Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 1
Alþýðtfblaðið Geliö át aí Alþýðuflokknum 1923 Miðvikudaginn 24. október. 150. tölublað Kjósið A-listann! Ekkert geta þeir. Burgeisaliðið styður sundurleit- an hóp stjórnmála-„spekúlanta“. Hvers vegna? Yegna þess, að þeir eru fyrst og fremst andstæð- ingar Alþýðuflokksins, andstæðiug- ar starfandi samtaka verkalýðs- ins, andstæðingar þess, að nokk- uð verði framkvæmt af stefnu- skráratriðum jafnaðarmanna Yf- irleitt eru þeir, þessir góðu bur- geisar, andstæðingar allra og alls, sem ekki er þeim sjálfum per- sónulega til hagnaðar, sbr. ein- staklingsframtakið, sem þeir með réttu lofa, það er að segja, ef þeir gerðu það á réttum grundvelli. feir, sem fylgjast vel með mál- unurn, sjá brátt, að andstæðingar jafnarmanna geta á engan hátt hrakið skoðanir jafnaðarmanna. í stað þess snúa þeir út ur þeim, svara þeim með illyrðum, eða — sem algengast er — skamma persónulega forgöngumenn jafnað- arstefnunnar hérlendis, segja er- lenda jafnaðarmenn snúna frá stefnunni, segja stefnuna fagra hugsjón, en mennina óhæfa til þess að framkvæma hugsjónina, o. s. frv. Hvaða rök færa burgeisarnir fram nú í kosningabaráttunni mál- stað sínum til stuðnings? Lesið blöðin þeirra. Fiskur, sem þræta hefir orðið út af fyrir nokkrum árum, og fé hefir tapast á, var um skeið höf- uð-röksemdin. Hver hafði mest otaö fram fiskisögu þeirri? Mað- ur, sem vegna vanskila var vikið burt úr opinberri stöðu í sveit sinni. Hver tyggur svo söguna þá? Maður, sem þykist þrunginn af réttarmiðvitund. Skyldi svo vera? Fiskisagan hafði engin áhrif. Hvað var þá? Landráð! Forsprakkar Alþýðuflokksins voru landráðamenn. þarna var smellin röksemdl Jú, Landráð, Þau hafa verið notuð áður. En ekki i kosninga- baráttu. Franski foringinn Dreyfus var sakaður um landráð og dæmd- ur sekur. Síðar var sakleysi hans sannað og hann sýknaður. Ákær- andi hans var handtekinn og framdi sjálfsmorb. Það heflr verið skorað á Jakob Möller að kæra ákveðna menn fyrir landráð. Hann hefir ekki gert það enn og gerir það aldrei, því , að hann getur það ekki. Gerði hann það, mundi fara fyrir honum eins og ákæranda Dreyfus; — hann mundi hengja sig, ef ekki líkamlega, þá pólitískt. Það er sá ábyrgðarhluti aðbera landráð á sáklausa menn. Landráðin voru kosningabeita. Þau eru úr sögunni! Hvað er næst? Trúleysi jafnaðarmanna, bygt á trúmáladeilum innan norska jafn- aðarmannaflokksins! Yegna þess- arar deila eiga íslenzkir jafnað- armenn að vera óferjandi á þing. Þessu svarar 60. grein stjórn- arskrár hins islenzka ríkis svo: »Enginn má neins f missa af borgaralegum og þjóðiegum rétt- indum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu«. Nei; Magnús guðfræðiskennari: Við skulum baía halda okkur inn- an landamæranna! Jafnaðarstefnan er pólitísk, en ekki trúfrœðileg. Trúarbiögðin eru algert einka- mál, og er bæði óviturlegt og ill- girnislegt að ætla að nota þau til pólitískra æsinga, Guðfræðiskenn- ara ætti að minsta kosti að vera þau helgari en svo, ' Þessi beitan bregst. Hvað næst? Kaupdeila togaraeigenda og sjó- manna! Það bregst lika, því að stjórnarskráin er engu siður á bandi sjóipannn en útgerðarmanna. Eins og útgerðarmenn teljast eig- endur togaranna, eins eru sjómenn fullgildir eigendur líkama síns og sálar og þar með vinnuafls síns. Þessi beita dettur líka af öngl- inum áður en haDn kemur í vatnið. Hvað þá? Jafnaðarmenn eru lögbrjótar! Efsti maðurinn á lista burgeis- anna hefir hlotið 200 króna sekt fyrir bannlagabrot, og hvorum megin skyldu þá hinir bannlaga- brjótarnir vera. En hverjir af frambjóðendum A-listans eru lög- brjótar? Svona mætti lengi telja upp rökþrot burgeisanna gegn jafnað- arstefnunni og Alþýðuflokknum. Vafalaust hafa kosningasmalarnir enn þá auðvirðilegri og jafnframt svívirðilegri getsakir í garð jafn- aðarmanna. Líklega eru þeir þó haéttir aö segja þá morðingja og mannætur. En, sem sé, rök gegn stefnu jafnaðarmanna finna burgeisarnir engin, og þeir geta það heldur ekki. Þórir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.