Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.04.1956, Síða 1

Framsóknarblaðið - 25.04.1956, Síða 1
Utgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyia.' Vestmannaeyjum 25. april 1956 19. argangur. Málgagn Framsóknar- og samvinnu. manna í Vestmannaeyjmn. V a r ú ð . Þegar maður veitir eftirtekt þeim mikla fjölda barna og ung- linga, sem sækir skólana hér í Vestmannaeyjum dag hvern, vakna margskonar hugsanir og spurningar, senr vandi er að svara. Vel er að þessum æskulýð bú- ið. Skólahúsin hlý og rúmgóð, glæsilegar byggingar að sjá, og kennaraliðið fjölmennt og án efa starfi sínu vaxið, enda þarf þar að vera valinn maður í hverju rúmi, því að mjög er vandfarið með þessar viðkvæmu sálir. Mér sýnist svo mörg óheilla- öfl toga í þetta elskulega fólk, svo að mjög kröftuglega þurfi að hamla á móti, ef vel á að fara. Það er sorglegt, hvað við eldra fólkið höfum margt ljótt og skað legt fyrir þessum æskidýð. Hann sér til okkar hina óhóflegu tób- aksnautn og víndrykkju og alla þá fylgihnetti, sem kringum þær nautnir snúast. Æskidýðn- um eru sýndar kvikmyndir, sem eru mjög misjafnar að gæðum og tæplega til þess fallnar, a. m. k. flestar, að hafa göfgandi áhrif á lítt mótaðar sálir. Alls staðar eru fullar búðir af sælgæti, sem svo er nefnt. Það er keypt og not að, stundum í óhófi, engum til góðs né gagns, — miklu heldur hið gagnstæða. Með þessu er sáð því illgresissæði, sem mjög mikil hætta er á, að í sumum, og e. t. v. mörgum tilvikum, kefji þann nytjagróður, sem skólarnir og aðrir, sem annast uppeldi, eru að leitast við að gróðursetja. Flestum hugsandi mönnum er það ljóst, að hér er hætta á ferð- um, og margt er rætt og rilað um skaðsemi þess, sem hér lief- ur verið rninnzt á. En það eitt dugar ekki. Þó að orðin að sönnu liggi til alls fyrst, eru þau ekki einhlít. Sjón er jafnan sögu ríkari. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ stendur einhvers staðar. — Hvergi ber að hafa eins ná- kvæma aðgát, eins og í nærveru barna og ungmenna. Það er ótví ræð skylda hvers lieilbrigðs manns að hafa fullkomna gát á orðum sínum og verkum, þegar börn eða aðrar veiklyndar sálir eru í nálægð. Þeir, sem ráðin og völdin liafa, eiga að fjarlægja hætturnar og reyna að veikja þau illu öfl, sem svo víða eru að verki, til tjóns og háska. Það er hryggilegt, að óþrosk- uð og ómótuð ungmenni skuli sjá loreldra sína eða aðra, sem þeim þykir vænt um, sípúandi tóbaksreyk, og við ýmis tækifæri að meira eða rninna leyti undir áhrifum áfengis. Hver áhrif slík sjón hefur eða getur haft, er óút reiknanlegt, — en hættan, sem því fylgir, er alvarleg. Á flestum samkomum eru drykkjulæti svo áberandi, að til skannnar er og' skaða. Sumum þessara samkvæma stjórna „f/n- ir menn“, menn, sem vilja telj- ast fyrirmynd annarra; jafnvel leiðtogar eða leiðsögumenn þeirra, sem vanþroska eru. Gera menn sér ljóst, hve ábyrgðin er þung, þegar um þessa hluti er íð ræða. Eg held ekki. Því miður er svo lítið gert til þess að glæða ábyrgðartilfinninguna hjá eldri og yngri. Þar af leiðir svo margs konar rotnun í lífi manna og samvizkum þeirra í milli. Það er vísindalega sannað, að tóbaksreykingar eru heilsuspill andi, að vindlingurinn er braut- ryðjandi háskalegra kvilla, sem fer hraðvaxandi og veldur mörg um langvarandi þjáningum og að lykturn aldurtila. Allir vita, hvert tjón hlýzt oft og mörgum sinnum af áfengis- neyzlu, að hún veldur heilsu- tjóni, slysum og margskonar öðr um óhöppum, sem engin tök eru á að telja í tölum