Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 1
Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna 1 Vestmannaeyjum. 14. tölublað. IJtgefandi: Framsóknarfélag V estmannaey jg. 19. árgangur. Vestmanaeyjum 15. okt. 1956. I Frá bæjarstjém. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt rund 2. þ. m. Meðal annarra móla, sem þar voru afgreidd eða samþykkþ voru áskoranir á þingmann kjördæmisins og Karl Guöjóns- son, 4. landkjörinn þingmann: a) að beita sér fyrir á kom- andi þingi, að tekinn verði inn á fjárlög rikisins næsta ár ekki lægri uphæð en kr. 400 þúsund, rekstrarstyrk til báts þess sem annast farþega- og mjólk- urflutninga milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. b) að beita sér fyrir því, að tekið verði inn á fjárlög ríkisins fyrir næsta ár, sérstök fjárveit- ing til varnar landbroti á Eið- inu á þann hátt að rekið verði niður járnþil sunnan við það og Eiðið allt hækkað upp svo ör- uggt sé, að sjór nái ekki tii að ganga yfir það. c) að tekið verði inn á fjárlög rikisins næsta ár kr. 500 þúsund til greiðslu kostnaðar við jarð- borun til ö.flunar neyzluvatns hér í Eyjum. d) að beita sér fyrir á næsta þingi að tekið verði inn á fjárlög ríkisins fyrir árið 1957 ógreitt framlag ríkissjóðs til Vestmanria eyjahafnar, sem nú nemur a. m. k. 2 milljónum króna. Reynslan hefur sýnt, oð bá’.ur inn, er annast flutninga milli Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja ber sig ekki fjárhagslega með þeim styrk, er hann nýtur úr ríkissjóði. Veldur þar miklu um hækkandi verðlag á ýmsum hlutum, er útgerðin þarf til reksturs. En fram til síðustu mónaða var lítt spyrnt fæti gegn vaxandi verðlagi í landinu. Kemur og hér líka til greina, að viðhald báts, sem haldið er út a.llt árið og við erfið hafnarskil- yrði m. a. í Þorlákshöfn þarf mikið viðhald. Ekki er úr vegi að benda á( að Vestmannaeyjar fara var- hluta hjá ríkinu í útdeilingu fjár til samgöngubóta miðað við fólksfjölda hér, að ekki sé minnzt á skerf Vestmannaeyja til gjaldeyrisöflunar. Styrkur til bátsins er að miklu leyti aðal- upphæðin, er Vestmannaeyjar fá til árlegra samgöngubóta. Það er öllum bæjarbúum kunnugt, að í vestan stórviðrum og brimi gengur sjórinn orðið yfir Eiðið. Hér þarf að stemma á að ósi, og það sem allra bráð- ast, ef komast á hjá stórtjóni á höfninni. Þetta mál var flutt af þingmanni kjördæmisins á s. I. þingi, en var þá vísað til Vita- málaskrifstofunnar til umsagn- ar. Þingmönnunum héðan er fal ið að fylgja máiinu eftir, svo áð framkvæmdir verði hafnar hið allra fyrsta. Á þessu ári hefur verið unnið að því að fá hingað jarðbora frá Jarðborun ríkisins, ásamt fagmanni eða mönnum. Fyrir því hafa fengizt loforð, en efndir engar orðið ennþá. Hinsvegar liggur nú orðið fyrir, eftir hlið- stæðri reynslu annarra staða, að borun eftir vatni kostar allmik- ið fé, og vafasamt, að bæjarfé- lagið geti eitt staðið undir þeim kostnaði, enda eðlilegt, að Vest- manneyjar njóti hér nokkurs styrks, þar sem bæði íbúar og framleiðsla öll kann að líða tjón af vatnsskorti, ef ekki tekst að afla meira vatns en raun er enn á orðin. Þess má geta hér, að byrjað er á að lengja skurðinn inn við vatrispóst, og ætla má, að á þann hátt megi auka vatnsmagn ið verulega. Hitt verðum við að gera okkur Ijóst, að aukinn iðn- aður hér þarfnast allverulega meira vatns en nú eru tök ó að afla. Eftir lauslegu uppgjöri má ætla, að ríkissjóður skuldi Vest Sumarsíldveidi 'VE-bátanna í októberhefti tímaritsins Ægis birtist skýrsla um sumar- síldveiðar islenzka síldarflotans Nöfn Uppsaltaðar bátanna * tn. Helgi Helgason 941 Stígandi 2306 Reynir 2483 Gjafar 1434 Bergur 2775 Baldur 2155 Kap 1771 Erlingur 5. 1 1 17 Þórunn 1014 Björn riddari 141 1 Þorgeir goði 1555 Erlingur 3. 1112 Sjöstjarnan 1228 ísleifur 2. 666 Frigg 414 Sigurfari 816 Sidon 488 Atli 786 ísleifur 3. 920 Hildingur 1233 Björg 904 ísleifur 414 Ágústa 67 Fjalar 65 á s. I. sumri og verðmæti aflans. Þar er þetta skráð um bátana héðan: Bræðslus. í Aflam. í Verð- málum málum mæti kr. 3136 4077 403.322,— 2226 4532 551.652,— 1842 4325 549.606,— 1886 3320 383.188,— 227 3002 467.710,— 788 2939 41 1.502,— 1086 2857 373.782,— 1424 2541 294.874,— 1341 2392 277.548,— 961 2372 305.462,— 620 2175 301.510,— 1062- 2174 265.104,— 805 21 17 277.016,— 1050 1716 191.892,— 1031 1604 175.228,— 736 1552 191.072,— 1006 1494 159.536,— 667 1480 185,012,— 535 1455 191.840,— 206 1439 216.226,— 294 1198 169.698,— 464 878 104.188,— 716 858 80.374,— þ5 10.530,— Aflaverðm. alls kr. 6.537.872,— mannaeyjahöfn um eða yfir 2 milljónir króna, þ. e. Vest- mannaeyjabær og höfn hafa lagt hlutfallslega meira til hafn arframkvæmda en ríkið eins og því ber samkv. lögum um hafn arbætur. Höfninni er mikil þörf á að fá ógreitt framlag ríkisins, því að eins og áður hefur verið drepið hér á, eru hinar miklu hafnarframkvæmdir á s. I. ári ekkert lokatakmark í hafnarmál um Vestmannaeyja, heldur á- fangi að meiri og betri hafnar- skilyrðum. Þá samþykkti bæjarstjórn svo- fellda áskorun frá rafmagns- nefnd kaupstaðarins: „Með því að mjög hafa dreg- izt allar framkvæmdir i sam- Nokkrir bátar vpiddu einnig síld í frystingu. Þeir voru þessir: Þórunn 50 tn. Sjöstjarnan 114 — Frigg 214 — Atli 36 — Ágústa 102 — Alls: 516 tn. Allur sldarafli flotans er tal- inn vera 51.795.920,— króna virði. Af þeirri fjárfúlgu er því afli Vestmannaeyjaflotans um 12,6 %. bandi við lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja, en hinsvegar fyrir löngu knýjandi nauðsyn á lagningu hans, þá skorar raf- veitunefnd á raforkumálaráðu- neytið að leggja nú þegar fyrir Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.