Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 18
3. október 2011 MÁNUDAGUR2 Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Snagarnir segja því ekki bara sögu heldur eru þarfaþing og leggja Ólafur og Sylvía bæði áherslu á notagildið í hönnuninni. Snagarnir eru laser-skornir úr plötuáli, beygðir og pólýhúðaðir og hvergi eru suður eða samsetn- ingar. Fyrstu útgáfurnar eru með þremur og fjórum hönkum en von er á minni snögum með tveimur hönkum og einu dýranna úr vís- unni, fyrir jólin. Snagarnir er fyrsta vöruhönn- un þeirra beggja sem fer í fjölda- framleiðslu. Ólafur er innanhús- arkitekt og húsgagnahönnuður og Sylvía er grafískur hönnuður. Þau stefna nú á að koma fleiri vörum á markað. „Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu í þessum sama anda,“ segir Ólafur og Sylvía tekur undir það, þjóðsögurnar höfði sterkt til þeirra beggja. „Það er ákveðin fortíðarþrá þarna á ferðinni og þjóðleg rómantík sem snertir okkur öll.“ Til að byrja munu snagarnir fást í Epal Skeifunni, Epal design í Leifsstöð og Epal í Hörpu. Nánar um hönnun Hár úr hala er að finna á www.harurhala.is heida@frettabladid.is Snagana hugsa Sylvía og Ólafur fyrir barnafatnað en segja þjóðlega rómantíkina í formunum höfða til ungra sem aldinna. Snagarnir fást í Epal. Heimaþjónusta Reykjavíkur setti í maí á síðasta ári saman við- bragðsteymi sem hefur það starf að taka til hendinni hjá fólki þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábóta- vant. Sigrún Ingvarsdóttir, deildastjóri hjá heimaþjónustu Reykjavíkur, segir undan- farna mánuði hafa verið veru- lega erilsama. „Mikið hefur verið að gera. Biðlistar mynduðust til dæmis í sumar og starfsmenn höfðu þá vart undan við að komast yfir allt saman,“ upplýsir hún en segir ástandið hafa róast upp á síðkastið. Að sögn Sigrúnar eru málin sem koma inn á borð teymisins ólík að umfangi, allt frá léttri til- tekt og aðstoð við heimilis innkaup til „meiriháttar lagfæringa“ sem þarf langan tíma til að greiða úr. „Stundum þarf bara að henda endur vinnanlegum umbúðum, þvo þvott eða fara með bíl sem hefur staðið lengi bilaður í viðgerð. Í erfið ustu tilfellum hefur kannski ekki verið farið lengi út með sorp eða hreinsað kringum gæludýr og svo mikið drasl safnast að fólk sefur ekki lengur í eigin rúmi fyrir plássleysi.“ Fyrir kemur að teymið ræður ekki við ákveðin mál, eins og í til- vikum þar sem fíkniefna er neytt. „Við höfnum einfaldlega slíkum málum, þar sem viðbúið er að allt fari í sama horf á skömmum tíma. Svo tökum við heldur ekki í mál að setja starfsmenn í hættu,“ segir Sigrún. Þjónustuna þarf að sækja um hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkur, sem meta hvert tilvik fyrir sig. Ef ástæða er talin til að ræsa út við- bragðsteymið eru einn eða tveir starfsmenn sendir í vettvangs- könnun og þeim fjölgað ef þurfa þykir. „Fólk sem velst í þessa vinnu og fer inn í svona kringumstæður þarf að vera fordómalaust því íbúarnir eru vitanlega viðkvæmir fyrir því að ókunnugir komi inn á heimili þeirra. Sumir eru meira að segja mótfallnir því í fyrstu þar sem aðrir hafa gert þjónustu- miðstöðvunum viðvart og þá þarf að beita fortölum til að geta veitt hjálp,“ segir Sigrún og getur þess að þetta sé breiður og ólíkur hópur fólks. „Þetta er fólk á öllum aldri, fatl- aðir, sjúklingar eða aðrir sem hafa fengið áföll eða kljást við kvíða, þunglyndi eða söfnunaráráttu. Allir geta lent í því enda glímir stór hluti þjóðarinnar við þung- lyndi einhvern tímann á ævinni. Fólkið á ekkert annað sameigin- legt en að hafa misst tökin á til- verunni.“ Sigrún tekur fram að verkefnið sé þó enn á tilraunastigi á meðan verið sé að meta ávinninginn af þessum inngripum. „Við vitum að skammtímaáhrifin eru góð en ef þetta skilar engu þegar ti l lengri tíma er litið skoðum við önnur úrræði.“ roald@frettabladid.is Allir geta misst tökin Erilsamt hefur verið hjá teymi sem borgaryfirvöld settu saman á síðasta ári í því skyni að taka til hjá fólki þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábótavant. Biðlistar mynduðust á tímabili. „Fólkið á ekkert annað sameiginlegt en að hafa misst tökin á tilverunni. Okkar hlutverk er að ávinna okkur traust viðkom- andi og hjálpa honum út úr ógöngunum,“ segir Sigrún. Haustverkunum fylgir að raka lauf en það er mikilvægt að fjarlægja lauf af grasflötum því ef það er látið liggja í þykku lagi vill grasið kafna og deyja. Ekki skal henda laufunum heldur raka þau út í beðin, undir limgerði, tré og runna. Þau brotna fljótt niður og eru orðin ágætis mold strax árið eftir. Framhald af forsíðu Sigrún Ingvarsdóttir Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.