Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 1
Útgef andi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja, 19. árgangur. Vestmannaeyjura 9. maí 1956. Málg agn Framsóknar- og samvinnu manjha í Vestmannaeyjum. 9. tölublað. ¦gS Sfjórnmálayíirfýsing og stefnuskrá. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinp. hafa birt þjóðinni bæði stjórnmálayfirlýsingu og stefnuskrá. Hvorttveggja hefur vak- ið mikla athygli og er ekki annað sýnni, en að stjórnmálasamtök þessara lýðræðisflokka í landinu muni marka nýtt heillaspor í sögu þjóðarinnar og verða einhver allra merkasti stjórnmálaviðburður seinni ára. Framsóknarblaðið birtir hér nokkra kafla úr stjórnmálayfirlýs- mgu þessari og stefnuskrá. Mikill vandi steðjar nú að ís- lenzku þjóðinni. Höfuðatvinnuvegum lands- manna er haldið uppi með bein- um styrkjum af opinberu fé og gífurlegu álagi á neyzluvörur al- mennings. Þjóðin býr við römmustu gjaldeyrishöft, þótt frelsi sé í orði. Skortur á gjaldeyri til kaupa á brýnustu nauðsynjum. Innflutningi hefur að veru- légu leyti verið haldið uppi með gjaldeyrislántökum. Þrátt fyrir vaxandi fram- leiðslu, greiða sölu útflutnings- afurða og miklar gjaldeyristeki: ur. vegna varnarliðsframkvæmda, safnar þjóðin nú hraðvaxandi skuldum erlendis. Sparnaður fer þverrandi, en lánsfjárskortur vex óðum og stefnir í bráða hættu nauðsynlegustu framkvæmdum". Enn býr fjöldi fólks yið óhæf húsnæði pg okurleigu, en gróða braíl með húsnæði, þ, á. m. ný- byggingar fcí sfvaxandi. Jiauphækkanir launastétta verða að lithi eða engu vegna. verðhækkana. En milliliðir og margskonar braskarar safna of fiár í skjóli hins sjúka fjárhags- kerfis. Við þetta allt saman bætist, að framundan eru verðhækkanh innanlands, sem auka munu framfærslu- og framleiðslukostn- að, svo að enn stefnir að beinni stöðvun framleiðslunnar. Meginorsök þess, að þannig er komið, er, að ekki hefur verið hægt að stjórna landinu án þátt- töku annað hvort íhaldsafla eða kommúnista. Þótt lýðræðissinn- aðir umbótamenn hafi haft kjör fylgi til þess að mynda samhent- l an meirihluta á Alþingi, hefur sundrung þeirra við framboð tryggt öfgaflokkum úrslitaáhrif á stjórnarfarið. Nú verður að brjóta blað í ís- lenzkum stjórnmálum. Ef ekki verður gripið fast í taumana, mun skapast algjört öngþveiti í efnahags og fjármálalífi þjóðar- innar. Af því hlytist stöðvun framkvæmda, atvinnuleysi og upplausn, sem reynast myndi gróðamönnum og einræðissinn- um hinn bezti jarðvegur fyrir stefnu sína. Þess vegna ber nt\ hrýna nauð syn til þess, að tekin sé upp ný stefna i efnahagsmálum þjóðar- innar. Um hana eiga allir frjáls- lyndir umbótamenn að samein- ast. Allar vinnustéttir, hvciri: *em. þær starfa 3 landi eða við sjó, í baa eða sveit, eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þær eru mik ill meirihluti þjóðarinnar. Ef þær sameinast, er það tryggt, að þjóðmálunum verður stýrt í þágu þeirra. Kjarni þeirrar viðreisnar- stefnu, sem nú er nauðsynleg, hlýtur að vera þessi: Brjóta verður á bak aftur vald millilida og gróðastétta^ Tryggja verður öilu vinnandi fálki fullan afrakstur þess, sem það skapar með vinnu sinni. Fá verðui framleiðslustéttun- um örugga aðstöðu lil þess að ganga úr skugga um, að þær fdi sannvirði þess, sem þcer afla. Málefnasamningur. Með hliðsjóri af þessum stað- reyndum hafa Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn komið sér saman um eftirfarandi málefnasamning og ákveðið að efna til algers kosningabandalags í öllum kjördæmum til þess að tryggja meirihluta á Alþingi fyr- ir framkvæmd hans. Grundvallaratriði. 