Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 6
3. október 2011 MÁNUDAGUR6 REYKJAVÍK Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki lengur í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í síð- ustu viku að Haraldur Flosi hefði að eigin frum- kvæði verið í hálfu starfi frá því í mars og hefði svo látið alfarið af störfum 1. júní. Hann hefði ekki talið þörf á kröftum sínum lengur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lýsti yfir undrun á þessum upplýsingum, enda hefði minnihlutanum ekki verið þetta ljóst. Ákveðið hefði verið á aðalfundi í júní í fyrra að Haraldur Flosi skyldi vera í fullu starfi fram að næsta aðalfundi Orkuveitunnar, sem var nú í júní. Hann hefði ekki haft vald til að taka ákvörðun um starfslok einn síns liðs og velti Sóley upp þeirri spurningu hvort Haraldur hlyti ekki að eiga rétt á fullum launum fram að aðalfundinum í júní síðast liðnum. Aðrir fulltrúar minnihlutans tóku undir það með Sóleyju að þetta væru einkennileg vinnu- brögð og kröfðust skýrari svara frá meiri- hlutanum. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, spurði Sóleyju hins vegar á móti hvort spurning hennar hefði verið svokallað grín. „Mér finnst fólki orðin býsna laus höndin með peninga ef það á að neyða upp á fólk fé fyrir starf sem það hefur trappað niður að eigin frumkvæði,“ sagði Dagur. Hrósa bæri Haraldi Flosa fyrir ákvörðun hans, enda kvæði samþykkt aðalfundarins á um að stjórnarformaðurinn yrði í fullu starfi „tíma- bundið á meðan lagt er vandað mat á aðstæðum,“ og nauðsynlegum breytingum ýtt úr vör. „Nei, ég er ekki að grínast,“ svaraði Sóley. Ákvörðun aðalfundar yrði ekki breytt af Haraldi Flosa einum og því miður myndi þetta kannski „kosta borgarbúa skildinginn“. - sh ATVINNUMÁL Alls urðu 950 fyrir- tæki gjaldþrota fyrstu mánuði árs- ins 2011. Það er 52,5 prósenta aukn- ing frá sama tíma í fyrra, þegar 623 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrota- skiptanna. Flest þeirra fyrirtækja sem fóru á hausinn í ár störfuðu í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Nýskráð einkahlutafélög í ágúst voru 110. Flest þeirra voru skráð í fasteignaviðskipti, eða 25. Nýskráð einkahlutafélög á fyrstu átta mán- uðum ársins voru 1.071 en voru 1.112 á sama tíma í fyrra. - kóp EFNAHAGMÁL Skorið verður niður um þrjú prósent í almennri stjórnsýslu árið 2012 og um 1,5 prósent í velferðarmálum, svo sem heilbrigðisþjónustu, skóla- málum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra kynnti í gær. Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 521,5 milljarðar króna og aukast um 38,7 milljarða króna frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun 2011. Gert er ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði 17,7 milljarðar króna. Það er umtals- verð lækkun miðað við árið 2011, en áætlun gerir ráð fyrir að hall- inn verði 42,2 milljarðar í ár. Nýr skattur á banka- og fjár- málafyrirtæki, svokallaður fjár- sýsluskattur, verður settur á. Gert er ráð fyrir að hann afli ríkis sjóði 4 til 6 milljarða króna í tekjur. Þá verður veiðigjald hækkað um 1,5 milljarða króna frá því sem nú er. Sala ríkiseigna og arður munu skila 10 milljörð- um króna í auknar tekjur, sam- kvæmt frumvarpinu. Áætlað er að frumjöfnuður verði jákvæður um 39,6 millj- arða króna á rekstrargrunni, sem jafngildir 2,2 prósent af lands- framleiðslu. Í tilkynningu frá fjármálaráðherra segir að vegna umtalsverðs árangurs í efna- hagsstjórnun sé borð fyrir báru að draga úr fyrirhuguðu aðhaldi. Markmiðum um afgang á heildar- jöfnuði hafi verið seinkað um eitt ár og því sé svigrúm til að milda aðlögunarferilinn og skera minna niður en ella. Samhliða fjárlagafrumvarp- inu lagði fjármálaráðherra fram skýrslu um áætlun í ríkis- fjármálum 2012 til 2015. Sam- kvæmt henni er miðað við að við- snúningur í frumjöfnuði verði um 10–11 prósent af landsframleiðslu í stað 16 prósenta í upphaflegri áætlun. Af þeim sökum verður markmiðum um afgang á heildar- jöfnuði seinkað til ársins 2014, auk þess sem afgangurinn verður minni en stefnt var að áður. Ríkið skuldar í dag 80 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og sveitarfélögin í heild um 20 prósent. Samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir því að lækka skuldir ríkissjóðs á næstu árum þannig að á árabilinu 2016 til 2019 verði þær komnar niður fyrir 45 til 50 prósent af VLF. Þá verður gerð krafa á sveitar- félögin að skuldir þeirra verði komnar niður í 12 til 15 af VLF á sama tíma. kolbeinn@frettabladid.is milljarðar króna er áætlaður halli á ríkissjóði árið 2012. 