Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 15.10.1956, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIf) Rússnesk fangagirðing eða tuethússmúr. 'ö Enn er mér í fersku minni a11- ur sá úlfaþytur, sem fór um bæ- inn, þegar afráðið var fyrir 10 árum, hvar Gagnfræðaskóla- byggingin skyldi standa. Mér var álasað leynt og Ijóst. Veður- hamurinn þarna suður á hæð- inni átti að vera einhver ósköp. Byggingin allt of langt frá bæn- um. Unglingunum ofboðið að staulast þangað í vondum veðr- um o. s. frv., o. s. frv. Nú hafa nokkrir menn í bæn- um reynt að gera samskonar úlfaþyt út af vegg þeim og girð- ingu, sem hafið var að móta austan við lendur Gagnfræða- skólans á s. I. sumri. Kommún- istum finnst girðing þessi. minna þá illa á rússneskar fangagirð- ingar frá tímum Stalíns og það fer um þá ósvikinn íslenzkur hrollur. Sumir virðast halda, að mæðiveikigirðingar austan tjalds ins séu svona öflugar. Samlík- ingin hlýtur að koma þaðan, þvi að aldrei hefur verið svona öflug mæðiveikigirðing hér á landi. Til eru þeir flugnahöfðingjar í bænum, sem fullyrða, að um þá fari hrollur, er þeir líta hinn háa múr, þvi að hann minni þá á fangelsismúr. Ef til vi11 stafar slíkur hrollur af fremur bág- legri samvizku gagnvart lögum og rétti. Allt þetta írafár vekur mér kæti. Mig langar til að skýra Eyjabúum frá ástæðunni fyrir girðingu þessari. Svo sem þeim er kunnugt, rennur látlaus vatnsstraumur í rigningum og leysingum niður Dalaveg, alla leið niður í mið- bæinn. Vatnið safnast þar sam- an og myndar tjarnir og lón. Sumt af vatni þessu rennur þó yfir lendur Gagnf ræðaskólans eða lóð og veldur skemmdum. Við þurfum að ná valdi á þessu vatni. Til þess þarf öfluga veg- brún vestan við Dalaveginn. Það Hvers vegna drekka menn? Framjiald af 2. síðu: er skírt, og þeir drekka, þegar gamalmenni er jarðað. Þeir drekka til að gleyma áhyggjum sínum, sorgum og neyð. Þeir drekka til þess að losna við leið- indi og margskonar böl — og þeir drekka til þess að fá nægi- legt hugrekki til að svipta sig lífi!" er þessi veggur, sem nú truflar svefn sumra í bænum. Þegar veggurinn er að fullu gerður verður Dalavegurinn að sjálf- sögðu breikkaður vestur að hon um og þar komið fyrir niður- föllum og víðum vatnspípum, er leiða ofanjarðarvatnið til sjávar. Þar með er skemmdum þessum lokið á Dalaveginum, Kirkjuveg inum og víðar. Þær skemmdir hafa kostað bæinn árlega þús- undir króna. Þegar Dalavegur- inn hefur verið breikkaður vest- ur að garði, er garðurinn 45 cm. ofar en bunga vegarins. Það er þá öll hæðin ó honum. Garðurinn verður að vera efnis- mikill og sterkur, til þess að standa gegn þrýstingi jarðvegs- ins. Til þess að skilja það, þurfa Eyjabúar ekki annað en líta á steingarðana við Ásaveg og sjá, hvernig umferðin þrýstir jarð- veginum að þeim, svo að tortím- ingíin bíður þeirra. Þá eru það steinstólparnir, er upp úr múrnum standa. Til þess að spara bænum fé, þykir sjálfsagt að girða saman lendur Gagnfræðaskólans og í- þróttavöllinn nýja og hvort- tveggja skal girt ,,mannheldri" girðingu. Ætlunin er á „æðri stöðum", að fólk verði