Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.09.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 29.09.1956, Blaðsíða 1
ÚRBÆNUM íþróttavöllurinn. Unnið hefur verið í sumar að gerð íþróttavallarins hér. Steypt ur hefur verið hringur utan um hlaupabraut, og að mestu lokið við að bera ofan í hana. Ofaníburður á völlinn hefur verið malaður úr möl innan úr Skriðu, og síðan blandaður með leirbornum sandi sunnan úr Klauf. Því verki er nú senn lok- ið. En mikið verk er enn óunn- ið við lagfæringu kringum völl- inn. Verkstjóri við völlinn und- anfarin tvö sumur hefur verið Sigfús Johnsen, kennari. Höfnin. Fram í september var unnið að dýpkun hafnarinnar með grafskipinu „Vestmannaey". — Grafinn . var marbakkinn við norðanverða Leiðina. Samtímis var unnið að því að steypa festla á Nausthamarsbryggjuna. Við- gerð fór fram ;í norðurgarði hafnarinnar á Hörgaeyri. Nú er Vestmannaey byrjuð á uppmokstri fyrir væntanlegri olíubryggju, sem staðsett verður norðarlega í höfninni. - Fegrun og fornminjqr. B;ejarbúar haí'a fagnað því að Skansinn hefur verið hlaðinn upp og prýddur. Svæðið fyrir austan Kornhól að norðan hefur verið sléttað óg tyrft. Er það handbragð allt með ágætum. Hleðslan er snilldarvel gerð. Magnús Jónsson, hinn kunni hleðslumaður, ásamt fleirum. lagði þar hönd að verki og má með sanni segja, að verk það lofar meistarann, en Bergsteinn Jónasson var verkstjórinn. Þá hefur bæjarstjórn látið hlynna að fleiri fornminjum i bænum, svo sem vörðum tveim, sem eiga sér ekki ómerka sögu. Önnur er Hvíldar-varðan, sem Magnús. Jónsson hlóð upp á þessu sumri svo traust, að standa mun um langan aldur. Hin varð an, sem bæjarstjórn lét hlaða upp, er gamla flaggvarðan ;í Skálholtstúninu, austan vert við Skansinn. Væntanlega verður Magnús Jónsson fenginn til að gera Vilpu eitthvað til góða, áþekkt því er endurreistar voru fyrr- nefndar fornminjar. Eins og út- lit Vilpu er nú, er hún sjálfsagt aðeins svipur hjá sjón frá fyrri tíð, er hún var eitt aðalvatnsból Eyjanna, og sæmir ekki lengur að láta svo til ganga. Sennilega hefur útlit Iiennar ekki verið fagurt á dögum Jónasar Hall- grímssonar, er hann kom hing- að, og reit náttúrulýsingu Eyj- anua. Hvort sem vatnið úr Vilpu er hollt eða hið gagnstæða, þá mætti Eegra útlit hennar með. því að hreinsa draslið úr henni og kringum hana, og hlaða síð- an upp garðinn umhverfis hana. Til þess treystum við Magnúsi allra manna bezt. Heilsuverndarstóð. Arnardrangur hefur nú verið tekinn í notkun og gerður að heilsuverndarstöð. Tvær efstu hæðirnar eru fullgerðar, og hin ar snyrtilegustu að frágangi. Héraðskeknir gerði frumdrög að ínnréttingu, og undir hans forsögn hafa allar breytingar á þessum hæðum verið gerðar. Sígurvin Snæbjörnsson, húsa- smíðameístari, hafði alla smíði á hendi. Lóðin kringum húsið hefur verið bætt til stórra bóta, og er orðin hin smekklegasta. Um það verk s;í Bergsteinn Jónasson, verkstjóri. Flugvöllur. Ríkið er að láta lengja flug- völlinn hér í vestur. Öxlin á Sæ- fellinu ,sem þegar var búið að lækka nokkuð, er tekin verulega niður, og efnið flutt vestur á enda vallarins. Vænta menn, að lendingarskilyrði austan frá batni verulega við það, að öxlin lækkar í vallarhæð. Þá er gert ráð fyrir, að borið verði ofan í ¦ völlinn. Það mun ekki hafa ver- ið