Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 2
s FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Ný stefna í útvegsmálum. Framhald aí 1. síðu. gerðina og í þjónustu hennar. Útflutningsverzlun með af- urðir sé skipulögð með löggjöf í því skyni að markaðsskilyrði nýtist sem bezt og sjómönnum og útvegsmönnum verði tryggt rétt verð. í yfirstjórn útflutnings verzlunarinnar eigi sœti fulltrú- ar frá ríkisstjórn, sjórnönnum, útvegsmönnum og fiskvinnslu- stöðvum. Þeir aðilar einir, sem ríkisstjórnin löggildir, skulu annast útflutning sjávarafurða. Ási-andið nú. Nú er sem flestir vita, að- staða sjómanna þannig, að þeir fá greidda 128 aura fyrir hvert kg .af fiskinum. Sjómaðurinn fær aldrei að vita neitt um það, liversu það verð, sem hann fær fyrir fiskinn, er nærri sannvirði. Þetta fyrirkomulag skapar með stéttinni tortryggni, sem eðlilegt er, og það hefur leitt til verk- falla með óskaplegum fjárhags- legum afleiðingum fyrir þjóðfé- lagið í heild. Þó heldur gróða- stéttin dauðahaldi í skipan þessa, því að í skjóli hennar þarf aldrei að leggja reikningana á borðið, svo að enginn veit gröða milli- Jiðastéttarinnar á framleiðslu- störfum og striti sjómanna og út- gerðarmanna nema fámennur Iiópur, sem fær mola af borðun- um. Allt ber að sama brunni. Utgerðarmenn og sjó- menn eigi sína eigin fulltrúa. Framsóknar- og Alþýðuflokks menn vilja láta sérstakt ráð ann ast afurðasöluna fyrir sjómenn og útgerðarmenn undir eftirliti ríkisins. Þar skulu þessar merku framleiðslustéttir eiga sína eigin IFramsóknar- \ blaðið I RITSTJÓRI OG j ÁBYRGÐARMAÐUR: ) ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ( AFGREIÐSLU ANNAST: ( SVEINN GUÐMUNDSSON. ) GJALDKERI BLAÐSINS: ) SIGURGEIR KRISTJÁNSSON ( AUGLÝSINGAR ANNAST: ) SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ) fulltrúa og trúnaðarmenn. En til þess að svo geti orðið, verða útgerðarmenn og sjómenn að vilja þetta sjálfir og veita þess- ari stefnu brautargengi. Okkar er svo að krefjast þess, að stefnu ákvæðum þessum verði fram- fylgt til hins ítrasta. Vióreisnarstefnan frvíþætt. Stefna til viðreisnar fjráhag útgerðarinnar og bættrar að- stöðu sjómanna verður tvíþætt. Draga verður úr hinu óskapfega fjármagni, sem bankarnir veita í verzlunarreksturinn til hagnað ar milliliðastéttinni í höfuðstað landsins fyrst og fremst. Því fé skal veita til útvegsins, útgerð- armanna og sjómanna. í annan stað verður að tryggja jómönnum og útgerðarmönnum sannvirði framleiðslunnar í sín- ar eigin liendur. Þetta verður ekki gert nema með gjörbreyttu skipulagi á hlutunum. Það verða útgerðarmenn að skilja. Það er öðrum þræði á þeirra eigin valdi að fá þessu breytt. Ef þeir vilja viðurkenna fyrir sjálfum sér, að stefna þeirra pólitísku foringja, sem þeir til þessa hafa veitt brautargengi, hafi brugðizt þeirn, því þá ekki að láta sér vaxa skilningur á því, að stefnan Iiin getur reynzt þeim hallkvæm og verulegt bjargráð eins og bændastéttinni. Meðan útgerðarmenn og siómenn nutu sama verðs. Meðan útgerðarmenn og sjó- m’enn nutu sama verðs fyrir fisk inn og aðrar afurðir, fór allt vel. Flagur eins var hagur annars. Útgerðarmenn höfðu drengskap til að leggja alla reikninga á borðið og báðir aðilar fengu sem næst sannvirði framleiðsl- unnar í sínar hendur. Hvorug- Lir gekk á hluta hins. Enn ríkir sú hugsun með útvegsbændum hér að ganga í engu á hlut sjó- mannsins, en nú er skipulaginu breytt eftir nótum milliliðanna. Útgerðarmenn eru ekki frjálsir lengur að öllu leyti, og þeir geta því ekki framfylgt dreng- skaparhug sínurn í þessum efn- um. Sjálfir eru þeir hlunnfarnir, stór hópur þeirra. Sjálfir eru þeir undirokaðir. Sjálfir eru þeir molaþiggjendur. Að nokkru leyti eiga þeir sök á þessu sjálf- ir. Þeir hafa allt of margir stutt þá stefnu, sem nú er orðin þeim sjálfum fjötur um fót og höft og helsi á athafnaþrá þeirra og dugnaði. Alþýðudómstólar - Alþýðubandalag. Nú foksins er öllum ljóst, hvernig réttarfarið var í Rúss- landi á dögum Stalins marskálks. Men nvoru teknir höndum, stundum fyrir