Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 15.11.1956, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 15.11.1956, Blaðsíða 1
Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjuaa. 15. tölublað Bréfaskóli SÍS Á sjöunda hundrað nýrra nemenda innrituðust í Bréfa- skóla SÍS á sl. árj; Er þá saman- lögð tala nemenda skólans frá byrjun rétt 8000. Nemendur eru hvaðanæfa af landinu, en eins og áður að tölunni til flestir úr Reykjavík, miðað við nokkurt eitt byggðaiiag, en hlutfallslega fleiri úr ýmsum byggðarlögum fjarri höfuðstaðnum. Aldur nemenda er mjög mis- jafn, en flestir eru þeir milli 15 pg 30 ára eða um 78% af nem- endum skólans. Á aldrinum 30- 40 ára eru nálægt 12%, 40-50 ára um 6% ,50-60 ára um 2%, yfir sextugt og undir 15 ára aldri um 2%. Uni 70% af namendum skól- ans stunda sjómennsku, land- búnað, verkamannavinnu, iðn- aðarstörf eða aðra crfiðisvinnu. Hinir eru unglingar, margir við ýmis konar nám, og aðrir, er vinna léttari störf. I>á eru ög nemendur, sem dvelja í sjúkra- liúsum eða vistheimilum, en geta stundað bréfanám. Tilgangur nemenda bréfa- skólans með náminu er oftast sá, að afla sér þekkingar, er að not um má koma við starf þeirra eða þau störf, er þeir ætla sér að vinna. Má þar nefna til dæmis ýmsa þá, er hafa með rekstur fyr- irtækja. Þ'eir lesa gjarnan bók- færslu, íslenzku, réttritun og eitt hvert erlerit mál. Þeir, sem gæta véla, en hafa ekki vélfræðiþekk- ingu, lesa mótorfræði o. s. frv. Þá eru aðrir nemendur, sem l)úa sig undir annað hárri nieð bréfanáminu, þ. á. m. þeir, sem búa sig undir landspróf, en nokk rar námsgreinar skólans eru við það miðaðar þ.e. íslenzk réttrit- un , íslenzk bragfræði, enska, danska, algebrá Ög eðlisfræði. Tilgangur bréfaskólans er að veita góða og ódýra kennslu hvar sem er á landinu. . Undirstaða þessað svo megi ver'ða' er m.a. að skólinn hafi á að skipa góðum kennurum. Það er því skójanum mikils virði, og hann metur það og þakkar, að kennarar hans eru reyndir kenn- arar og sérmenntaðir hver í sinni grein, sem allt vilja gera til þess að" skólinn megi verða góður og gagnlegur. Ymsir hafa e.t.v. talið að' oreýndú, að bréfanám kæmi ekki að góðu haldi. Reynslan hefur sýnt, að bréfakennsla er góð kennsluaðferð í mörgum grein- um. Auk þess hefur hún þá góðu kosti að nemendur geta valið n;imsgreinar og ráðið námshraða sínum sjálfir og stundað námið á heimilum sínum Nám við bréfaskólann, eins og aðra skóla, ber því einungis góðan árángur, að nemandinn leggi sig fram við námið. Það þarf bæði vinnu og tíma við þetta nám sem annað, þótt nem- andihn geti að sjálfsögðu ráðið því, livort hann tekur eina grein eða fleiri, og live hratt hann vill eða getiir skilað úrlausnum. Það skal tekið fram, að bréfa- kennslan fer fram sem trúnaðar- íiiál milli skólans, nemenda hans og kennara. Framburðarkennsla í tungu- íriáluru fyrir bréfaskólann mun verða í útvarpinu í vetur eins og verið heíur, og á útvarps- st.jóri og útvarpsráð miklar þakk- ir skilið fyrir það liðsinni og vinseihd, sern það þannig sýnir bréfaskólanum. Námsgreinar skólans eru: Skipulag og starfshættir sam- vinnufélaganna, kennari Eiríkur Pálsson, lögfræðingur Fuhdarstjórn og fundarregiur, kennari Eiríkur Pálsson, lögfræð- ingur. Bókfærsla 1. og 2., kennari Þorleifur þórðarson, forstjóri. Búreikningar, kennari