Fréttablaðið - 03.10.2011, Side 1

Fréttablaðið - 03.10.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 EFNAHAGSMÁL Skoða á hvort ákvæði um erlendar fjárfestingar verði sett í sérlög og sérstök lög um mála- flokkinn verði lögð af. Þetta er á meðal niðurstaða úr vinnu starfs- hóps iðnaðarráðherra. Þá er til athugunar að leggja af nefnd um erlendar fjárfestingar. Unnið er að þingsályktunartillögu um málið og byggir hún á skýrslu starfshópsins. Iðnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra munu leggja tillöguna fram saman. Aðalsteinn Leifsson, sem var for- maður starfshópsins, segir að regl- ur um erlenda fjárfestingu séu of matskenndar. Eðlilegra væri að hafa ákvæði í sérlögum, svo sem lögum tengdum atvinnuvegum, en að hafa sérstök lög um erlendar fjár- festingar. Aðalsteinn segir að forsvars- menn fyrirtækja sem reynt hafi að sækja sér erlenda samstarfs- aðila kvarti yfir því að erfitt sé að fá skýr svör um eftir hvaða reglum og tíma takmörkunum sé unnið. Vanda verði stjórnsýsluna betur og afnema óvissu. Hún fæli fjár- festa frá. „Við verðum að vanda okkur betur í stjórnsýslunni og menn þurfa að geta gengið að skýrum reglum. Það á ekki að gefa neinn afslátt af reglunum en menn verða að vita að hverju þeir ganga. “ Fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hefur í gegnum tíðina svo til eingöngu verið bundin ein- stökum verkefnum í áliðnaðinum. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að auka fjölbreytni þeirra verkefna sem erlendir aðilar fjárfesti í og fjárfestingar að utan eigi að vera reglulegar. „Ef horft er á Norðurlöndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér; dreifist yfir mismunandi þjónustu og breiðir úr sér um allt hagkerfið. Hér á landi er þetta bundið, ekki bara við orku- frekan iðnað, heldur beinlínis við álið.“ - kóp / Sjá síðu 10 Paratabs® Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 3. október 2011 230. tölublað 11. árgangur Ef horft er á Norður- löndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér. AÐALSTEINN LEIFSSON FORMAÐUR STARFSHÓPS IÐNAÐARRÁÐHERRA Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Ný íslensk hönnun byggð á íslenskum þjóðvísum Lyklahús eftir iðnhönnuð-inn Hjördísi Ýr Ólafsdóttur eru nú fáanleg í Epal og Mýrinni. Þau fást í nokkrum litum og koma sér vel til að halda lyklum og mikil-vægum pósti til haga. Húsdýrin á hankaH ani, krummi, hundur, svín er heiti nýrra snaga úr áli eftir þau Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur. Snagana kynntu þau á HönnunarMars í Epal í vor og nú eru fyrstu eintökin komin í fram-leiðslu. Form sitt og nafn draga snagarnir af gamalli íslenskri þjóðvísu, en Ólafur og Sylvía vinna saman undir heitinu Hár úr hala. „Við höfum bæði áhuga á sögum og það verður líklega undirtónninn í okkar vörum,“ útskýrir Ólafur, en nafn hönnunar- teymisins er einmitt fengið úr sögunni um Búkollu. „Þar eru hár úr hala Búkollu notuð til að skapa eitthvað nýtt, eins og við gerum úr efni,“ bætir hann við.„Vísurnar eru mjög myndrænar og okkur fannst þær henta vel í þetta verk- efni,“ segir Sylvía. „Við hugsum snagana fyrir unga sem aldna. Litirnir eru svartur hvítur og grár svo þeir fara vel inni í for- stofu.“ 2Járn & Gler hf. Skútuvogur1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900 www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög Við bjóðum upp á sjálf-virkan hurðaopnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi. Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. FASTEIGNIR.IS 3. OKTÓBER 2011 40. TBL. Heimili fasteignasala er með á skrá einbýlishús við Hrauntungu 22 í Kópavogi. Húsið verður til sýnis á morgun. M ikið endurnýjað tveggja hæða einbýlishús og bílskúr í Suðurhlíðum Kópavogs er komið á skrá hjá Heimili fasteignasölu. Íbúðar-rýmið er 175,2 fermetrar og bílskúrinn 23,4 fer-metrar, samtals 198,6 fermetrar. Inni af bílskúrnum er rúmlega 60 fermetra óskráð rými sem býður upp á ýmsa möguleika. Ytra byrði hússins var allt tekið í gegn fyrir um tveimur árum Fimm svefnherb i herbergi og fataskápur í tveimur þeirra. Frá hjóna-herbergi er unnt að ganga út á stórar suður svalir sem liggja einnig meðfram stofunni. Frá svölum er hægt að ganga niður á hellulagða verönd. Bað herbergi er í flísalagt í hólf og gólf, með eikar innréttingu með halógenlýsingu, baðkari, upphengdu salerni og glugga. Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar stofa. Arinn í stofu. Frá stofu er gengið út á suðursvalir. Eld-hús er með borðkrók, snyrtilegri viðar innréttingu með flísum á milli efri og neðri skáps. Neðri hæð: Teppalagður stigi í kjallarann Íkj ll Eign á eftirsóttum stað Stofan er björt og rúmgóð. Ytra byrði hússins var allt tekið í gegn fyrir um tveimur árum. SÍMI 512 4900 – BOLHOLTI 4 – LANDMARK.IS 512 4900 www.landmark.is! gg g j gg g gg g Magnús Einarsson lö iltur fastei nasali Þórarinn Thorarensen sölust óri Sigurður Samúelsson lö iltur fastei nasali Kristberg Snjólfsson ölufulltrúi Sveinn Eyland ö iltur fastei nasali l s Friðbert Bragason ölufulltrúis Eggert Maríuson ölufulltrúis igrún Hákonardóttir S p gviðski tafræðin ur – skjalagerðÁrangur – Fagmennska – Framsækni FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSIMeira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Sími 562 4250 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF Borgartún 31 - 105 Reykjavík - www.fjarfesting.is - fjarfesting@fjarfesting.is Pétur Þ. Sigurðsson hrl. löggiltur fasteignasali Óskar Þór Hilmarsson L g ilt r fasteignasali Skógarhlíð 12 – Reykjavík. Til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Skógarhlíð 12 í Reykjavík, þar sem Pricewaterhouse er til húsa. Húsið er allt mjög glæsilegt að innan og utan. Um er að ræða 3. hæðina sem er skipt niður í ca. 80 og 170 fm. einingar. Einnig er jarðhæðin, ca. 550 fm., sem hægt er að skipta niður. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693-7310. Vilja afnema lög um erlendar fjárfestingar Starfshópur iðnaðarráðherra um erlendar fjárfestingar vill skoða hvort leggja skuli af nefnd um erlendar fjárfestingar. Þá verði ákvæði þar um sett í sérlög í stað laga um málaflokkinn. Nánast eingöngu hefur verið fjárfest í áliðnaði. HVASST NV-TIL Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda NV-til. Annars víða hæg norðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið. Kólnandi veður. VEÐUR 4 76 9 9 9 Hani, krummi, hundur, svín Innblástur snaga eftir Ólaf Þór Erlendsson og Silvíu Kristjánsdóttur er sóttur í vel þekkta vísu. allt Plata frá Tarfinum Smári Tarfur undirbýr plötu þar sem hann spilar á kjöltugítar og syngur með. fólk 22 FÓLK „Þetta er búin að vera mjög mikil vinna en fólk hefur tekið mjög vel á móti þessu,“ segir Edda Magnúsdóttir. Edda er einn af þremur skipu- leggjendum tónleikaraðarinnar Perfect Sounds Forever sem verður haldin í fyrsta sinn í Bergen í Nor- egi í októ- ber. Tónleika- röðin fer fram í gömlu slátur- húsi sem hefur verið breytt í tónleikastað. Fjórtán hljóm- sveitir koma fram á tónleika- röðinni árinu. „Við erum búin að sækja um mjög mikið af styrkjum og erum búin að fá mikla peninga,“ segir hún ánægð, en styrkirnir nema um fjórum og hálfum milljónum íslenskra króna. - fb / sjá síðu 30 Gerir það gott í Noregi: Tónleikaröð í sláturhúsi EDDA MAGNÚSDÓTTIR Setja upp barnasýningu Leikfélag Hafnarfjarðar fagnar 75 ára afmæli. tímamót 16 SAMFÉLAGSMÁL Erilsamt hefur verið hjá teymi sem borgaryfirvöld settu saman í fyrra til að hreinsa til á heimilum þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábótavant. „Biðlistar mynduðust til dæmis í sumar og þá höfðu starfsmenn vart undan við að komast yfir allt saman,“ upplýsir Sigrún Ingvars- dóttir, deildarstjóri hjá heima- þjónustu Reykjavíkur. Að sögn Sigrúnar eru málin sem koma inn á borð teymisins ólík að umfangi. „Stundum þarf að henda endurvinnan legum umbúðum, þvo þvott eða fara með bíl sem hefur staðið lengi bilaður í viðgerð. Í erfiðustu tilfellum hefur kannski ekki verið farið lengi út með sorp eða hreinsað kringum gæludýr og svo mikið drasl safnast að fólk sefur ekki lengur í eigin rúmi fyrir pláss- leysi.“ Sigrún tekur fram að í sumum til- vikum séu málin teyminu hreinlega ofvaxin. Eins og þar sem fíkniefna er neytt. „Við höfnum einfaldlega slíkum málum þar sem viðbúið er að allt fari í sama horf á skömmum tíma og svo tökum við heldur ekki í mál að setja starfsmenn í hættu.“ - rve / sjá Allt í miðju blaðsins Biðlistar hafa myndast eftir séraðstoð frá borginni við þrif á illa hirtum heimilum: Komast ekki í rúmið fyrir rusli KAUPMANNAHÖFN, AP Svokallaður fituskattur tók gildi í Danmörku á laugardaginn. Hann er lagður á matvæli á borð við smjör og olíu með það fyrir augum að draga úr neyslu á óhollum mat. Samkvæmt þessum nýju lögum leggjast sextán danskar krónur, sem jafngilda 330 íslenskum krónum, á hvert kíló af fitu í matvælum og verða hamborgarar og smjörpakkar á meðal þess sem hækkar í verði. Lögin voru samþykkt með mikl- um meirihluta á danska þinginu í mars í von um að auka lífslík- ur Dana. Skattur hefur verið lagður á sætindi og gosdrykki um hríð í Danmörku og nokkrum öðrum Evrópuríkjum. Danir eru hins vegar fyrstir til að skattleggja fituríkan mat sérstaklega. - fb Danir vonast eftir lengra lífi: Fituskattur tekur gildiÞórsarar féllu í 1. deild Fram og Grindavík björguðu sér enn einu sinni frá falli á lokadegi mótsins. sport 24 OFBELDIÐ Á BROTT Dagur baráttu fyrir tilveru án ofbeldis var haldinn í gær. Fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í gærkvöldi með kerti í hendi og bjó til mannlegt friðarmerki í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.