ímyndaðar sakir. Þeir voru pintaðir, dæmdir og drepnir. Dómstólarnir, sem dæmdu, eftir að verkamennirnir höfðu verið pintaðir til þess að játa á sig upplognar sakir, voru kallaðir alþýðudómstólar. Rétt- arfar þetta var kennt við alþýð- una. Nú hefur alþýða manna um allan heim mikla skömm á öllu þessu, sem átt hefur sér stað í Rússaveldi og klínt hefur verið á alþýðu jrjóðfélagsins. íslenzkir kommúnistar og á- hangendur þeirra halda áfram með hætti Stalins að kenna fyrir tæki sín við alþýðuna. Alþýðu- lýðveldi, alþýðudómstóll og al- þýðubandalag, allt er þetta orð- ið kunnugt af endemum. Það er háðung alþýðu manna, að þessi fyrirtæki skuli vera kennd við almenning. Nú virðist alþýða manna í þessu landi vera að vakna til meðvitundar um þetta. Réttarmorðin í Rússlandi, sem kommar hafa til skamms tíma kallað fullkomnasta réttaralþýðu lýðveldi veraldar, hefur opnað augu manna fyrir öllum þessum blekkingum, og sannar betur en nokkuð annað hinn mikla skyld leika milli stefnu Stalinistanna og nazistanna. Hvað gót-um við gert? Þegar Krutseff hinn rússneski var að lýsa glæpaverkum Stalins á lokuðum fundi kommúnista- foringja í Moskva í vetur, er mælt, að einn fulltrúinn liafi leyft sér að skjóta frarn þessari spurningu: „Hvar voruð þið?“ Og svarið var: „Hvað gátum við gert?" Sannleikurinn var sá, að margir þeir, sem nú hneykslast mest á giæpaverkum Stalins sál- uga, voru nánustu samstarfs- menn fians. Þeir létu nauðugir og viljugir pína og drepa sak- lausa menn. Með því björguðu* þeir sinni eigin líftóru. Svona er kommúnisminn í fram- kvæmd. Vos*u sef-tir í fartgelsi. Nýlega skýrði Ríkisútvarpið frá því, að tilkynnt hefði verið frá Moskva, að verkamönnum þeirn, sem settir höfðu verið í fangelsi vegna þess, að þeir hefðu í óleyfi yfirvaldanna skipt um vinnu, verið sleppt lausum út í þjóðfélagið. Þessi fregn kom mörgum mjÖg á óvart. Aldrei höfðu menn áður haft hugmynd um það, að það kostaði verka- fnenn fangelsi í Rússlandi, ef þeir vildu skipta um vinnu. Ef svo væri hér á landi, þá hefði Karl t. d. verið „settur inn“ um árið, þegar hann hugðist gerast vélamaður og hverfa frá kenn- arastarfinu. Eða þá Sigurður, þegar hann óskaði að hverfa frá lýsisgæzlunni á bæjartogurun- um og gerast verndari Alþýðu- hússins, eða Ási ,þegar hann hætti að skrifa og yrkja og snéri sér að nýtilegri störfum, sem hann hafði meiri getu til, eða þá Oddgeir, þegar hann um árið lagði niður störf hjá bifreiða- stjórunum og gerðist þjónn bók- sala o. s. frv. o. s. frv. Mikið mega þessir blessaðir félagar þakka guði okkar allra fyrir það, að þeir eru synir íslenzku þjóðarinn ar og mega njóta frelsis og at- vinnufrjálsræðis í íslenzka lýð- veldinu. Svar við orðsendingu. Ef bakarinn, sem sendir mér orð í Eyjablaðinu síðast, telur skítugu veggina í Akógeshúsinu liæfa þeim listmunum, sem þar eru sýndir og um leið samboðn- ir menningu Eyjabúa, þá er sjálf sagt ekkert við skítnum að segja. Þá er þetta allt í fullkomnu sam ræmi við hörðu og skítugu tví- bökubotnana, sem ég vissi eitt sinn Stalinista í bakarastétt selja Eyjabúum iðulega, af því að hann áleit þá fullgóða í „kjaft- inn á þeim“, því að mikill meiri hluti Eyjabúa hafði aldrei lært að krjúpa að stalli morðingjans í austrinu og semja hugsun sína og hætti að stefnu hans. Ilinsvegar er mér kunnugt um það, að margir ungir „Akógesar", sem eru snyrtimenni og unna Eyjabúum alls hins bezta, skamm ast sín fyrir skítinn á veggjum sýningarskálans, þó að bakarinn hafi ekki lært það. Þ. Þ. V. - HALLUR Á HORNI. Framhald af 4. síðu. hann Karl okkar annars verið bráðfindinn loddari! — Þá flýgur mér í hug ríkisstjórn undir valdi „glamrarans“. Eg hugsa mér embættismenn hennar. Sig- urðtir Stefánsson, yrði þar auð- vitað lýsismálaráðherra, Tryggvi einvaldur lögreglumálaráðherra (Gestapoforingi), Ási byggi til revíur og leikrit, sem Gunnar léki á vegum ríkisstjórnarinnar, og Karl yrði svo grautargerðar- maður rkíisvaldsins. Trúðar og leikarar! Hláturinn lengir lífið!

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.