eða krónum Um þetta eru flestir sammála, enda þótt sannan vilja vanti til að stinga við fótum. Þó eru til menn, sem hefur tekizt að hætta við tóbaks- og vínnautn, þó að þeir um stund hafi átt samleið með þessum illgoðum. Eg hef stundum átt þess kost að ræða við menn um þessi mál, og hefur í þeiin efnum hver sína sögu að segja. Sumum hefur tek izt að vinna bug á veikleikanum, — einatt eftir marg-endurtekna ósigra. Öðrum hefur tekizt þetta miður, þó að reynt hafi, og telja þeir litlar líkur til, að þeim tak- ist að breyta um stefnu. Sumir þeirra viðurkenna, hversu þessi veikleiki þeirra sé voðalegur, og þeir telja sig ekki liafa þrek til að standa móti, ef fyrri félági býður þeim flöskuna. Þá er í- löngunin vakin, góður ásetning- ur að engu gerður, síðara ástand ið engu betra en hið fyrra. Þann. ig verða oft óprúttnir sérgæðing ar til þess að draga út á óheiha- braut bæði óreynda unglinga og þá, senr eru að reyna að breyta um til bættrar lífsstefnu. „Vei þeim, sem hneykslunum veldur. Betra væri þeim að vera sökkt í sjó með stein um hálsinn en að hann hneyksli einn af smælingj- únum“. Þetta er nokkuð þungur áfell- isdómur yfir þeim, sem hafa ó- knytti í frammi eða óholla siði fyrir þeim, sem lítt þroskaðir eru eða styrkir. Fáum mun þykja gott bragð- ið, þegar þeir í fyrsta sinn bragða vín eða tóbak. Einhver ævintýralöngun eða hermihneigð veldur því, að rnenn taka til að byrja á þessu smám saman, sem verður síðan að skaðræðisvana, sem erfitt er að losna við. Tak þú aldrei fyrsta staupið né fyrsta vindlinginn. Þessi orð vildi ég að liver fulltíðamaður léti jafnan frá sér heyrast í ná- vist ungmenna og léti jafnframt sjá, að hugur fylgir máli. Eg vildi, að þessi orð væru logarún- um rituð á hverju götuhorni og á hverjum þeim stað, þar sem menn koma saraan, og að þau mættu brennast óafmáanlegu letri inn í huga hvers ungmenn- is. í upphafi þessa greinarkorns minntist ég á skólaæsktina. Síð- ast læt ég fylgja ljóðlínur, sem þjóðskáldið kvað til skólaæsku sinnar samtíðar. Margt er að lcera, Ijúfu menntavinir, en listin ccðsta er pó að verða menn, sem reynast sinnar pjóðar heilla hlynir, pvi harðar skúrir biða Snce- lands enn. Gott er að fljúga, vinna veröld liálfa og verða mikill, hver i sinni byggð. En rnest er vert að sigra vel sig sjálfa i sannri vizku, félagsskap og dyggð. M.J. Guð blessi œskulýð íslands i námi og starfi og forði honurn frá glapstigum og gerningahrið- um. Einar Sigurfinnsson. Ársrit Gagnfræðaskólans kem ur úfr innan skamms. Við, sem stöndum að útgáfu Bliks, ársriti Gagnfræðaskólans, gerum okkur miklar vonir um, að Eyjabúum falli vel í geð ritið okkar nú eins og jafnan áður. Að Jressu sinni hefst ritið á því, að minnzt er heimsóknar forsetahjónanna til Vestmanna- eyja í fyrra sumar. í ritinu ertt myndir af forsetahjónunum og af móttökum þeirra hér í Eyjum. Það er okkur ánægjuefni að geta nú birt Eyjabúum hina stór rnerku grein séra Jes A. Gíslason ar um kirkjurnar í Vestmanna- eyjurn frá kristnitöku til okkar daga. Þá er í ritinu grein um Jón Jónsson bónda í Gvendar- luisi og heilsíðumynd af lionum. Þar eru skráð nokkur hnyttin yrði eftir hann og meinleg til- svör, ekki alveg græskulaus. Að þessu sinni birtum við f ritinu nokkur gömul skjöl. Við birtum beiðni Eyjabúa til kon- ungs um 70 byssur og fylgifé til stofnunar herdeildar hér í Eyj- um. Sú beiðni var 100 ára á s. 1. ári. Einnig birtist þarna reglu- Framhald á 2. siðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.