Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 30
6. október 2011 FIMMTUDAGUR30 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Björnsdóttir Blöndal frá Siglufirði, andaðist að morgni 28. september á St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Ólöf Birna Blöndal Sveinn Þórarinsson Jósep Ó. Blöndal Erla Harðardóttir Ásbjörn Ó. Blöndal Jóhanna Guðmundsdóttir Sigurður Ó. Blöndal Linda Björk Guðmundsdóttir Guðrún Ó. Blöndal Friðrik Jón Arngrímsson ömmubörn og langömmubörn. MOSAIK Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Sigurðsson Svavarsson Suðurgötu 18b, Sauðárkróki, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. september 2011. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. október n.k. kl. 11.00. Sigrún G. Halldórsdóttir Magnús Sverrisson Ásta P. Ragnarsdóttir Jóhann M. Sverrisson Leidy Karen Steinsdóttir Halldóra Ragna Einarsdóttir Gunnlaugur Eiðsson Gísli Arnar Elínarson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, Ólafur Pálsson verkfræðingur, Brekkugerði 4, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 4. október. Anna Sigríður Björnsdóttir Björn Ólafsson Sigríður Ólafsdóttir Marta Ólafsdóttir Unnur Ólafsdóttir Páll Ólafsson Kjartan Ólafsson Sveinn Ólafsson timamot@frettabladid.is Á morgun, föstudaginn 7. október, mun Stöð 2 vera með beina söfnun- arútsendingu frá Listasafni Íslands í samstarfi við SEM samtökin, Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. Safnað verður fyrir viðgerðum á húsnæði sem þjóðin gaf SEM samtökunum árið 1989 í söfnunarútsendingu sem jafnframt var sú fyrsta í sjónvarpssögunni hér- lendis. Nauðsynlegar viðgerðir á hús- inu eru orðnar aðkallandi en það ligg- ur undir skemmdum. Áhugahópur um bætta umferðarmenningu tekur þátt í söfnuninni en meðlimir hópsins stóðu að söfnuninni árið 1989. „Þegar ég slasaðist árið 1980 bjó ég á Grenivík og starfaði sem sjómaður,“ segir Víðir Þorsteinsson en afleiðingar umferðarslyss fyrir Víði voru þær að hann lamaðist fyrir neðan brjóstkassa. Víðir starfar sem hugbúnaðarsérfræð- ingur hjá HugurAx og hefur gert í 30 ár. Hann var fyrsti íbúi húsnæðisins að Sléttuvegi 3 og starfaði um tíma sem formaður SEM. „Eftir að hafa dvalið á Borgarspítal- ann fór ég á Grensásdeild þar sem ég var í endurhæfingu í eitt og hálft ár. Þá flutti ég aftur á Grenivík en var aðeins í mánuð. Það kom fljótt í ljós að það var ómögulegt fyrir mig að vera þar því aðgengið var ekki til staðar og mikill snjór.“ Þegar Víðir kom í bæinn fékk hann pláss í húsnæði Sjálfsbjargar, í 10 fermetra herbergi, þar sem hann dvaldi í átta ár. Þar kynntist hann eiginkonu sinni en hún bjó sjálf á Fálkagötu. Þá voru aðstæður þannig að Víðir fékk hjálp lögreglunnar við að heimsækja hana, sem bar hann upp á aðra hæð þar sem hún bjó. „Ég var góðkunningi lög- reglunnar,“ segir Víðir og brosir. Þegar Víðir fékk íbúð í SEM-húsinu fluttu þau hjónin inn ásamt þá tveggja ára syni sínum, Friðjóni Víðissyni. „Við fluttum inn árið 1991, um leið og þeir hleyptu okkur inn. Þetta breytti öllu. Strákurinn okkar fékk sitt eigið herbergi í þriggja herbergja íbúð. Ég var heppinn og hef alltaf getað unnið og eftir tíu ár vorum við búin að ná að safna okkur fyrir eigin húsnæði. Það eru ekki allir það heppnir að geta unnið eftir mænuskaða og íbúar hússins þurfa á því að halda að húsnæðið sé lagfært.“ Víðir segir andrúmsloftið hafa verið afar gott í húsnæðinu og öll aðstaða létt fjölskyldunni lífið sem og öðrum íbúum hússins. Hins vegar komu gallar á hús- næðinu sjálfu fljótt í ljós. „Skemmdir komu fljótlega í ljós og það fór strax að vera kostnaður við að laga svalir og annað. Eftir að ég flutti í burtu og kom í heimsókn eftir dálítinn tíma fékk ég algert sjokk yfir að sjá hvað húsið var illa farið og nokkrar íbúðir hreinlega óíbúðarhæfar.“ Þeir sem lenda í alvarlegum slysum og hljóta mænuskaða búa sjaldnast í húsnæði sem hentar hjólastólum. „Maður veit aldrei hvað gerist. SEM samtökin eru ein af fáum samtökum þar sem við vonumst eftir að fá sem fæsta meðlimi í en það veit enginn hvað gerist hjá manni sjálfum eða fjölskyldu- meðlimum. Áður fyrr voru þetta bara umferðarslys en sumir íbúar SEM húss- ins hafa lent í hestaslysi, skíðaslysum og slasast í sundlaugum þótt flestir séu lamaðir eftir umferðarslys. Þarna er frábær aðstaða svo sem bíl- skýli með aðgengi beint í lyftu en það þarf að gera húsið þannig að íbúum líði vel í því.