Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 12
6. október 2011 FIMMTUDAGUR12 Meira í leiðinniWWW.DEKK.IS HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1: Fellsmúli 440 1322 | Ægisíða 440 1320 | Bíldshöfði 440 1318 | Réttarháls 440 1326 | Stórihjalli 440 1342 | Dalbraut Akranesi 440 1394 Langitangi Mosfellsbæ 440 1378 | Reykjavíkurvegur Hafnarfirði 440 1374 | Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372 VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI FJÖGUR DEKK, VINNA OG VENTLAR ERU INNIFALIN Í ÖLLUM TILBOÐUNUM* Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA SUMARDEKKIN GEGN VÆGU GJALDI *Tilboðin fást aðeins á hjólbarðaverkstæðum N1 á meðan birgðir endast. Tilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum eða afsláttum. VR. A97 3100 175/65 R 14 FULLT VERÐ: 62.835 KR. TILBOÐ: 44.900 KR. VR. A97 3102 185/65 R 15 FULLT VERÐ: 71.235 KR. TILBOÐ: 51.900 KR. VR. A97 3103 195/65 R 15 FULLT VERÐ: 73.235 KR. TILBOÐ: 54.900 KR. VR. A97 3104 205/55 R 16 FULLT VERÐ: 86.940 KR. TILBOÐ: 64.900 KR. VR. A97 3105 225/45 R 17 FULLT VERÐ: 102.460 KR. TILBOÐ: 72.900 KR. VR. A97 3101 185/65 R 14 FULLT VERÐ: 68.035 KR. TILBOÐ: 49.900 KR. MEÐ BYSSU GEGNUM KINN Þessi ungi Taílendingur tekur þátt í trúarhátíð, þar sem tíðkast að fólk valdi sjálfu sér sársauka til að hreinsa sál sína. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Flóknasta stjörnustöð á jörðu niðri, ALMA, var tekin formlega í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn frá öllum heimshornum hafa keppst um að vera meðal þeirra fyrstu sem fá tækifæri til að kanna dimmustu, köldustu, fjarlægustu og best földu svæði alheims með sjónaukanum. „Þetta eru merk tímamót í sögu stjarnvísinda,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræði- vefsins sem gerir viðburðinum ítarleg skil. „Með tilkomu þessa óvenjulega risasjónauka er nýtt skeið að hefjast. Nú getum við í fyrsta sinn skyggnst inn í köldustu gas- og rykský í geimnum og skoð- að myndun stjarna og sólkerfa í meiri smáatriðum en nokkru sinni fyrr. Segja má að nýr gluggi sé að opnast að alheiminum með ALMA. Leitin að uppruna okkar er hafin fyrir alvöru.“ Stöðin stendur á hrjóstrugri og afskekktri sléttu í Atacama- eyðimörkinni í Síle, nánar til- tekið á Chajnantor-sléttunni í Andesfjöllum. Fyrstu níu mælinga- mánuðina getur ALMA aðeins sinnt um það bil hundrað verkefn- um. Áhugasamir stjörnufræðingar um allan heim lögðu hins vegar inn óskir um meira en 900 mælingar. Er það nífalt meira en sjónaukinn ræður við og metfjöldi umsókna um tíma í nokkurn sjónauka. Þau verkefni sem komust í gegnum nálaraugað voru valin út frá vís- indalegu mikilvægi, fjölbreytni og hvernig þau uppfylla helstu vísindalegu markmið ALMA. ALMA verður enn í smíðum á meðan fyrstu mælingar fara fram. Öll ný loftnet sem bætast við röð- ina verða tengd saman með ljós- leiðara. Gögn frá hverju loftneti eru sett saman í eina stóra mynd með einni öflugustu ofurtölvu heims, sem var sérsmíðuð fyrir ALMA og getur framkvæmt 17.000 milljónir útreikninga á sekúndu. Í kringum árið 2013 verður ALMA allt að sextán kílómetra breið röð 66 hárnákvæmra loft- neta sem saman mynda einn risa- sjónauka. svavar@frettabladid.is Bylting í geimvísindum Ný stjörnustöð, sem byggir á byltingarkenndri tækni til að taka myndir í geimnum, var formlega tekin í notkun á dögunum. Mörg þúsund vísindamenn bíða þess að nýta sjónaukann við fjölbreyttar rannsóknir. FYRSTA MYNDIN Hér sjást tvær vetrarbrautir sem nefnast Loftnetið og eru í 70 milljóna ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Hrafninum. MYND/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/NASA/ESA HUBBLE SPACE TELESCOPE ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður-Ameríku, Austur- Asíu og Síle um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. Kostnaður við verkefnið nemur meira en einum milljarði dala, um 118 milljörðum íslenskra króna. Sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Í fréttatilkynningu frá ESO (European Southern