17,7 Mér finnst fólki orðin býsna laus höndin með peninga ef það á að neyða upp á fólk fé fyrir það starf sem það hefur trappað niður að eigin frumkvæði. DAGUR B. EGGERTSSON FORMAÐUR BORGARRÁÐS Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is – veitingaaðstaða til sölu Kringlan Fullkomin aðstaða til veitingasölu á besta stað í Kringlunni til sölu. Tæki og innréttingar eru nýleg og vel með farin. Staðurinn tekur allt að 50 manns í sæti. Miklir möguleikar og háannatími framundan. Nánari upplýsingar hjá Guðna Halldórssyni í síma 414 1200, gudni@kontakt.is H a u ku r 1 0 .1 1 Gjaldþrot fyrirtækja Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst 250 200 150 100 50 0 HEIMILD:HAGSTOFA ÍSLANDS ■ 2010 ■ 2011 Skorið verður niður um 6,6 milljarða á fjárlögum 2012 Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 522 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi á laguardag. Það er tæpum 39 milljörðum króna hærri upphæð en gert var ráð fyrir í áætlun. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjár- laganefnd, óttast að fjárlögin byggi á meiri væntingum en innstæða sé fyrir. Áherslur og útlegging ríkisstjórnarinnar á fjár- lögunum séu í hróplegu ósamræmi við skilning launþega og fyrirtækja á stöðunni á vinnumarkaði í dag. „Ég hef áhyggjur af því hvernig þær forsendur eru lagðar fram sem fjárlögin byggja á. Annars vegar er um að ræða þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í júlí sem maður setur ákveðinn fyrirvara við. Hins vegar á vöxtur í íslensku hagkerfi að byggja á einkaneyslu og fjár- festingu sem á að aukast um 15 prósent.“ Kristján Þór segir rangt að ekki sé verið að auka skatta á almenning. „Við sjáum ýmsa þætti sem lúta að auknum álögum á fólk og einnig fyrirtæki. Það er breyting á skattþrepum og hækkun þeirra marka sem þar er um að ræða. Við sjáum líka krónutöluskattahækkun, þar á meðal á bensín. Það er ýmislegt í þessu sem á eftir að koma betur í ljós, en í mínum huga er það alveg ljóst að almenningur á áfram að bera allnokkrar byrðar.“ Byggja um of á væntingum ríkisstjórnar KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON ÞINGSETNING Fjármálafrumvarpið var lagt fram á laugardag. Heildartekjur ríkis- sjóðs verða 39 milljörðum króna hærri á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Flest nýskráð fyrirtæki í ágúst eru í fasteignaviðskiptum: Gjaldþrot 55 prósentum fleiri 2011 STOKKHÓLMUR, AP Vísindamenn, rithöfundar og friðarpostular sem hafa látið mikið kveða að sér að undanförnu bíða vafa- lítið með öndina í hálsinum eftir því hvort þeir fái símtal frá Sví- anum Göran Hansson í dag. Þá verður tilkynnt hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin í ár og fá um leið hátt í 180 milljónir króna í verðlaunafé. Hansson er ritari Nóbelsverðlaunanefndarinnar í læknavísindum og hringir í verðlaunahafana skömmu áður en hann lætur fjölmiðla vita. „Stundum halda þeir að ég sé að grínast,“ segir Hansson, sem hefur gaman af starfi sínu. Verð- launin verða afhent 10. desem- ber. -fb Svíinn Göran Hansson: Tilkynnir um Nóbelsverðlaun VERÐLAUN Mario Vargas Llosa frá Perú tekur á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum úr höndum Karls Gústafs Svíakonungs a síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Haraldur Flosi Tryggvason hættur sem starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar: Minnihluti undrast starfslokin SÓLEY TÓMASDÓTTIR SÁDI-ARABÍA, AP Abdullah, konung- ur Sádi-Arabíu, hefur afturkallað dóm sem kveðinn var upp yfir konu sem ók bíl. Dómari kvað upp þann úrskurð að hún skyldi hljóta tíu svipuhögg í refsingarskyni fyrir verknaðinn, sem brýtur í bága við trúarlega tilskipun þótt ekki sé hann lögbrot. Tvær aðrar konur bíða dóms fyrir sams konar brot, en í júní síðastliðnum hóf hreyfing kvenna í landinu andóf gegn ökubanninu. Lögreglan hefur yfirleitt ekki handtekið þær konur sem setjast undir stýri. - gb Dæmd fyrir að aka bifreið: Dómurinn var afturkallaður HARALDUR FLOSI TRYGGVASON Eiga lögreglumenn að fá verkfallsrétt til að fylgja eftir kröfum í kjarasamningum? Já 67,8% Nei 32,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Er réttlætanlegt að kasta eggjum í þingmenn í mót- mælum við þingsetningu? Segðu skoðun þína á vísir.is DAGUR B. EGGERTSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.