Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 6. október 2011 3 20% AFSLÁTTUR 6. - 10. OKT. Warehouse Debenhams Warehouse Kringlunni Finndu okkur á facebook KÁPUR Fyrir árshátíðina Ótrúlegt úrval af glæsilegum árshátíðarkjólum stærðir 36-48 Firði Hafnarfirði S: 555-4420 S K Ó H Ö L L I N „Svörtu hnébuxurnar eru 20 ára gamlar, keyptar á útsölu í Kaupfélagi Hafnarfjarðar, og eiga að endast í 20 ár í viðbót. Einu sinni voru þær síðar en svo klippti ég af þeim. Eftir það töldust þær tískuslys í nokkrar vikur en svo jafnaði nær samfélag mitt sig á þeim. Öðru hverju verð ég þó var við óhug samborgara minna, sem eru viðkvæmir fyrir útliti annarra. Höfuðbúnaður er þá rautt sorgarband merkt föllnum banka, til minningar um hrunið. Af því er oft táknrænn óþefur. Almennt hleyp ég í „dry- fit“ peysum merktum Félagi maraþonhlaupara og á margar slíkar, sem allar eru eldri en 10 ára. Þær eiga að duga þar til íþróttaferli mínum lýkur eftir 44 ár. Þá stendur til að fara í golfið.“ Í bleika bolnum leynist hugsjón. Bæði vill Gísli hefja litinn aftur til vegs og virðingar þar sem hann hafi sett niður undanfarið en einnig er tilgangurinn að leggja áherslu á jafnréttisleg gildi hlaupa, þar sem femínismi í verki ræður ríkjum. Í Skokkhópi Garða- bæjar, sem Gísli þjálfar, er núna fullkomið jafnvægi milli kynja. „Um langhlaup og femínisma má annars lesa á vefsetrinu knuz. is, þar sem ég tjái mig reglulega,“ segir Gísli, sem auk þess að skrifa þar þýðir meðal annars skýrslur, sértækt fræðsluefni, kvik- myndir og þætti fyrir sjónvarp. Knuzið varð til í kjölfar þess að félagi Gísla og annarra penna á vefsíðunni, Gunnar Hrafn Hrafnbjargar son, lést í sumar, en hann hafði skrifað bloggfærslur, meðal annars um femínisma, frá árinu 2003. „Ég lít á mig sem femínista og get ekki verið annað bara vegna þess að mér finnst það heilbrigð skynsemi. Mér finnst að jafn- rétti hafi ekki verið náð og vil leggja mitt af mörkum, þótt lítið sé, til þess að það náist. Þar legg ég karla og konur að jöfnu því ef við eigum að fúnkera í þessu sam félagi verða allir að láta sér lynda. Og að líða misrétti og óréttlæti í nærsamfélagi sínu og fjær er einfaldlega rangt. Þarna viljum við halda uppi málefna- legri umræðu um efni sem hafa kannski ekki fengið nógu mikla umfjöllun í fjölmiðlum og ég hef heyrt það á mörgum að þetta er kærkomin viðbót í flóruna.“ Að lokum má geta þess að á myndina vantar mittisveski, sem er algengt á hlaupurum. „Í því má til dæmis hafa orkugel, vaselín, farsíma, veski og gyllinæðar- krem, sem er ákaflega gott að bera á bólgnar hásinar,“ segir Gísli. juliam@frettabladid.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. „Svörtu hnébuxurnar eru 20 ára gamlar, keyptar á útsölu í Kaupfélagi Hafnarfjarðar, og eiga að endast í 20 ár í viðbót. Einu sinni voru þær síðar en svo klippti ég af þeim,” segir Gísli Ásgeirsson. Framhald af forsíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.