Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 4
3. október 2011 MÁNUDAGUR4 DANMÖRK Helle Thorning-Schmidt gekk í gær á fund Margrétar Dana- drottningar og skýrði frá því að nýtt ríkisstjórnarmynstur lægi fyrir. Sósíaldemókrataflokkurinn, sem hún er í forsvari fyrir, hefur gert stjórnar sáttmála með Sósíal- íska þjóðarflokknum og Róttæka flokknum. Sjálf verður Thorning-Schmidt forsætisráðherra, fyrsta konan í sögu Danmerkur sem gegnir því embætti, en Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka flokksins, verður efnahags- og innanríkisráðherra og Villy Søvndal, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, verður utanríkis- ráðherra. Thorning-Schmidt ætlar ekki að skýra opinberlega frá efnisatriðum stjórnarsáttmálans fyrr en í dag. Danskir fjölmiðlar höfðu þó kom- ist á snoðir um nokkur helstu atriði sáttmálans. Meðal annars fullyrða þeir að stjórnin ætli að sætta sig við breytingar fráfarandi stjórnar á eftirlaunakerfi landsins, þannig að smám saman verði fallið frá því fyrirkomulagi að fólk geti komist á eftirlaun þegar það verður sextugt í stað þess að bíða til 65 ára aldurs, þegar ellilífeyrisréttur tekur við. Að kröfu Róttæka flokksins verður fallið frá hátekjuskatti sem sósíal demókratar og sósíalistar höfðu boðað fyrir kosningar. Ekk- ert verður heldur úr húsnæðis- pakka sem Sósíaldemókratar lofuðu til að ýta undir fasteignaviðskipti. Aftur á móti verður útlending- um gert auðveldara að flytja til Danmerkur en hin umdeilda 24 ára regla verður þó ekki felld niður. Einnig verða gerðar breytingar á skattkerfinu og skilgreind verða opinber fátæktarmörk, svo nokkuð sé nefnt af áformum nýju stjórnar- innar. „Þetta verða erfiðir tímar sem við þurfum að fara í gegnum næstu árin. En við getum gert Danmörku nútímalegri,“ hafði dagblaðið Berl- ingske Tidende eftir Thorning- Schmidt í gær. Í fréttaskýringu danska ríkis- útvarpsins er stjórnin sögð vera mynduð á „rauðum grunni með bláum röndum“, þar sem frjáls- lyndur miðjuflokkur verður í stjórn með vinstriflokkunum tveimur. Samtals hafa þessir þrír flokk- ar ekki meirihluta á þingi og þurfa því stuðning annarra flokka til að koma málum í gegn. Vinstra megin hafa þeir stuðning af Einingar- listanum en um sum mál þurfa þeir væntanlega stuðning hægriflokks- ins Venstre, sem var í forystu fyrir síðustu ríkisstjórn. Þar njóta þeir samkomulags sem Róttæki flokkurinn og Venstre gerðu með sér skömmu fyrir kosn- ingarnar um að hafa náið samstarf eftir kosningar jafnvel þótt annar flokkurinn kæmist í stjórn en hinn yrði í stjórnarandstöðu. gudsteinn@frettabladid.is ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Þetta verða erfiðir tímar sem við þurfum að fara í gegnum næstu árin. HELLE THORNING-SCHMIDT FORSÆTISRÁÐHERRA DANMERKUR BANDARÍKIN, AP Meira en sjö hundr- uð manns voru handtekin á laugar- dagskvöld og aðfaranótt sunnudags á Brooklyn-brú í New York þegar til átaka kom við lögreglu, hálfum mánuði eftir að dagleg mótmæli hóf- ust gegn kaupsýsluvaldinu á Wall Street. Mótmælendur voru engu að síður mættir niður á Wall Street í gær, staðráðnir í að halda áfram aðgerðum sínum. Handtökurnar voru gerðar þegar hópar mótmælenda fóru út fyrir þá leið sem lögreglan hafði heimilað þeim að ganga á laugardag. Marg- ir mótmælenda segja lögreglu hafa sett gildru fyrir mótmælendur, því ekki hafi allir gert sér grein fyrir því hvar leyfilegt hafi verið að mót- mæla og aðrir hafi einfaldlega hrak- ist út af leið. Lögreglan segist hins vegar ítrekað hafa bent fólki á að halda sig innan leyfilegra marka. Mótmælendur hafa komið saman daglega síðustu tvær vikur til að mótmæla græðgi kaupsýslumanna og krefjast úrlausna fyrir þá sem fóru illa út úr kreppunni. Um 200 manns hafa hafst við á Wall Street en halda reglulega í kröfugöngu um götuna og hrópa: „Svona lítur lýð- ræðið út.