1. Samstarfi verði komið á milli ríkisstjórnar og samtaka verkalýðs og launþega, bænda og annarra framleiðenda um megin atriði kaupgjalds- og verðlags- mála. Markmið þessa samstarfs skal vera að efla atvinnuvegi landsmanna, tryggja stöðuga at- vinnu og heilbrigt fjármálakerfi. 2. Taka skal upp eftirlit með öllu verðlagi í landinu. Stefna skal að því, að ekki þurfi að beita innflutningshöftum. Haft skal eftirlit með fjárfestingu til að stuðla að jafnvægi milli lands liluta og jafnvægi í efnahagsmál um. 3. Tryggja skal liajlalausan ríkisbúskap. 4. Bankakerfið skal endurskoð að, m. a. með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna. Seðla- bankinn skal settur undir sér- staka stjórn og marki hann heild arstefnu bankanna, og beini fjármagninu að framleiðsluat- vinnuvegunum og öðrum þjóð- nýtum framkvæmdum. 5. Starfræksla þeirra fyrir- tækja, er vinna úr sjávarafla landsmanna, skal endurskipu- lögð með löggjöf í því skyni, að sjómönnum og útvegsmönnum verði tryggt sannvirði aflans. Fulltrúar ríkisvaldsins ákveði í samráði við fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslu- stöðva, lágmarksverð á fiski, sem öllum f iskvinnslustöðvum sé s skylt að greiða. Stefat. sé að því, að fiskvinnslustöðvar séu reknar í sem nánustum tengslum við útgerðina í þjónustu hennar. 6. Útflutningsverzlun með Framhald á 2. síðu. Magnús Árnason, Lágafellí. Hann andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 18. apr. s.L eftir all-langa vanheilsu, Magnús fluttist til Vestmanna eyja 1906, og stofnaði hér heim- ili, ásamt konu sinni, Ingigerði Bjarnadóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Hús sitt nefndi Magnús Lágafell. Stendur það enn við Vestmannabraut 10. Nokkur ár stundaði Magnús sjó héðan úr Eyjum. En síðan varð liann allmörg ár bræðslumaður. S. 1. 10 ár var Magnús inn- heimtumaður fyrir Brunabóta- félag fslands, tók við af syni sín- um, Bjarna, er hann fluttist héð an til Reykjavíkur. Mér hefur verið tjáð, að Magnús hafi ver- ið einn duglegasti innheimtu- maður félagsins, og fjármál öll frá hans hendi í svo góðu lagi, sem bezt var á kosið. Einn þáttur í lífi Magnúsar, sem fálum mun kunnugt vera, var reglusemi hans í fjármálum. Nefni ég þar til, að eftir hann liggja allir reikningar yfir heim ilisúttekt frá Verzl. Brynjúlfs Sigfússonar frá stofnun hennar. En við þá verzlun skipti Magnús heitinn jafnan. Er reikningun- um raðað í umslög í réttri röð. Eru það ekki ómerkileg plögg fyrir þá, sem grennslast vilja um heimilisúttekt meðalfjölskyldu hér s. 1. 40—50 ár. Einnig og á sama hátt eru allar kvittanir yf- ir greiðslur varðandi húseign hans. Elzta plaggið, er ég hygg að sé nú í vörzlu sona hans, er stefna frá verzlun hér í bæ frá 1907, fyrir kr. 300,00 skuld vegna húsbyggingarinnar. Þessi þáttur í lífi Magnúsar gefur glögga mynd af hirðusemi hans í fjármálum. Magnús var prúður dagfars- lega og verkmaður góður. Hann var fæddur í Mýrdal 22. apríl 1885. S. G.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.