Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 8
6. október 2011 FIMMTUDAGUR8 Urðarapótek er í viðskiptum hjá okkur Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek og keppir við þá stóru á markaðnum með áherslu á góð kjör og betri þjónustu. Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel. Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A 1 Hvað heitir fjármálaráðherra Grikklands? 2 Hver var ráðinn nýr forstjóri Bankasýslu ríkisins? 3 Hver er höfundur bókarinnar Bli Björk? SVÖR 1. Evangelos Venizelos. 2. Páll Magn- ússon, bæjarritari í Kópavogi. 3. Mette Karlsvik. SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar fluttu inn 87 prósentum meira hráefni til fiskvinnslu 2010 en árið áður, tæp- lega 81 þúsund tonn samanborið við um 44 þúsund tonn árið 2009. Verðmæti þess var 8,2 milljarðar í fyrra, sem var tæpum tveimur milljörðum meira en árið áður. Þetta kemur fram í ritinu Inn- flutt hráefni til fiskvinnslu 2010, sem Hagstofa Íslands gefur út. Þar segir að 2010 hafi minna verið flutt inn til dæmis af þorski, ufsa og síld en árið árið, en meira af loðnu, makríl, rækju og fleiru. - sh Mikið hráefni til fiskvinnslu: Innflutningur jókst um 87% EFNAHAGSMÁL Íslensk stjórn- völd mótmæla því að neyðarlög- in hafi hyglað innlendum inn- stæðueigendum gömlu bankana umfram þá erlendu. Þetta kemur fram í svari stjórnvalda við rök- studdu áliti ESA, Eftirlitsstofn- unar EFTA, vegna Icesave, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, skrifar undir. Stjórnvöld telja neyðarlögin þvert á móti hafa tryggt Bretum og Hollendingum tæplega 200 milljörðum króna hærri fjárhæð upp í kröfur sínar en ella hefði orðið. Í svarinu ítreka stjórn- völd því að viljayfirlýsing ríkisstjórnar Geirs Haarde frá 11. október 2008 hafi ekki haft lagalegan grunn. Í henni var Trygging- arsjóður inn- stæðueigenda sagður myndu tryggja lágmarksupphæð reikn- inganna samkvæmt evrópsku tryggingatilskipuninni. Ýmsir ráðherrar, meðal annars Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra, hafa vitnað í hana sem við- urkenningu á ábyrgð Íslendinga. Gerð er grein fyrir upplýsing- um sem komið hafa fram í undir- búningi ESB að nýrri innistæðu- tilskipun. Trygve Mellvang-Berg, upp- lýsingafulltrúi ESA, staðfestir að bréfið hafi borist stofnuninni. Það verði gaumgæft áður en ákvörðun um næstu skref verði tekin. - kóp Segja viljayfirlýsingu frá 2008 ekki sýna hug stjórnvalda til ábyrgðar: Telja neyðarlögin hygla Íslendingum ÁRNI PÁLL ÁRNASON STJÓRNSÝSLA Samkomulag hefur náðst við lánardrottna Álftanes- bæjar um afskriftir skulda upp á um fjóra milljarða króna. Þá mun Álftanes fá milljarð króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi. Fréttastofa Rík- isútvarpsins greindi frá þessu í kvöldfréttum í gær. Ákvörðun um framlag jöfnun- arsjóðs var tekin af ríkisstjórn- inni og er hluti af aðgerðum til að bregðast við erfiðri skulda- stöðu sveitarfélagsins. Viðræður standa nú yfir um sameiningu Álftaness og Garðabæjar. - mþl Samkomulag um afskriftir: Álftanes sam- einist öðru sveitarfélagi ÁLFTANES Í samkomulagi við lánardrottna felst að Álftanes eignast sundlaug og íþróttahús bæjarins, en byggingarnar hafa reynst sveitarfélaginu þungur baggi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið hefur ógilt samruna