“ - gb Átök við lögreglu í New York eftir hálfs mánaðar mótmælaaðgerðir gegn kaupsýsluvaldinu: Hundruð manna handtekin um helgina SLYS Ekið var á tvo gangandi veg- farendur, karlmann og konu, í Lækjargötu um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Karlmaður- inn fékk höfuðáverka en konan fót- brotnaði. Engar grunsemdir eru um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Mikið myrkur var þegar atvikið átti sér stað og vill lögreglan beina því til ökumanna, jafnt sem gang- andi vegfarenda, að fara gætilega nú þegar farið er að rökkva á kvöldin. - fb Ekið á gangandi vegfarendur: Höfuðáverki og fótbrot í myrkri MANILA, AP Að minnsta kosti 59 manns hafa látist af völdum tveggja fellibylja sem hafa gengið yfir norðausturhluta Filippseyja. Fellibylurinn Nesat gekk yfir landið á föstudag. Að minnsta kosti 56 manns létust og 28 er saknað af hans völdum. Annar fellibylur, Nalgae, gekk yfir landið á laugar- dag og banaði að minnsta kosti þremur manneskjum. Hundruð manna hafa þurft að hafast við uppi á húsþökum vegna flóða sem fylgdu í kjölfar byljanna. Nalgae gerði vart við sig í suðurhluta Kína í gær og var almenningur hvattur til að halda sig inni við. - fb Fellibyljir á Filippseyjum: Að minnsta kosti 59 létust GRÁTUR Ung stúlka í úthverfinu Mala- bon, norður af Manila, grætur í fanginu á móður sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 21. 22. 23. 24. 25. 27. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 20 26 28 Þrjú númer féllu niður í krossgátu Fréttablaðsins um helgina. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá voru það 20 lóðrétt en þar var vísbendingin: Sending sem enginn vill fá styrkir og skiptir skjá (12), 26 lárétt þar sem vís- bendingin var: Skrifa mín ljóð sjálf því ég vinn ekki með öðrum (7) og 28 lárétt en þar var vísbendingin: Axlaði hirslu fyrir flösku og glös. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvær stúlkur á veitingastað. Héraðs- dómur Reykjavíkur dæmdi manninn fyrir brotið, sem átti sér stað í janúar á síðasta ári. Stúlkurnar hlutu nokkur meiðsl er maðurinn réðst að þeim. Önnur þeirra fékk áverka í andlit þegar maðurinn sló hana. Hin rifbrotnaði og fékk fleiri áverka þegar hann hrinti henni niður stiga. Hann var dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 150 þúsund krónur í skaðabætur og hinni 250 þúsund. - jss Tveir mánuðir á skilorði: Réðst á stúlkur á veitingastað VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 25° 22° 18° 24° 22° 18° 18° 27° 24° 28° 15° 27° 18° 26° 19° 15°Á MORGUN Víðast 5-13 m/s, hvassast NV-til. MIÐVIKUDAGUR Stíf NA-átt NV-til og við SA-ströndina. 9 9 9 4 7 7 8 6 10 10 8 6 3 4 3 8 6 4 5 15 5 4 8 10 23 4 33 4 9 7 NORÐANÁTTIR Stíf norðaustanátt norðvestanlands í dag en norð- lægar áttir verða ríkjandi í nýrri vinnuviku og kólnar smám saman í veðri. Dregur úr úrkomu syðra og léttir aðeins til en fyrir norðan verður rigning eða slydda með köfl um næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Thorning-Schmidt myndar nýja stjórn Sósíaldemókrataflokkurinn, Sósíalíski þjóðarflokkurinn og Róttæki flokkurinn hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar minnihlutastjórnar í Danmörku. Fallið verður frá hátekjuskatti en útlendingalögin verða milduð nokkuð. HELLE THORNING-SCHMIDT Ný stjórn verður tilbúin þegar nýtt þing kemur saman á morgun. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLENDUR Á WALL STREET Hundruð manna hafa hafst við í miðju fjármálahverfis New York dag og nótt. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P GENGIÐ 30.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,5985 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,83 118,39 183,70 184,60 159,01 159,89 21,365 21,491 20,139 20,257 17,163 17,263 1,5327 1,5417 183,89 184,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.