Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.10.2011, Blaðsíða 36
3. október 2011 MÁNUDAGUR20 BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur Gunnar Jón Yngvason,Löggiltur leigumiðlari, Barónstíg 5, 101 Reykjavík, Sími 517 3500 Snyrtilegt húsnæði, með tveim stórum innkeyrsluhurðum, malbikað plan. Mest eitt opið rými. 151,7 fm á 3ju hæð, gluggar í norður . 4 skrifstofurými auk mótökurýmis Úr mótöku er hrings- tigi uppá 2 hæð í húsnæðinu sjálfu (4 hæð) þar er eitt stórt opið rými í því er kaffistofueldhús Símkerfi getur fylgt. Laust strax. VANTAR FYRIR ÁKVEÐA LEIGUTAKA Litið iðnfyrirtæki vantar ca 150 fm á jarðhæð. Vantar 100 fm húsnæði fyrir geymslu. Vantar ca 800 fm vel staðsett verslunarhúsnæði Vantar verslunarhúsnæði fyrir bakarí/kaffihús. Suðurlandsbraut 46/ Bláuhúsin. Tunguháls 326 fm/ IÐNAÐARBIL LEIGUMIÐLUN síðan 1994 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. mælieining, 6. skóli, 8. kjökur, 9. fæða, 11. tveir eins, 12. nálægt, 14. óhreint vatn, 16. tveir eins, 17. sæ, 18. eyrir, 20. bor, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. niður, 3. átt, 4. skrápdýr, 5. einkar, 7. skínandi, 10. struns, 13. blóm, 15. íþrótt, 16. missir, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. únsa, 6. fg, 8. væl, 9. ala, 11. ll, 12. nærri, 14. skólp, 16. tt, 17. sjó, 18. aur, 20. al, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. ofan, 3. nv, 4. sælilja, 5. all, 7. glæstur, 10. ark, 13. rós, 15. póló, 16. tap, 19. ró. Gresjurnar í Ástralíu Þar sem meira að segja kengúrur rokka. Passaðu þig! Höldum bara áfram. Ekkert. Hvað geturðu sagt mér um daginn þinn, Palli? Hvað geturðu ekki sagt mér? Fullt. Það kæmi þér á óvart. Hvernig gastu verið svona fljótur að kaupa föt á Hannes? Við erum strákar. Við sjáum flott föt og hendum þeim í körfuna. Karlar dunda ekki... við kaupum. Það gilda önnur lögmál með verkfæri. En þið getið verið tvo tíma að kaupa nýtt skrúfjárn. Póstdreifing - Suðurhraun 1 210 Garðabær - Sími 585 8300 www.postdreifing.is Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda. fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott. LATUR meðaljón, sem ég er, gerir ekki ráð fyrir að detta ofan á gullæðar enda – hvað er sprotafyrirtæki aftur? Klára kannski háskólapróf, ferma börn, gera góð kaup í Nike outlet í Alicante og jú; vinna í lottó eða skafa 500.000 á happaþrennu er á dagskrá. Í árdaga var það þannig að ef það fréttist að einhver hefði unnið lottó eða í happdrætti, hvort sem var í Árbæ eða í Hafnarfirði, fóru hinar fjöl- skyldurnar sem ekki unnu í bíltúr og keyrðu hægt framhjá húsi viðkomandi. Börnin beltislaus aftur í og augun öll. Þarna átti Guðni heima sem hafði unnið milljón og einhverra hluta vegna er það svo að í öllum þessum sögum var vinningurinn bara aukabónus ofan á frá- bæra afkomu af kjúklingastaðnum. Enn þann dag í dag þekkir maður húsin sem þessi lukka fylgdi. EN HVERJU gleðst maður þá yfir meðan maður bíður eftir séra lottó? Ótal litlum atriðum. Það er ekki aðeins mögulegt að gleðjast yfir litlu atriðunum sem maður kom í verk heldur er líka hægt að gleðjast yfir þeim vondu hugmyndum sem maður náði aldrei að koma í verk. Sautján árum eftir að mig dreymdi um að fá mér rauða rós á upphandlegg (sá líka fyrir mér sól) horfi ég á holdugan handlegg minn og er því fegin að svo varð ekki. Tek fram að þeir sem ég rekst á í pottinum með höfr- unga, gaddavír, draumstafinn eða kín- versku á upphandlegg eða ökkla njóta þó alltaf aðdáunar og virðingar um leið og ég er hjartans fegin. Og viðkomandi er velkomið að horfa á mig og kætast yfir því í hjarta sér að hafa aldrei látið vaxa á sér augabrúnirnar (ekki gera það, þær vaxa ekki aftur). ÞESSI óvænta gleði sem ég fann til yfir því að vera ekki dæmd til að vera alltaf í félagsskap upplitaðrar rósar í sundlaugun- um varð til þess að úr varð listi yfir gleði- legar vondar hugmyndir sem aldrei urðu. Sem er fínasta skemmtun á meðan beðið er eftir lottó. Engin eftirsjá

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.