Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.09.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 29.09.1956, Blaðsíða 2
s FRAMSÖKNARBLAÐIÐ IFramsóknar- ! blaðið | RITSTJÓRI og \ ÁBYRGÐARMAÐUR: > ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON ( AFGREIÐSLU ANNAST: ( SVEINN GUÐMUNDSSON. > GJALDKERI BLAÐSINS: ) SIGURGEIR KRISTJÁNSSON { AUGLÝSINGAR ANNAST: ) SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ) Stöðvun dýrtíðarinnar. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að festa kaupgjald og verð- lag mælist vel fyrir. Með þeim ráðstöfunum er verið að gera merkilega tilraun í þá átt að stöðva dýrtíðina í landinu. Launþegar hafa réynsiu af því, að kjarabótabarátta síðustu ára hefur að miklu leyti verið óraunveruleg, því að það sem vannst í dag með hækkuðu kaupi, tapaðist. á morgun í vax- andi dýrtíð. Framleiðendur eru orðnir iangþreyttir á að vera sífellt meira og meira háðir ríkisvald- inu með framleiðsiu sína, enda er nú svo komið, að nær öll framleiðsla þjóðarinnar er rekin með styrkjum úr ríkissjóði. Slík þróun vitnar um sjúkt efnahags kerfi, sem er háskalegt fyrir þjóð ina. Baráttan miili stétta og ein- staklinga um þjóðartek'jurnar er orðin langvinn og dýr fyrir lieildina, sem eðlilegt er, þar sem sterk öfl í landinu höfðu að- stöðu til að vernda hina fáu, sem i skjóli dýrtíðarskrúfunnar lifðu eins og sníkjudýr í góðu hag- lendi. Nú er verið að brjóta blað í þessu efni, Það fer frain rann- sókn á fjármálaástandinu og að lienni lokinni finnst væntanlega grundvöllur ,er hægt verður að byggja á. Það verður að gera ráðstafanir til að hindra of- þenslu í fjárfestingarkerfinu og okur í verzlun og viðskiptum. Smáþjóð heldur ekki frelsi sínu til lengdar nema hún byggi fjármálakerfið á eigin framleiðslu. Vaxandi og batn- andi framleiðsla er því grund- völlurinn undir aukinni hag- Vefraráætlun Loftleiða. Ný vetraráætiun Loftleiða hefst 15. október n. k. og gildir hún til 15. maí 1957. Á þessu tímabili verða farnar 8 ferðir í viku um Reykjavík milii Norð- ur-Evrópu og Bandaríkjanna. Sú breyting verður nú, að áætlunar- ferðir liefjast tii Bretlands. Flog ið verður liéðan til Glasgow alla sunnudaga, en þaðan verður Fyrir hvað eruð þið þakklát Guði? Kennslukona við skóla nokk- urn í Svíþjóð lagði ofanritaða spurningu íyrir börnin í skól- anum. Þau áttu að rita stutt svar á miða og koma með það í tíma daginn eftir. Morguninn eltir, þegar kennslukonan tók miðana, hafði eitt barnið ritað á miða sinn: „Eg þakka guði mest fyrir það, að ekkert vínveitingahús er á himnum.“ Aumingja barnið! Hvernig haldið þið að heimilislífið liafi verið hjá því, þegar það fann á- stæðu til að svara spurningunni þannig? Úr bcenum Framhald al 1. síðu. húðaðar og unnið er nú að því að múrhúða vestur og norður- hlið byggingarinnar. Múrmeist- ari er Júlíus Jónsson. Verkamanna- bústaðirnir. Gengið er nú að fullu frá und irbúuingi að byggingu verka- mannabústaða þeirra, er ætlun- in hefur verið að byggja á næstu 2—3 árum. Bústaðirnir skulu standa austan við Hof, í Hofs- tiini, og teljast þeir standa við Urðaveg. Hér er um að ræða 4 hús með 8 íbúðum alls. * sæld þjóðfélagsins. Það verður aldrei hægt að skipta fleiri t'isk- um en aflast. Ríkisstjórnin ræð- ur ekki yfir neinttm töfrasprota, en vonir standa til, að henni takist að skapa vinnufrið og vaxandi réttlæti milli manna og stétta og mætti hún þá verða langiíf í landinu. R. J. flogið til Reykjavíkur á laugar- dögum. I .uxemborgaríerðirnar verða lagðar niður í vetur, en á- ætlað er að þær hefist að nýju að vori. í vetur verður farin ein ferð í viku milli Reykjavíkur, Glasgow, Björgvinjar, Oslóar