstri kvikmynda- hússins Atlantíc Bio, en sölustjór inn H. Davids Thomsen, hefur verið skipaður framkvæmda- stjóri, og tveir menn, sem einnig hafa starfað hjá SAS, Sylvest Johansen og Henning Hansen liafa tekið við forystu í sölu- skrifstofunni á Vesturbrúargötu og úti á Kastrupflugvelli. Einkaritari Davids Thomsens var einnig í SAS, svo að segja má, að fyrrverandi starfsmenn SAS setji svip sinn á deild Loft- leiða í Kaupmannahöfn — og verður það trúlega til þess að lierða samkeppni Loftleiða við SAS hér á Norðurlöndum. Tvö nómskeið. Samvinnuskólinn mun í maí- mánuði n. k. lialda tvö námskeið í nútíma verzlunarrekstri og skrifstofuhaldi, og eru námskeið in ætluð starfsfólki samvinnufé- laganna um land allt. Námskeið in munu standa í viku livort og verða haldin í Bifröst í Borgar- firði. Fyrra námskeiðið, sem haldið verður 6.—12. maí, verður fyrir búðarfólk, og hið síðara, lialdið 13. til 19. maí, verður fyrir skrif stofufólk. Verður kennt með fyrirlestrum, myndræmum, kvik myndum og notuð kennsluverzl un, sem verið er að koma fyrir í skólanum. Munu hinir færustu sérfræð- ingar verða fengnir til að kenna á námskeiðunum. Ætlunin er, að slík námskeið fyrir starfsfólk og trúnaðarmenn samvinnufélaganna verði í fram ég seint í verið og varð þannig Sigmundur seint í ver, eins og karlinn sá var kal’aður, vegna þess hversu hann kom jafnan s< int í verið. En í hittiðfyrra fóru einmirt fiam bæjarstjrónarkosningar hér í Eyjum. Þá var ég ekki kominn sem sé. En ég frétti allt um rauðvínsb.'linn, og hinn skel- egga styrk, sem miðstjórnarmað- utinn veiui þá þjóðvarnarmann inum til ]:ess að Hrólfur gæti hnekkt sem mest fulltrúum f >'amsóknaríl okksins hér. Nú les ég í heimilistíðindum frétta- ritara flokksblaðsins okkar, að hann vinnur orðið íyrir komm- únistana að þessu sinni. Nú er tíðinni fastur liður í starfsemi Samvinnuskólans, og að þar verði jafnan kostur að kynnast nýjungum og nýjustu tækni í verzlun og viðskiptum. Kostnaður við námskeiðin verður 700 krónur fyrir viku dvöl, uppihald og námsgjald. Fræðsludeild S. í. S. veitir allar upplýsingar um námskeiðin. Vigi á fiski. (Heimild: Helgi Benónýsson). Samkvæmt vigtarsýnishorn- hafa eftirtaldar fisktegundir létzt við aðgerð samkvæmt eftir farandi tölum í fyrri og síðari hluta marz: (Tölurnar sýna vigt fisksins í prósentum óhausaðan og slægð an miðað við vigt upp úr sjó). Frá 1. til 15. marz: LÍNA: Þorskur ............. 79>7°8 Langa ............... 82,570 Ýsa ................. 82,500 Keila ............... 90.769 Lúða ................ 94.667 Steinbítur ......... 90,000 Skata, stór ......... 46,957 Skata, smá .......... 50,000 Ufsi ................ 81,370 NETAFISKUR: Þorskur ............. 73.624 FÆRAFISKUR: Þorskur ............. 71,809 Frá 16. til 31. marz: NETAFISKUR: Þorskur ............ 75,136 Ufsi ............... 79,393 Ýsa ................ 82,500 Langa ............. 83,333 FÆRAFISKUR: Þorskur ............. 72-589 það Karl Guðjónsson, sem skal auðsjáanlega fá not af rauðvíns- búnum. Hverja hólgreinina eft ir aðra birtii nú fréttaritari T'm ans hér um kommúnistann Karl Guðjónsson. Hann skal efldur til að linekkja nú sem mest kosningasamvinnu Fram- soknarflokksins og ALþýðuflokks ins. Og þetta er fréttaritari 1 ím ans, sem þannig leikur tveim skjöldum eins og jafnan fyrri daginn. Það er rétt, sem þessi fréttarit ari Tímans hefur sagt sjálfur 11 m stn eigin skrif, að þau hafa á- lmí. En hvar koma áhrifin helzt mður? Þau bitna mest á honum sjalfum. Hann sendir okkur rramsóknaimönnum úti á landi heimilistíðindin sín. Þau hafa sannfært okkur um, að topp skrúfa ritstjórans niuni vera tek- in að losna. Þess vegna var liann t. d. alls ekki endurltosinn í miðstjórnina. Það skrifar faðir minn mér, sem var þar, að rir- stjórinn hafi ekki komið til mála í miðstjórn flokksins oftar vegna skrifa sinna og svika við flokkinn. Já, nú styður hann Kaii við kosningarnar. Mikill sómi er^ flokksblaðinu okkar að þvílík- um fréttaritara! Þetta var nú þá lielzt það. sem ég var að velta fyrir mér eina nóttina, er ég var að firra nokkra þorsktitti innyflunum rétt eins og kommúnistar hinn algóða Stalíns eftir fráfall lians. Gagnfræðaskólinn. Nú er afráðið, að vorpróf hefjist í CTagnfræðaskólanum mánudaginn 23. þ- m.. Lands- prófin hefjast 14. maí. Nemend um landsprófsdeildar, sem eru 10, verður kennt fram að næstu mánaðamótum. Þá fá þeir upp- lestrarhlé í 13 daga eða svo, áð- ur en prófin hefjast. Dónardægu7 og grefiranir. 2. þ. m. drukknaði hér í höfn inni Jón Bjartmar Sigurgeirsson frá Gilsárteigi í Borgarfirði eystra. Hann var sjómaður á bátnum Gjafari. — 6. þ. m. var jarðsett frú Guðný Einarsdóttir að Arnarhóli hér, kona Gísla Jónssonar fyrrv. útgerðarmanns. Aðfaranótt 9. þ. m. andaðist í sjúkrahúsinu hér Ólafur Ól- afsson kaupmaður. Merkisafmæli. Torfi Jóhannsson bæjarfógeti átti fimmtugsafmæli laugardag inn 7. þ. m.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.