Observatory, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli) kemur fram að skammstöfunin ALMA stendur fyrir Atacama Large Millimeter/sub- millimeter Array. ALMA er gerólík sjónaukum sem sjá sýnilegt og innrautt ljós. ALMA er röð samtengdra loftneta sem vinna saman sem einn risasjónauki. Þess vegna eru ljósmyndir ALMA harla ólíkar dæmigerðum ljósmyndum af alheiminum. ALMA er röð 66 tólf og sjö metra útvarpssjónauka sem greina ljós sem hefur um það bil þúsund sinnum lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós, svokall- aða millimetra og hálfsmillimetra geislun. Stjörnufræðingar geta notað þessar löngu bylgjulengdir ljóss til að rannsaka köldustu og fjarlægustu fyrirbærin frá árdögum alheims. heimild: stjornufraedi.is/eso.org Loftnet vinna saman sem risasjónauki ALMA TEKUR Á SIG MYND 66 loftnet mynda einn risasjónauka. MYND/ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/W. GARNIER (ALMA) VIÐSKIPTI Arion banki hefur selt steypu- og byggingarvörufyrir- tækið B.M. Vallá ehf. til BMV Hold- ings, sem er í eigu erlendra og inn- lendra fjárfesta. Þetta kom fram í tilkynningu frá Arion banka í gær en þar var ekki tekið fram hvert kaupverðið var. Í tilkynningunni kom einnig fram að BMV Holding hefði átt hagstæð- asta tilboðið og samningar hefðu nú verið undirritaðir. Þeir eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. B.M. Vallá hefur verið rekið um áratugaskeið. Arion banki tók félagið hins vegar yfir eftir að það varð gjaldþrota í maí í fyrra. Þá voru skuldir fyrirtækisins um 10 milljarðar. Eigendur BMV Holding eru ýmis félög tengd framkvæmdum, steypu- og jarðefnavinnslu. Þau eru Norcem á Íslandi ehf. sem rekur Sements- verksmiðjuna á Akranesi, Björgun ehf., Jarðefnaiðnaður ehf., Suður- hraun ehf., Hlér ehf., Harðbakur ehf. og Suðurverk hf. Í tilkynningunni segir að mark- mið nýrra eigenda B.M. Vallár sé að „viðhalda leiðandi stöðu félagsins á íslenskum byggingamarkaði“. - þj Hópur innlendra og erlendra fjárfesta átti hagstæðasta tilboðið: Arion banki selur B.M. Vallá SELT B.M. Vallá hefur lengi verið í farar- broddi á steypu- og byggingamarkaði. Salan á fyrirtækinu er enn háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Niðurgreiðsla á tæknifrjóvgunum verður óbreytt út árið, samkvæmt nýrri reglugerð velferðarráðherra. Sjúkratrygg- ingar Íslands munu þannig endur- greiða hluta kostnaðar við tækni- frjóvgunarmeðferðir. Skilyrðin verða þau sömu; par sem ekki á barn saman fær 40 prósent endur- greidd af fyrstu meðferð og 65 prósent af annarri til fjórðu með- ferð. Par sem á eitt barn saman fær 15 prósenta endurgreiðslu á fyrstu til fjórðu meðferð. Reglu- gerðin gildir til 31. desember. - þeb Reglugerð um tæknifrjóvganir: Áfram niður- greiddar út árið ÞÝSKALAND, AP Stjórnendur Cha- rité-háskólasjúkrahússins í Berlín hafa skilað fulltrúum ættbálka frá Namibíu hauskúpum 20 Namibíu- búa sem fluttar voru til Þýska- lands á árunum 1904 til 1908, þegar landið var þýsk nýlenda. Höfuð fólksins voru varðveitt í formalíni og rannsökuð af mann- fræðingum sem reyndu að sýna fram á mun á kynþáttum fólks eftir höfuðlagi þess. Síðar var kjöt og skinn fjarlægt þar til hauskúpurnar stóðu berar eftir. „Við iðrumst sannarlega glæpa sem voru framdir á þessum tíma,“ sagði Karl Max Einhäupl, stjórnar formaður Charité, við afhendinguna. - bj Þjóðverjar skila hauskúpum: Vildu sýna mun á kynþáttum SKILAÐ Namibísk stjórnvöld óskuðu eftir því að hauskúpunum yrði skilað árið 2008, en talsverðan tíma tók að rekja uppruna þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Fjórir karlmenn um og innan við tvítugt hafa verið ákærð- ir fyrir þjófnaði og fjársvik. Þeim er gefið að sök að hafa brotist inn í beltagröfu og stolið úr henni ýmsu lauslegu. Þrír mannanna eru svo ákærðir fyrir að hafa brotist inn í níu bíla sem stóðu á bílastæði við Akureyr- arflugvöll í apríl á síðasta ári. Þar létu þeir einig greipar sópa. Loks eru þeir ákærðir fyrir fjár- svik með því að stela bensíni. - jss Fjórir ungir menn ákærðir: Stálu munum úr níu bílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.