Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 40
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR4 ● Bleika slaufan Október er mánuður bleiku slauf- unnar og árveknisátaks gegn krabbameinum hjá konum. Til að sýna samstöðu í baráttunni gegn sjúkdómnum hvetur Krabbameins- félagið landsmenn til að halda bleik- an dag, föstudaginn 7. október 2011. Á bleika deginum klæðist fólk bleiku, skreytir vinnustaði eða heimili með bleiku, borðar bleikar krásir og hvað eina annað sem því dettur í hug, allt til að sýna sam- stöðu í baráttunni gegn krabba- meinum hjá konum. Bleiki dagur- inn var haldinn í fyrsta sinn í fyrra og heppnaðist einstaklega vel. Skemmtileg stemning skapaðist á fjölmörgum vinnustöðum. Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að taka þátt og senda síðan mynd- ir á markad@krabb.is til að setja inn á síðurnar www.krabb.is og www. facebook.com/bleikaslaufan Föstudagurinn 7. október er dagur inn til að klæðast bleiku og sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum! Bleikur föstudagur Starfsmenn ýmissa fyrirtækja tóku sig til á síðasta ári og héldu bleikan föstudag. TAKTU DAGINN FRÁ Margir tengja októbermánuð við bleiku slaufuna, árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Með átakinu hefur skapast hefð í íslensku samfélagi þar sem fjölmargar byggingar eru bað- aðar bleikum bjarma og þorri manna ber bleiku slaufuna eða skartar bleikum klæðnaði. Um leið og átakið lífgar upp á tilveruna minnir það okkur á alvöruna sem liggur að baki, en á hverju ári greinast á Íslandi hátt í sjö hundruð konur með krabbamein. Flestar greinast með brjóstakrabbamein eða nær tvö hundruð og þar á eftir kemur lungnakrabbamein sem er nú mannskæðasta krabbameinið bæði hjá konum og körlum hér á landi. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn krabbameinum á þeim sex- tíu árum sem liðin eru frá stofnun Krabbameinsfélags Íslands og hafa lífshorfur sjúklinga batnað til muna og lífsgæði aukist. Þá hefur með- ferð fleygt fram og forvarnir skilað árangri. Viss tímamót verða nú í haust þegar bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst og verður hún hér eftir hluti af almennri bólusetningu stúlkna. Í tilefni af alþjóðakrabbameinsdeginum 4. febrúar síðastliðinn lagði ég áherslu á að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við þennan vágest og greindi frá þeirri ákvörðun að ráðast í gerð sérstakrar áætlunar um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein, líkt og margar aðrar þjóðir hafa gert. Nú í sumar hófst undirbúningsvinna að verk- inu í velferðarráðuneytinu. Stefnumörkuninni er ætlað að standa vörð um þá góðu þjónustu sem hefur verið í boði og um leið gera enn betur í forvörnum og í meðferð og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur. Unnið verður áfram að áætluninni í velferðarráðuneytinu á næstu mánuðum, í náinni samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk, sjúklinga- samtök, vísindamenn og aðra þá sem láta sig málið varða. Vonir eru bundnar við að með þessu móti sé hægt að draga fram mikilvægustu viðfangsefnin á þessu sviði og skila okkur áfram í sókn okkar gegn krabbameinum. Fjölmargir atburðir verða í október á vegum Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga þess. Hér má sjá nokkra en einnig bendum við á www.krabb.is til að fylgjast með dagskránni og skráningu á á viðburði. 1.-15. október Sala á Bleiku slaufunni um land allt. 6. október Sushi-námskeið í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins. 6.-28. október Fræðsla til fyrirtækja. 