Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 2
3. október 2011 MÁNUDAGUR2 20% afslátturaf Biomega vítamínum KÍNA Kínastjórn sýnir enga eftirgjöf, nærri ári eftir að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels, hvorki gagnvart norskum stjórnvöldum né eiginkonu verðlaunahafans. „Það hafa ekki orðið miklar breytingar,“ sagði Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í heimsókn sinni hér á landi í síðustu viku þegar hann var spurður um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína sem ríkt hefur undanfarið ár. „Mér sýnist að Kínverjar hafi ákveðið að draga veru- lega úr stjórnmálasambandi við Noreg. Við vonumst til að finna einhverjar leiðir til að halda samskiptunum áfram og taka upp aftur þá samvinnu sem áður var á milli okkar. En við verðum bara að taka okkur þann tíma sem þarf í það.“ Liu Xia, eiginkona andófsmannsins, býr enn í íbúð sinni í Peking þar sem henni er haldið í einangrun og hefur lítil samskipti við umheiminn. Lögreglan hefur eftirlit með henni, hún fær hvorki aðgang að síma né inter neti og aðeins fáeinir ættingjar fá að heimsækja hana nema. Nóbelsverðlaunahafinn sjálfur afplánar ell- efu ára fangelsisdóm fyrir baráttu sína fyrir lýðræði í Kína. - gb Noregur enn úti í kuldanum hjá Kínastjórn, ári eftir að Liu Xiaobo fékk Nóbel: Eiginkonan enn í einangrun LÖGREGLAN FYLGIST MEÐ Kínverskur lögreglumaður les blað meðan hann bíður fyrir utan íbúð eiginkonu andófsmannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VÍSINDI Vísindamenn við Salk- stofnunina í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á gen sem virð- ist stjórna líffræðilegri klukku mannslíkamans. Genið hefur á morgnana fram- leiðslu á ákveðnu prótíni sem líkaminn fylgist með til að vita hvenær hann á að sofa og vaka. Þá örvar það efnaskipti í líkam- anum. Binda vísindamennirnir vonir við að uppgötvunin geti komið að notum við að skýra hluta af orsökum svefnleysis, öldrunar og sjúkdóma á borð við krabbamein og sykursýki. Þá vonast þeir til að einn daginn verði hægt að gera uppgötvunina hagnýta við meðferð þessara sjúkdóma. - mþl Uppgötvuðu virkni gens: Fundu líkams- klukkugenið DÓMSMÁL Dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar, einn sakborn- inganna í Guðmundar- og Geir- finnsmálunum, hafa nú verið gerðar opinberar, tveimur árum eftir að hann lést. Gísli Guðjóns- son réttarsálfræðingur, sem hefur ekki fyrr tjáð sig opinberlega um þessi umdeildu dómsmál, segir það vera sláandi við þessar dagbækur að þær séu skrifaðar eins og þar tali saklaus maður. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er ekki bara æskilegt held- ur nauðsynlegt að taka þetta mál upp og rannsaka það,“ sagði Gísli í viðtali á Stöð 2 í gær. -ha Ný gögn í Geirfinnsmáli: Dagbækur bera sakleysi vott SAMGÖNGUR Herjólfur kom til Vestmannaeyja í gær eftir að hafa verið í slipp í Óðinsvéum í Danmörku vegna viðhalds. Sigl- ingar skipsins hefjast í Þorláks- höfn í dag kl. 8. Breiðafjarðar- ferjan Baldur hefur leyst Herjólf af en því lýkur í dag. Síðustu tvær ferðir Baldurs í gærkvöldi féllu niður vegna veðurs og sjó- lags á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Vegna stærðar og þyngdar Herjólfs þarf hann meira dýpi í mynni Landeyja- hafnar en Baldur. Hann mun því ekki sigla þangað heldur til Þor- lákshafnar alla þessa viku. - fb Snýr aftur heim úr slipp: Herjólfur siglir á nýjan leik HERJÓLFUR Skipið Herjólfur er komið aftur til Vestmannaeyja. FASTEIGNIR „Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fast- eignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast,“ segir Ágúst Jónsson, skrifstofu- stjóri á Framkvæmda- og eigna- sviði Reykjavíkurborgar. Davíð Stefánsson, sérfræðing- ur á greiningardeild Arion banka, hélt á fimmtudag erindi um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Hann benti á að á árum áður hefði lóðaverð verið mjög lágt, nánast ókeypis, og afar lítill hluti af bygg- ingarkostnaði. Síðastliðin fimm ár hefði lóðaverð fyrir sérbýli tvöfald- ast, farið úr því að vera í kringum tíu prósent af byggingakostnaði í tuttugu. Á sama tíma hefði lóða- verð fjölbýlishúsa farið úr fjórum prósentum í sautján. Það er rétt rúmlega fjórföldun á fimm árum. Þetta telur Davíð á meðal þess sem skýri að nýbygg- ingar eru nær engar um þessar mundir og geti leitt til skorts á íbúðamarkaði í lok árs 2013. Davíð sagði litla sem enga aðlögun hafa átt sér stað á markaðnum þrátt fyrir hrunið, lóðaverð stæði á svipuðum stað. Dæmi um slíkar lóðir eru í Úlfarsárdal. Þar er lóð fyrir þrjátíu íbúða fjölbýlishús við Urðarbrunn sem verðlögð er á 138 milljónir króna. „Lóðaverð þarf að lækka. Það er stundum