síma- fyrirtækjanna Vodafone og Tals sem tilkynnt var um í maí. Telur eftirlitið að sa mr uni fyrirtækjanna myndi leiði til verulega auk- i n n a r s a m- þjöppunar og fákeppni á fjar- skiptamarkaði. Hrannar Pét- ursson, upplýs- ingafulltrúi Vodafone, segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins muni á engan hátt hafa áhrif á viðskiptavini fyrirtækisins. Ráð- gerður samruni hafi á engan hátt verið forsenda fyrir rekstrar- og þjónustuáætlunum fyrirtækis- ins. Þá segir hann að samþætting hafi ekki verið hafin á starfsemi fyrirtækjanna. „Alveg frá byrjun lögðum við áherslu á að það yrði ekkert gert eða undirbúið fyrr en niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir. Þetta mun því í sjálfu sér engu breyta því sem við erum að gera,“ segir Hrannar. Í úrskurði Samkeppniseftir- litsins segir að Tal sé auk Sím- ans og Vodafone eina fyrirtækið sem veiti heildarfjarskiptaþjón- ustu á smásölumarkaði. Án íhlut- unar yrði staðan því sú að ein- ungis Síminn og Vodafone myndu bjóða heildstæða fjarskiptaþjón- ustu til heimila. Þá telur eftir- litið tillögur Vodafone og Tals um skilyrði fyrir samrunanum ófullnægjandi. Í maí var tilkynnt um fyrir- huguð kaup Fjárfestingasjóðsins Auðar 1 og Kjartans Arnar Ólafs- son fjárfestis á 10 prósenta hlut í Vodafone. Tal er í eigu Kjart- ans og Auðar 1 og skyldu kaupin greidd með eignarhluta þeirra í Tali. Samkomulagið um kaupin var gert með fyrirvara um sam- þykki Samkeppniseftirlitsins og þar sem það var ekki veitt, verður því ekki af viðskiptunum. magnusl@frettabladid.is Samruni Vodafone og Tals stöðvaður Samkeppniseftirlitið hefur ógilt ráðgerðan samruna Vodafone og Tals. Telur eftirlitið að samruninn myndi leiða til verulega aukinnar fákeppni á fjarskipta- markaði. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir þetta engin áhrif hafa á fyrirtækið. VODAFONE Tal mun áfram veita Sím- anum og Vodafone samkeppni í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Þessi þrjú fyrirtæki eru þau einu hér á landi sem bjóða heildstæða fjarskiptaþjón- ustu til heimila. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ökuþór laug til nafns Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir að aka ítrekað langt umfram leyfðan hámarkshraða, auk þess sem hann var sviptur ökurétti. Þá laug hann til nafns við skýrslutöku. DÓMSMÁL DANMÖRK Alls seldist 31 milljón bóka í Danmörku í fyrra eða svip- aður fjöldi og Danir fengu að láni hjá bókasöfnum. Þetta eru um 11,5 bækur á hvern Dana. Þá er ekki með talinn sá fjöldi bóka sem Danir fá lánaðar hjá fjöl- skyldu og vinum eða kaupa á fornbókasölum. En þótt bókahillurnar fyllist les hver fullorðinn Dani aðeins rétt rúmlega sjö bækur á ári. þetta eru niðurstöður könnunar sem samtök bóksala og útgefenda hafa látið gera og greint er frá í tíma- ritinu Samvirke. Ein af ástæð- unum fyrir meiri bókakaupum er aukið framboð bóka í stórmörkuð- um, að sögn Lars Esbjerg, lektors við Árósaháskóla. - ibs 31 milljón bóka í hillurnar: Kaupa bækur en lesa ekki HRANNAR PÉTURSSON Vann18 milljónir Íslendingur vann 18 milljónir í Víkingalottói í gær þar sem hann fékk fimm réttar og bónustölu að auki. Þrír Norðmenn skiptu með sér aðalvinn- ingnum og fékk hver um 57 milljónir. HAPPDRÆTTI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.