Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.05.1956, Síða 1

Framsóknarblaðið - 23.05.1956, Síða 1
flý siefna í úívegs- málum. 2 kosningastefnuskrá Fromsóknarfiokksins og Ai- þýðufiokksins er stefnfr oð því, að úfrgerðarrreenn og sjómesin féi sannvirði framðeiðsðunnar í eigin hendur. Sjálfsfræðisflokkurinn og úfrvegsmálin. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins haft á valdi sínu útvegsmálin, gjaldeyrismálin og viðskiptamál in o. fl. mikilvæg mál í athafna og mcnningarlífi þjóðarinnar. Og livað er svo að? Hvers vegna eru allir óánægðir með stjórn þeirra á þessum málum nema fámenn gæðingastétt þeirra í Reykjavík? Af þeirri einföldu á- stæðu, að öll þessi fjárhags- og atvinnumáh sem ráðherrar Sjálf stæðisflokksins hafa farið með, eru að fara í hundana, eru í megnasta ólagi. Sjómaðurinn hefur verið hlunnfarinn um verðið á fiskinum. Að minnsta kosti er það ekki afsannað. Þetta liefur ekki átt sér stað af völdum útgerðarmannsins. Nei, alls ekki. Ástæðan er sú, að afurðasölu- skipulagið er vitlaust og sniðið til hagsbóta fámennri gróðastétt í landinu, — stéttinni, sem ráð- lterrar Sjálfstæðisflokksins verða að lilýða nauðugir viljugir sök- um þess valds, sem peningarnir og gróðaaðstaðan í þjóðfélaginu veitir gróðastétt Reykjavíkur. Sú stétt telur svo nokkra menn í kaupstöðunum „sína menn“ og lætur bankana veita þeim næsta takmaikalítið fé í fyrirtæki þeirra. Allur almenningur á svo að þjóna þessu ófyrirleitna pen- ingavaldi. Ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins vita þetta og þeim eru ljósir gallarnir á þessu öllu saman, en þeir fá ekki rönd við reist. Þeir eiga líka hið pólitíska Hf sitt í höndum fjárbraflsmann anna og gróðaklíkunnar. Asfræðan fyrir samvinísu slifrunum. Sú saga hefur endurtekið sig þrisvar sinnum, að Framsóknar flokkurinn hefur orðið að slíta samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn í ríkisstjórn af gildum ástæð um. Þegar Framsóknarflokkur- inn hefur neyðzt til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn um sökum þess glundroða, sem Stalinistarnir liafa skapað í at- vinnulífi þjóðarinnar á undan- förnum áratugum, þá hafa ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins virzt allir af vilja gerðir til þess að stjórna málefnum útgerðar- manna og sjómanna vel og drengilega og láta ekki á þá hall ast í fjármála- og atvinnulífinu. En jafnan hefur sigið á ógæfu- hliðina í þeim efnum, þegar lið in hafa verið 2—3 ár frá stjórn- armyndun. Svo er t. d. nú kom- ið hagsmunamálum útgerðar- manna og sjómanna. Gróðastétt- in, sem situr við og hrærir í kjötpottunum í Reykjavík, rak- ar að sér fé á kostnað útgérðar- manná og sjómanna, svo fjárhag *ur útvegsins sligast undir at vinnurekstrinum, og útgerðar- mönnum er fjárhagslegur voði búinn, ef ekki verður hægt að kippa í strenginn innan tíðar og breyta um stefnu í fjármálum og afurðasölumálunum. Fjármagnið og framleiðslutækin eru sí og æ að verða eign aðeins fárra manna vegna liins vitlausa skipulags og eiginhagsmunastjórnar og póli- tískrar stjórnar bankanna í land inu. Já, allir hugsandi menn sjá og vita, að fjármagninu er veitt í hendur nokkurra manna, sem stöðugt færa út kvíar sínar, efla og bæta gxóðaaðstöðu sína, fjölga