gert síðan hann var byggður. Umsjón með verkinu hér hefur Júlíus Þórarinsson. Holræsi. Að undanförnu hefur verið unnið að holræsagerð í Hóla- götu og Túngötu. Holræsi í 111- ugagötu munu einnig lögð í haust. Skólarnir. . Sigurður Finnsson, sem verið hel'ur kennari við Gagnfræða- skólann hér undanfarin 12 ár, hefur nú verið settur skólastjóri barnaskólans. Við óskum Sig- urði Finnssyni til hamingju með hið nýja skólastarf. Þeir, sem nánust kynni hafa haft af skólastarfi Sigurðar við Gagn- íræðaskólann á undanförnum árum, vænta mikils af horíum við barnaskólann. Þar mun þörf á styrkri og staðfastri stjórn ekki síður en víða annars staðar. Vissulega missir Gagnfræða- skólinn mikils í að verða af svo góðum kennara, sem Sigurður Finnssqn er, og stjórnanda, en skólastjóri Gagnfræðaskólans ger ir ráð fyrir að f'á skaðann að töluverðu leyti bættan með því að „efniviðurinn" verði betri, sem Gagnfræðaskólanum er ætl- að „að vinna úr". í allt sumar hefur verið unnið í Gagnfræðaskójabyggingunni. Efsta hæð skólans er nú að mestu leyti fullgerð og fimleika- salurinn. Þá má segja, að bygg- ingunni sé lokið að öðru leyti en því, að eftir er að Ijúka við tröppwr og hlað byggingarinn- ar og prýða hana svo sem sæmir sh'kri byggingu og byggðarlag- inu. í stað Sigurðar Finnssonar hefur verið ráðinn að skólanum nýr kennari í ensku, Árni Ólafs- son. Hann hefur stundað ensku nám við háskólann í Leeds í Englandi uridanfarin 2—3 ár. Víglundur Þ. Þórsteinsson, er kenndi íslenzku við Gagnfræða skólann í fyrra, ljverfur nú til háskólanáms, en í hans stað hef- ur verið ráðinn ungur stúdent, Skúli Magnússon, að nafni. Þá hefur verið ráðinn kennari í fim leikum stúlkna, Kristín Þórðar- dóttir úr Reykjavík. Henni er ætlað að kenna fimleika stúlkna við báða skólana, Gagnfræðaskól ann og barnaskólann, en Friðrik Jesson hefur á hendi kennslu í fimleikum pilta við báða skól- ana. Gert er ráð fyrir að skól- arnir noti báða fimleikasalina jöfnum höndum handa nemend- um beggja skólanna eftir því sem bezt hentar starfinu. í Gagnfræðaskólanum munu verða um 170 nemendur. Byggðarsafnið. Byggðarsafnið hefur ,verið flutt í nýtt húsnæði í Gagn- fræðaskólabyggingunni. Safninu hafa borizt ýmsar merkar og góðar gjafir á þessu sumri. Gísli Gíslason, stórkaupmaður, gaf því t. d. prentvél þá, sem blað- ið Víðir var lengst af prentað í. Þá hefur frú Kristín Gísladóttir Lárussonar gefið safninu fagran skúfhólk, sem Gísli gullsmiður gerði á sínum beztu árum. Frú Fríður Lárusdóttir, systir Gísla gullsmiðs, hefur gefið safninu silfurnælu, sem Gísli gerði og gaf henni. Smíðisgripir þessir eru hinir fallegustu og geyma í sér handbragð snillingsins. Frú Fríður hefur fært safninu marga aðra góða gripi. Frú Þóra Jónsdóttir frá Dal- bæ hér, hefur sent Byggðarsafn- inu vel gerða hluti. Ýmsir fleiri hér hafa sýnt í verki vinarhug og ræktarsemi til safnsins og kann byggðarsafnsnefndin þeim öllum beztu þakkir fyrir það. Félagsheimili templara. Á s. 1. vetri var hafizt handa á ný um byggingarframkvæmdir við félagsheimili templara hér í bæ. Hafði þá verkið legið niðri um fjögurra ára skeið. í fyrra vetur var: lokið við að.. múrhúða innveggi á aðalsain- um í húsinu. í sumar hafá tvær hliðar byggingarinnar verið múr Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.