7. október Bleiki dagurinn. Landsmenn hvattir til að klæðast bleiku þennan dag. 8. október Fræðsla og ráðgjöf í Kringlunni. 11. október Samvera með ekkjum og ekklum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 12. október Hádegisfyrirlestur í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins. Norbert Müller-Opp hjúkrunarfræðingur fjallar um húmor. 15. október Samhjálp kvenna með kynningu í Kringlunni. 18. október Málþing um brjóstakrabbamein í Arion banka. 22. október Fræðsla og ráðgjöf í Smáralind. 26. október Hádegisfyrirlestur í Ráðgjafarþjónustu Krabbameins- félagsins. Margrét Bárðardóttir sálfræðingur fjallar um veikindi og vellíðan, frá streitu til sáttar. 26. október Bleikt kvennaboð í Hofi Akureyri. 27. október Bleikt kvennaboð í Hörpu í Reykjavík. GUÐBJARTUR HANNESSON, VELFERÐARRÁÐHERRA Sókn gegn krabbameinum Á hverju ári velur Krabba-meinsfélagið eina bygg-ingu á höfuðborgar- svæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var efsta hæð turns- ins í Höfðatorgi lýst bleiku ljósi að þessu sinni. Það voru Verk- ís og Exton sem studdu Krabba- meinsfélagið við lýsinguna, sem og Eykt, eignarhaldsfélag Höfðatorgs. Ýmis mannvirki hafa einnig verið lýst um land allt og má m.a. nefna álverið við Reyðar fjörð og Húsa víkurkirkju en einnig náttúrufyrirbæri sem heitir því skemmtilega nafni Bleiksárfoss og er á Eski- firði. Einnig hafa fyrirtæki um allt land tekið sig til og lýst byggingar sínar upp í tilefni af árveknismánuðinum. Lýsingin og átakið minnir alla landsmenn á baráttuna gegn krabbameinum hjá konum. Bleika slaufan er í ár fram- leidd af konum í Zulufadder- þorpum í Suður-Afríku og styrkti DHL Krabbameinsfélagið með flutningi slaufunnar til Íslands. Bleikt er litur október ● Sex konur sem eiga það sameiginlegt að hafa barist við krabbamein fengu afhentar fyrstu Bleiku slaufurnar í ár við hátíðlega athöfn í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Þessar sex konur eru áberandi í árveknis- og fjáröflunarátakinu og segja frá reynslu sinni af krabbameini í myndböndum á www.bleikaslaufan.is og eru einnig í prentauglýsingum og vefborðum. Vigdís Finnbogadóttir með þeim sex konum sem fyrstar fengu afhentar Bleiku slaufuna í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Turninn á Höfðatorgi er lýstur upp með bleiku lit í októbermánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalstyrktaraðilar Bleiku slaufunnar 2011 eru Sölufélag garðyrkju- manna, Arion banki og Hreyfill-Bæjarleiðir. Bleika slaufan kostar aðeins 1.500 krónur og verður til sölu dagana 1.-15. októ- ber hjá eftirtöldum sölu- aðilum sem selja slauf- una án álagningar: Styrktar- og söluaðilar Bleiku slaufunnar 2011 Apótek: Rima Apótek, Reykja- víkur Apótek, Lyfja, Garðs apótek, Lyfja- val, Lyfjaver, Lyf og heilsa, Lyfjaborg og Árbæjarapótek. Hjúkrunarheimili: Hrafnista Laugarási, Hrafnista Hafnarfirði og Mörk hjúkrunar- heimili. Verslanir og afgreiðslustöðvar: Krabbameinsfélagið, Iða, Fríhöfnin, Garð- heimar, Kvennadeild Rauða krossins, Blómahönnun, Misty, ITA gallery, Mela- búðin, Frumherji, Olísstöðvar um land allt, Einar Farestveit, Kaupfélag Stein- grímsfjarðar, Miðbúðin, Heilsuhúsið, Eymunds son, Nóatún, Kjarval, Krónan, 11-11, Deben hams, Íslandspóstur, Hag- kaup, aha.is, Blómabúðin Dögg, Leon- ard, Hrím, Radisson Blu 1919 hotel, Bella- donna, Samkaup og blómabúðin Runni- Stúdíóblóm. Leigubifreiðar: Hreyfill- Bæjarleiðir. Kaffihús: Kaffitár og Te & kaffi. Á netinu: www.krabb.is og www.aha.is Dreifingaraðilar: Parlogis (sími 590 0200) og Krabba- meinsfélagið (540 1900).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.