í engum tengslum við þann veruleika sem við búum við í dag. Það eru litlar líkur á að sveit- MILLJÓNALÓÐ Í LANDI ÚLFARSFELLS Þeir sem keyptu lóðir við Úlfarsfell á árunum 2007 og 2008 hafa fengið að skila þeim eftir efnahagshrunið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DAVÍÐ STEFÁNSSON Erfitt að lækka verð lóða í Reykjavík Hlutfall lóðaverðs í byggingarkostnaði fjölbýlishúsa er fjórfalt hærra nú en árið 2006. Það er á svipuðum slóðum og síðla árs árs 2007. Sérfræðingur hjá grein- ingardeild Arion banka segir hátt lóðaverð geta leitt til skorts á íbúðamarkaði. Lönd og lóðir til nýbygginga standa utan efnahagsreiknings Reykjavíkur- borgar. Þegar lóðir eru seldar er andvirði lóða fært til tekna í efnahags- reikningi borgarinnar. Með sama hætti eru tekjur færðar niður við lóðaskil, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Eftir því sem næst verður komist hefur hátt lóðaverð ekki haft áhrif á söluna upp á síðkastið og greiða verktakar uppsett verð. Lóðir standa utan efnahagsreiknings arfélög fái það verð sem sett var á lóðirnar fyrir hrun,“ sagði Davíð. Ágúst bendir á að við verðlagn- ingu lóða árið 2007 hafi annars vegar verið horft til meðalverðs á lóðum í undangengnum lóðaútboð- um og hins vegar hvað uppbygg- ing á viðkomandi hverfi kosti. Hluti lóðagjaldsins sé svokallað viðbótar- gjald sem greiðist ekki nema lóðar- réttindi séu framseld innan sjö ára. Hann bendir á að borgin hafi þurft að taka tillit til mismunandi hópa lóðarhafa; þeirra sem hafi keypt lóðir á nýbyggingarsvæðum í Reykjavík á árunum 2007 og 2008 og fengið að skila þeim eftir hrun- ið og hinna sem hafi keypt lóðir ári fyrr en fái ekki að skila þeim. „Það hefði verið mjög hastarlegt gagnvart þeim sem greiddu „fullt verð“ fyrir lóðirnar í útboðum og fá ekki að skila þeim að lækka verð- ið á lóðum sem síðar var úthlutað,“ segir Ágúst. jonab@frettabladid.is Ólafur, hefur ekki alltaf blundað smá víkingur í þér? „Jú, ég er víkingur.“ Ólafur Þórðarson hefur tekið við þjálfun knattspyrnuliðs Víkings í Reykjavík. STJÓRNARSKRÁ Eiríkur Bergmann Einarsson, fulltrúi í stjórnlaga- ráði, er ósammála túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á tillögum stjórnlaga- ráðs með tilliti til embættis for- seta Íslands. Eiríkur segir emb- ættið hafa álíka vægi í tillögum ráðsins og verið hafi. Í ræðu sinni við þingsetningu á laugardag sagði Ólafur Ragnar að tillögur stjórnlagaráðs færðu embætti forseta aukna ábyrgð, embættið yrði mun valdameira en áður. Þá hvatti Ólafur til þess að afstaða núverandi Alþingis til tillagnanna yrði skýrð áður en forset a - kosningar færu fram í júní. Í ræðu sinni benti Ólafur á að samkvæmt tillögunum þyrfti forseti að samþykkja val á dómur- um og ríkis- saksóknara. Þá skyldi sér- stakur fulltrúi forseta gegna formennsku í nefnd sem metur hæfni umsækjenda um önnur æðstu embætti hins opinbera. Þá sagði Ólafur hlutverk forseta við myndun ríkisstjórna verða sjálf- stæðara en áður. „Þessi túlkun fellur ekki alveg að því sem við lögðum upp með; að vægi og meginhlutverk forseta embættisins yrði áþekkt því sem er núna. Ég held að okkur hafi tekist ætlunar verkið þótt embættið sé með breyttu sniði í tillögunum,“ segir Eiríkur og bætir við að í til lögunum sé stjórnarmyndunin í raun færð inn í þingsal og frá Bessa- stöðum. Val forsætisráðherra byggi á meirihlutasamkomulagi á Alþingi en ekki sjálfstæðu mati forsetans. Loks segir Eiríkur að ekki eigi að koma á óvart að stjórnmála- menn og aðrir kappkosti núna að túlka tillögur ráðsins eftir eigin höfði. Hann vill þó ekki bein- tengja þau ummæli við orð for- setans heldur einfaldlega hvetja til þess að þjóðinni verði sýnd sú virðing að þessar tillögur verði ræddar á forsendum þeirra sjálfra en ekki afbakana. - mþl Fulltrúi í stjórnlagaráði er ósammála túlkun forseta Íslands á tillögum ráðsins: Vægi forsetaembættis álíka og verið hefur EIRÍKUR BERG- MANN EINARSSON LISSABON, AP Bandaríkjamaður- inn George Wright, sem var nýlega hand- samaður í þorpi skammt frá Lissabon í Portúgal eftir áratugi á flótta, telur að nýtt ríkisfang sitt og nafn eigi að koma í veg fyrir framsal sitt til Banda- ríkjanna. Wright var dæmdur í 15 til 30 ára fangelsi fyrir morð í New Jersey árið 1962 en strauk eftir sjö ára afplánun. Þremur árum síðar tók hann þátt í flug- ráni. Hann tók upp nýtt nafn, Jose Luis Jorge dos Santos, árið 1991 eftir að hafa kvænst portú- galskri konu og er hann með portúgalskan ríkisborgararétt. Wright vill afplána það sem eftir lifir af dómi sínum í Portúgal. - fb George Wright handsamaður: Morðingi vill ekki framsal GEORGE WRIGHT SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.