“ Víðir skorar á þá sem lent hafa í slysum og lamast að hafa samband við SEM samtökin sem séu boðin og búin til að létta undir með fólki og svara spurningum og aðstoða. Í útsendingu föstudagskvöldsins geta landsmenn hringt beint inn í söfnunina eða gefið ákveðna upphæð með því að hringja í símanúmer og verður þá til- tekin upphæð skuldfærð á símreikning viðkomandi. juliam@frettabladid.is LANDSSÖFNUN Í BEINNI ÚTSENDINGU: FYRIR VIÐGERÐUM Á SEM-HÚSINU Mikilvægt svo íbúum líði vel ILLA FARIÐ „Skemmdir komu fljótlega í ljós og það fór strax að vera kostnaður við að laga svalir og annað. Eftir að ég flutti í burtu og kom í heimsókn eftir dálítinn tíma fékk ég algert sjokk við að sjá hvað húsið var illa farið og nokkrar íbúðir hreinlega óíbúðarhæfar,“ segir Víðir Þorsteins- son, fyrsti íbúi SEM-hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Merkisatburðir 1659 Hollenskt kaupskip sekkur í höfninni í Flatey á Breiðafirði. 1863 Stofnað er félag til að byggja sjúkrahús í Reykjavík. Konur safna fyrir sjúkrahúsinu, sem tekur til starfa við Aðalstræti árið 1866. 1895 Vígt er samkomuhús Hjálpræðishersins í Reykjavík. Húsið er gamli spítalinn við Aðalstræti. 1919 Lög sett um stofnun Hæstaréttar á Íslandi. Hann tekur til starfa um miðjan febrúar 1920. 1942 Húsmæðrakennaraskóli Íslands tekur til starfa undir stjórn Helgu Sigurðardóttur. 1961 Minnst er hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands og er Háskólabíó vígt við það tækifæri. Þar var lengi stærsta bíó- tjald í Evrópu, um 200 fermetrar. BRITT EKLAND leikkona er 71 árs. „Hinn fullkomni maður er ekki til. Það er auð- veldara að finna sér góðan eiginmann.“ Á þessum degi árið 1979 varð Jóhannes Páll páfi II fyrstur páfa til að stíga fæti inn í Hvíta húsið í Washington. Fundur hins 39. forseta og 264. rómverska páfa vakti nokkra athygli en í tvö hundruð ára sögu Bandaríkjanna höfðu fáir stjórnmálamenn viljað láta bendla sig við kaþólsku kirkjuna opinberlega. Um fjörutíu þúsund manns komu saman til að berja páfann augum þegar hann hélt messu fyrir um þúsund presta við dómkirkju St. Matthews áður en hann hélt til Hvíta hússins þar sem hann dvaldi síðasta daginn af ferðalagi sínu um sex bandarískar borgir. Carter forseti ávarpaði páfann á móðurmáli hans, pólsku. Þá biðluðu þeir til heimsins um kjarnorkuafvopnun og aukna hjálp til þróunarlanda. Athöfnin fór friðsamlega fram en hálfum tíma fyrir heimsókn páfa var maður handtekinn sem hafði í fórum sínum þrjár byssur og hníf. Páfinn hitti Carter forseta á ný ári síðar og það ár bauð hann Elísabetu Englands- drottningu velkomna í Vatíkanið. Árið 1998 hafði Jóhannes Páll páfi annar heimsótt yfir hundrað lönd og farið hringinn í kringum hnöttinn 27 sinnum. ÞETTA GERÐIST: 6. OKTÓBER 1979 Páfinn í Hvíta húsinu 71 Sindri Freysson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Í klóm dala- læðunnar. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhenti Sindra verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að Í klóm dalalæðunnar sé „full af sprengikrafti hugmynda, sjón- arhorna og myndmáls, en hún stígur ekki fram með þann kraft sem skjöld sinn heldur leyfir honum að lifa á bakvið orðin. Þaðan kemur hin mikla vigt bókarinnar – í því hversu ríkulega lesandinn sjálfur fær að seilast í skilninginn upp á eigin spýtur.“ Alls bárust 52 handrit að þessu sinni en í Í dómefnd sátu Davíð Stefánsson, Bragi Ólafsson og Ingibjörg Haraldsdóttir. Í verðlaun hlýtur Sindri 600 þúsund krónur en Í klóm dalalæðunnar kom út á bók á vegum Veraldar í gær. Sindri Freysson er fæddur árið 1970. Fyrsta skáldsaga hans, Augun í bænum, kom út 1998, en einnig liggja eftir hann verk á borð við Flóttann og Sögu mæðra minna. Sindri sendi síðast frá sér Ljóðveldið Ísland, þar sem hann túlkaði sögu íslenska lýðveldisins frá upphafi til hrunsins í ljóðformi. Sindri hlaut verðlaun Tómasar VERÐLAUNAHAFI Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti Sindra Freyssyni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.