að öllum jafnaði að kaupa sig inn á í- þróttakappleiki, eins og á sér stað í Reykjavík, og verða þá girðingar að skilja á milli þeirra, sem greitt hafa og hinna. Að lokum finnst mér rétt að geta um það, að „mannheld" girðing þykir næstum eins sjálf- sögð um lendur og lóðir skóla erlendis eins og sumt hið allra nauðsynlegasta í skólunum sjálf um. Ekki væri það óhugsandi, að eftirmaður minn við skólann sæi tök á að reyna að rækta '.VLUU.UAÁ •’.L' ú Ávaxtasúpur, 5 teg. Búðingssúpur, 5 teg. Heinz-súpur í dósum, 5 teg. Þiitgvelilr h.f. skógarlund á lendum hans í skjóli garðsins, þó að mér endist ef til vill ekki starfsorka til þess. Þv! aðeins mundi það hugsan- legt, að skjólgirðing væri þarna góð. Læt ég svo útrætt um þeta mál að sinni. Vildi ég mega vona, að írafárið og úlfaþytur- inn dvínaði, þegar fram líða stundir og vísir sá að bæjar- stjórnarminnihluta, sem ein- hversstaðar kvað til vera í bæn- um undir forustu einhvers Sig- urðar, mætti vatni halda fyrir voðavegg þessum og njóta góðs af honum sem aðrir Eyjabúar. Þ. Þ. V. Nýkomið! Lagað slótur (ósoðið). Freðýsa. ingvellir Tvö barnarúm til sölu. Upplýsingar í Akóges. — Sími 95. m mmmmm í matinn ! Nýtt dilkakjöt. Létt saltað kjöt. Svið. Lifur og nýru. Kjötfars. Hvalkjöt. Slátur. Súr hvalur. Kjötbúðingur. Hakkað kjöt. Pylsur og bjúgu. Utvatnaður saltfiskur. Frosinn fiskur. Reyktur fiskur. Verzl. BORG Sími 465. Til sö 1 u! Bgrnavagn og -■ kerra til sölu fyrir aðeins 500 krónur. Upplýsingar að Skólavegi 37. Metflufningar h|á Flugfélagi Islands. Flugvélar Flugfélags íslands fluttu fleiri farþega í ágústmán- uði en 7 fyrstu árin, sem félag- ið starfaði. Fluttir voru í mán- uðinum samtals 12649 manns, 10299 á innanlandsleiðum og 2350 milli landa. Til saman- burðar má geta þess að á fyrstu 7 starfsárum félagsins vorU fluttar alls 10873 farþegar. Hafa heildarflutningar F. i. aldrei fyrr orðið jafn miklir á einum mánuði. Nemur aukning- in 35% sé gerður samanburður á ágúst í fyrra. Vöru- og póstflutningar hafa sömuleiðis aukizt til muna. voru í s. I. mánuði flutt 134.545 kg. af vörum með flugvélum fé- lagsins, þar af 116.926 kg. hér innanlands. Þá voru^fluttar rösk lega 11 smálestir af pósti í mán uðinum. Farþegaflutningar eru enn mjög miklir, bæði innanlands og milli landa, og eru flugvél- arnar oftast þétt setnar. Leigu- flutningur er nú með meira móti hjá Flugfélagi íslands. Fyr- ir nokkru flaug Sólfaxi norður til Thule á Grænlandi og sótti þangað 55 danska verkamenn, sem þar hafa unnið að bygginga framkvæmdum í sumar. Einnig: fluti Gullfaxi 55 sjómenn frá Gautaborg til New York með við> komu í Reykjavík. Var ferð þessi farin á vegum Sænsk- amerísku linunnar. Einnig fór Douglas-flugvél til Meistaravik- ur og sótti þangaðí hóp Danar sem þar hefur dvalið í sumar við námuvinnslu. Loks flutti önnur millilandaflugvél F. í. Hamborgaróperuna milli Edin- borgar og Hamborgar í tveimur ferðum hvora leið. Á borðið: Gulrófur. Gulrætur. Kartöflur. Hvítkál. Tómatar. Cítrónur. Appelsínur Melónur. Verdunin BORG Sími 465.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.