og Gautaborgar, tvær íerðir til Stíangurs og þrjár tif Kaup- mannahafnat og Hamborgar. Til New York verður farið fjór- um sinnum í viku. Engin breyting verður gerð á fargjöldum Loftleiða að þessu sinni, en mörg önnur félög hafa nú ákveðið að hætta við hin lágu vetrarfargjöld og bjóða í stað þeirra ódýr flugför piilli meginlanda Evrópu og Amer- íku, sent miðuð eru við 15 daga ferð fratn og til baka, og ganga þau í gildi 1. október n. k. Vegna þessa verður nú gífurleg- ur mismunur á vetrarfargjöld- um Loftleiða og annarra flug- felaga, en Loftleiðir bjóða sér- stök fargjöld á tímabilinu frá 1. nóvember til 1. apríl. Mismun- ur þeirra og fargjalda annarra félaga jafngildir allt að 160 Bandaiíkjadölum fyrir far fram og aftur milli New York 02 stöðva Loftleiða í Evrópu. Mest ur er mismunurinn milli Banda ríkjanna og Noregs en minnstur á flugleiðinni frá Glasgow til New York. Þó eru fargjöld Loft leiða á þeirri flugieið tæpum 100 dölum lægri en fargjöld ann arra flugfélaga, eða 18,7%. Séu 1 fargjöld Loftleiða borin santan við þau, sem boðin eru í hinum nýju 15 daga skyndiferðum ann arra flugfélaga, kemur í ljós, að fargjöld Loftleiða eru nokkru lægri á flestum flugleiðum, en vegna alls Jressa má gera ráð fyr- ir, að í vetur telji margir liag- kvæmt að ferðast með flúgvél- urn Loftleiða milli Norður-Evr- ópu og Bandaríkjanna. í sumar hefur verið nijög ann- ríkt hjá Loftleiðum. Fyrstu sex mánuði ársins jókst farþegatalan um 41%, miðað við sama títna í fyrra. Framan af sumrinu voru flugvélarnar mjög þétt setn ar austur yfir hafið, en þá voru ferðamenn frá Bandríkjunum á leið til Evrópu, þar sem þeir ætluðu að eyða sumarleyfi sínu. Nú getur félagið ekki orðið við öllum Jreint beiðnum, sem ber- ast um flugför vestur yfir hafið, og fyrir því hefur aukaflug\rél verið í förum frá því í byrjun ágústmánaðar. Er það Skymaster flugvél, sömu gerðar og aðrar þær flugvélar, sem félagið notar nú. Nýlega sömdu Loftleiðir við fyrirtæki eitt í París, sem eftir- leiðis mun verða miðstöð starf- semi Loftleiða í Frakklandi. — Heitir það Nordisk Transport 8c Spedition og er til húsa við 1 1 rue des Petites Ecaries. Fréttalilkynning. í sumar gekkst véladeild Sam- bands fsl. samvinnufélaga fyrir námskeiði í meðferð, viðgerð og sölu heimilistækja. Sóttu nám skeið þetta um 35 manns víðs vegar af landinu, enda er út- breiðsla hvers konar rafmagns- tækja á heimilum orðin svo mik il, að viðhald þeirra er hraðvax- andi viðfangsefni rafvirkja. Námskeið véladeildar S. í. S. var tvíþætt. Annarsvegar voru um 25 rafvirkjar, sem kaupfélög in liafa gefið kost á að sækja námskeiðin, og er Jjar fjallað um byggingu tækjanna, tengingar þeirra og hið helzta, sem reynsl- an hefur sýnt að kunni að bila í Jieim. Hins vegar er svo sala heimilistækja, og sóttu þann Jiátt námskeiðsins 10—15 sölúmenn víðsvegar al landinu. Er vaxandi nauðsyn á því, að afgreiðslufólk- ið, sem selur alnienningi slík tæki, kunni sem bezt skil á þeim og geti gefið sem ítarlegastar upplýsingar um Jiau. Véladeild S. í. S. sendi fyrir nokkru tvo af sérfræðingum sín- um, þá Harald Jónasson og Jón- as Guðlaugsson, til Sviss, Jrar sem Jaeir sóttu námskeið fyrir kennara í slíkum efnum, er Westinghouse verksmiðjurnar efndu til. voru Jieir kennarar á námskeiðinu í sumar í Reykja- vík. mmm NÝKOMIÐ Úrval af góðum fataefnum. Dökkblátt cheviot, Pipar og salt fataefni. Pálí Lúthersson í Vinnslustöðvarhrisinu við Strandveg. msmiíWAm Herfaergi óskasl til leigu, helzt sem næst mið- bænum. Tilboð sendist í prentsmiðj- una, merkt „Herbergi". mwrnwímmwmmmmmhKiM

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.