framleiðslutækjum sínum og auka þau, og auka verzlunarað- stöðu sína og öll önnur gróða- vænleg viðskipti, allt á kostnað útgerðarmanna og annarra framleiðslustétta í þjóðfélaginu, þar sern hið nýja 'skipulag, sem bændur notfæra sér, nær ekki t;I og er ekki notað við sjávar- síðuna. Hvernig er svo þróunin í þess um málum hér í Eyjum? Er nokkur Eyjabúi svo blindur á al- raenn fjármál og fjármála- og at- vinnuþróun, að hann sjái ekki eða gangi þess dulinn, hvernig allt þetta mótast og þróast? Þró- unin hér í Eyjum er svohtil speg ilmynd af heildarþróuninni í þjóðfélaginu nú. Allt virðist reka að því, að allur fjöldi út- gerðarmanna og sjómanna verði efnalega ófrjálsir rnenn, neyddir til að leggja árar í bát um útgerð og áthöfn alla og krjúpa að knjám lámennrar stéttar, sem hefir nú bankavald þjóðarinnar og fjármagn í hendi sér. Vonir standa nú til, að loksins opnist augu þessara ágætu þjóðfélags- þegna, þeir rísi nú upp á lýðræð islegan hátt og styðji ekki leng- ur við kosningar fjárgróða- og milliliðastéttanna til valda í Al- þingi og ríkisstjórn. Véð kreíjumsfr þess# oð sfrefnuskránni sé fram- fylgfr úfr í æsar. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa í samein- ingu tilkynnt þjóðinni stefnu- skrá, sem þeir vilja fylgja fram í athöfnum sínum, ef þjóðin veitir þeim brautargengi til þess við þessar alþingiskosningar. Ef svo verður, sem við vonum og allt útlit er fyrir eftir þeim góðu og glæsilegu undirtektum, sem hún og kosningasamtök þessi fá nú út um allt land, verður eng- inn bilbugur á því að fylgja fast fram stefnuskránni. Sá kafli hennar, sem fjallar um málefni útgerðarinnar og sjómannastétt- arinnar, er mjög athyglisverður. Þar segir m. a.: Starfræksla fyr- FRAMBOÐ. Afráðið hefur verið, að Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Flens borgarskólans verði í frantboði hér fyrir Alþýðuflokkinn við al- þingiskosningarnar, sem fram eiga að fara 24. júní n. k. Fulltrúaráð Framsóknarfélags Vestmannaeyja samþykkti ein- róma á fundi sínum 19. þ. m. að styðja framboð Ólafs skólastjóra og vinna af fremsta megni að þvf, að lilutur hans verði sem beztur. Ólafur Þ. Kristjánsson hefur alltaf verið í vinstri armi Alþýðuflokksins. Að gefnu tilefnl. Að gefnu tilefni óska ég að tjá Eyjabúum þann sannleika, að greiðsla til kennara Gagn- fræðaskólans fyrir heimavinnu nemur sem hér segir frá s. 1. ára- mótum til skólaslita t8. þ. m.: Sigfús J. Johnsen .......... kr. 789,24 Einar H. Eiríksson .......... — 1120,30 Víglundur Þ. Þorsteinsson .. — 920,93 Þorst. Þ. Víglundsson ....... — 160,00 Sigurður Finnsson .................... 00 Séra Jóliann Hlíðar .................. 00 Dagný Þorsteinsdóttir ................ 00 Samtals kr. 299047 AIls tvö þúsund níu hundruð og níutíu krónur og fjörutíu og sjö aurar. Þ. Þ. V. irtækja, sem vinna úr sjávarafla landsmanna, skal endurskipu- lögð með löggjöf í því skyni, að sjómönnum og útvegsmönnum verði tryggt sannvirði aflans. Fulltrúar ríkisvaldsins ákveði í samráði við fulltrúa sjómanna, útvegsmanna og fiskvinnslu- stöðva lágmarksverð á fiski, sem öllum fiskvinnslustöðvum er skylt að greiða. Stefnt sé að því, að fiskvinnslustöðvar séu reknar í sem nánustum tengslum við út Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.