Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1923, Blaðsíða 1
Alþýðtsblaðið Gtefið dLt af Alþýðuflokkuum 1923 Miðvikudaginn 24. október. 150. tölublað Kjós -listann! Ekkert geta þeir. Burgeisaliðið styður sundudeit- an hóp stjóramála-Hspekúlanta". Hvers vegna? Vegna þess, að þeir eru fyrst og fremst andsræð- ingar Alþýðuflokksins, andstæðing- ar starfandi samtaka verkalýðs- ins, andstæðingar þess, að nokk- uð verði framkvæmt af stefnu- skráratriðum jafnaðarmanna Tf- irleitt eru þeir, þessir góðu bur- geisar, andstæðingar allra og alls, sem ekki er þeim sjálfum per- sónulega til hagnaðar, sbr. ein- staklingsframtakið, sem þeir með réfctu lofa, það er að segja, ef þeir gerðu það á réttum grundvelli. Peir, sem fylgjast vel með mál- unum, sjá brátt, að andstæðingar jafnarmanna geta á engan hátt hrakið skoðanir jafnaðarmanna. í stað þess snúa þeir út ur þeim, svara þeim með illyrðum, eða — sem algen gast er — skamma persónulega forgöngumenn jafnað- arstefnunnar hérlendis, segja er- lenda jafnaðarmenn I snúna frá stefnunni, segja stefnuna fagra hugsjón, e'n mennina óhæfa til þess að framkvæma hugsjónina, o. s. frv. Hvaða rök færa burgeisarnir fram nú í kosningabaráttunni mál- stað sínum til stuðnings? Lesið blöðin þeirra. Fiskur, sem þræta hefir orðið út af fyrir nokkrum árum, og fó hefir tapast á, var um skeið höf- uð-röksemdin. Hver hafði mest otaö fram fiskisögu þeirri? Mað- ur, sem vegna vanskila var vikið burt úr opinperri stöðu í. sveit sinni. Hver tyggur svo söguna þá? Maður, sem þykist þrunginn / af róttarmiðvitund. Skyldi svo vera? Fiskisagan hafði engin áhrif. Hvað var þá? Landráð! Forsprakkar Alþýðuflokksins voru landráðamenn. Parna var smellin röksemdl Jú, Landráð, Þau hafa verið notuð áður. En ekki í kosninga- baráttu. Franski foringinn Dreyfus var sakaður um landráð og dæmd- ur sekur. Síðar var sakleysi hans sannað og hann sýknaður. Ákær- andi hans var handtekinn og framdi sjálfsmorð. Það hefir verið skorað á Jakob Möller að kæra ákveðna menn fyrir landráð. Hann hefir ekki gert það enn og gerir það aldrej, því , að hann getur það ekki. Gerði hann það, mundi fara fyrir honum eins ög ákæranda Dreyfus; — hann mundi hengja sig, ef ekki líkamlega, þá pólitískt. Það er sá ábyrgðarhluti aðbera landráð á sa'klausa menn. Landráðin voru kosningabeita. Þau eru úr sögunni! Hvað er næst? Trúleysi jafnaðarmanna, bygt á trúmáladeilum innan norska jafn- aðarmannaflokksins! Vegna þess- arar deilu eiga íslemkir jafnað- armenn að vera, óferjandi á þing. Þessu svarar 60. grein stjórn- arskrár hins íslenzka ríkis svo: , »Enginn má neins I missa af borgaralegum og þjóðlegum rétt- indum fyrir sakir trúarbragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sðk skorast undan almennri félagsskyidu«. Nei; Magnús guðfræðiskennari: Við skulum bara halda okkur inn- an landamæranna! Jafnaðarstefnan er ¦pölitísh, en ekki trúfrœðileg. Trúarbiögðin eru algert eihka- mál, og er bæði óviturlegt og ill- girnislegt að ætla að nota þau til pólitískra æsinga, Guðfræðiskenn- ara ætti að minsta kosti að vera þau helgari en svo. , xÞessi beitan bregst. Hvað næst? Kaupdeila togaraeigenda og sjó- manna! Það bregst líka, því að stjórnarskráin er engu siður á bandi sjórqannn en útgerðarmanna. Eins og útgerðarmenn teljast eig- endur togaranna, eins eru sjómenn fullgildir eigendur líkama síns og sálar og þar með vinnuafls síns. Þessi beita dettur líka af öngl- inum áður en hann kemur í vatnið. Hvað þá? Jafnaðarmenn eru lögbrjótar! Efsti maðurinn á lista burgeis- anna hefir hlotið 200 króna sekt fyrir bannlagabrot, og hvorum megin skyldu þá hinir bannlaga- brjótarnir vera. En hverjir af frambjóðendum A-listans eru lög- brjótar? Svona mætti lengi telja upp rökþrot burgeisanna gegn jafnað- arstefnunni og .Alþýðuflokknum. Vafalaust hafa kosningasmalamir enn þá auðvirðilegri og jafnframt svívirðilegri getsakir í garð jafn- aðarmanna. Líklega eru þeir þó heéttir að segja þá morðingja og mannætur. En, sem sé, rök gegn stefnu jáfnaðarmanna finna burgeisarnir engin, og þeir geta það heldur ekki. Þórir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.