Eyvind ur Jónsson, búfræðingur. íslensk bragfræði, kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, mag. íslensk réttritun, kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, mag. Enska fyrir byrjendur og enska framhaldsflokkur, kennari Jón Magnússon, fil. cand. Danska fyrir byrjendur og danska framhaldsflokkur, kenn- ari Ágúst Sigurðsson, cand. mag. Þýzka fyrir byrjendur, kenn- ari: Ingvar Brynjólfsson, mennta skólakennari. Franska, kennari: Magnús G. Jónsson, menntaskóiakennari. Esperantó, kennari: Þorleif- ur Þórðarson, forstjóri. Algebra, kennari Þóroddur Oddsson, menntaskólakennari. Eðlisíræði, kennari: Sigurður Ihgimundarson, efnafræðingur. Mótoríneði I ög II, kennari: Þorsteinn Loftsson, vélfr. Sigiingafræði, kennari: jónas Sigurðsson, stýrimannask.kenn- ari. Landbúnaðarvélar og verk- færi, kennari: Haraldur Árna- son, verkfræðingur. Sálarfræði, kenarar dr. Broddi Jóhannesson og frú Valborg Sigurðardóttir, uppeldisfræðing ur. Skák, fyrir byrjendur og fram lialdsflokkur, kennari Baldur Möller, skákmeistari. Leikfél. Vestm.eyja 1. október s. I. sýndi Leikfé- lag Vestmannaeyja gamanleik- inn Gimbil undir leikstjórn Ragnhildar Steingrímsdóttur leikkonu fró Akureyri. Leikur þessi er í þrem þátrum. Leik- endur eru ótta. Só sem þetta skrifar só leik þennan leikinn ! Reykjavík. Við samanburð á leik þeirra Jleyk- víkinganna má fullyrða, að leik endum leikfélagsins hafi tekízt vel með leik þennan. Að vísu lék hér leikkonan okkar góð- kunna, Margrét Ólafsdóttir fró Flötum, sem leíkið hafði hlut- verk sitt óður í Reykjavík, enda lék hún afbrags vel og vakti mikla hrifningu áhorfenda. Eg hygg það ekki ofsagt, að leikur- inn í heild hafi tekizt mæta vel. Jóhanni Bjönrssyni, sem lék Skarphéðin Hádal, hinn létt- lynda og alvörulausa heimilisföð ur, tókst mæta vel að túlka hlut- verkið. Jóhanni tekst yfirleitt vel ' á leiksviði að túlka þau hlutverk sem hann tekur að sér. Unnur Guðjónsdóttir og Eín ar Þorsteinsson hafa óður getið sér góðan orðstír fyrir leik sinn hér ó leiksviði. Þeim bróst hér heldur ekki bogalistin, þótt segja megi, að leikkönan hafi gert helzt til mikið að því að ýkja fettur og brettur frúarinn- ar, Malinar hinnar gimbil- eða hermannasjúku. Trúað gætum við því, að hollt yrði það Sigurgeir Scheving að komast í góðan leikskóla. Hann hefur í sér leikarann, en þarf að læra að temja hann og öðlast þroska í listinni. Hinir ungu leikarar og óvönu Framhald á 4. síðu. Óýrt að' fljúa til Ameríku Loftieiðir bjóða enn hinar vinsæiu ijölskylduferðir á tíma biiinu frá 1. nóvember til 31. marz, en með þeim stórlækka öirfargjöld milli Bandaríkjanna og íslands fyrir þá, sem ferðast vilja með þessum hætti. Fargjöldin eru rúmar 5 þús. krónur, sé farmiði keyptur fram og til baka, en á hinu fyrrgreinda tímabili dragast 2,285 krónur frá samlögðu fargjaldi hjóna, og fjögurra manna fjölskylda getur ferðast fram og aftur milli Bandaríkjanna og íslands fyrir rúmar 10 þús. krónur. Þessi lágu fargjöld gilda ein- ungis á flugieiðinni milli Banda- ríkjanna og íslands, en þess vegna er síst dýrara fyrir þá, sem ætla með fjölskyldu sína til út- landa í vetur, að bregða sér til Ameríku, í stað þess að fara til Bretlands eða meginlands Evr- ópu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.