Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 43
Kynningarblað Yfirhafnir og vinnuföt til að skýla sér með í vetur. ÚLPUR FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 &YFIRHAFNIR Verslun Ellingsen státar af traustum, f lottum og margreyndum merkjum í útivistarfatnaði, en þar ber hæst Columbia, Didrikson og það nýjasta, Mountain Hardwear, sem reynast mun vel við íslenskar aðstæður. „Úlpurnar frá Columbia svíkja engan, hvort sem ætlunin er að komast þurr og heitur á milli staða eða stunda alhliða útivist við ís- lenskar aðstæður,“ segir Andri Rafn Sveinsson, sölumaður hjá Ellings- en. Andri Rafn er þrautþjálfaður björgunarsveitar maður með ára- langa reynslu af útivist við erfið- ar aðstæður á íslenskum vetrum. Hann veit því hvaða úlpur duga þegar kólnar niður fyrir frostmark og tekur fram nýjasta kven úlpu frá Columbia sem er dúnúlpa með 550- fill, en „fill power“ er mælikvarði á rúmmál dúns miðað við þyngd. „Í ysta lagi úlpunnar er ný tækni sem Columbia-menn kalla Omni Shield. Hún er kröftug vatnsvörn og varnar því að óhreinindi nái að smjúga inn í efnið og festast. Úlpan býr einnig yfir Omni Heat-tækni, en það er filma sett innan á úlp- una og svipar mjög til álpoka sem notaðir eru í neyð á fjöllum. Film- an er samsett úr ótal litlum punkt- um sem gefa tuttugu prósent meiri hita en jafnframt greiða leið fyrir útöndun,“ upplýsir Andri Rafn um Lay”D”-úlpuna sem er einn- ig búin rennilásum í handarkrika sem opna má fyrir aukna öndun við áreynslu, vatnsvörðum renni- lásum, vind- og snjóvörn í mitti og ermalíningu með þumalputtagati. „Þetta er töff úlpa með stórri hettu með loðkraga og hægt að taka hvort tveggja af, kragann af hett- unni og hettuna af úlpunni. Þá eru vasar margir, stórir og góðir fyrir allt sem þarf, hvort sem það er sími, veski, GPS-tæki eða landakort,“ út- skýrir Andri Rafn. Í El l i ngsen ha fa sænsk u útivistar vörurnar frá Didrikson margsannað sig við íslenskar að- stæður, enda gæðavara á hagstæðu verði. „Barnaúlpurnar eru vinsælast- ar og standa sig það vel að foreldrar kaupa þær ár eftir ár. Margir enda með að kaupa sér sjálfir Didrikson- úlpu eftir að hafa upplifað af eigin raun hversu vel þær reynast börn- unum,“ segir Andri Rafn og tekur fram tveggja laga Ralph Parka- síðúlpu með loðkraga, vind- og vatnsheldni upp á 2000 millimetra, 140g/m2 einangrun og vatnsheld- um saumum. „Ralph Parka er langvinsæl- asta barnaúlpan, en hana má taka saman í mitti og faldi til að halda hita betur inni. Við höku er mjúkt efni til verndar viðkvæmri húð gegn ertingu frá rennilás og vita- skuld má taka bæði hettu og loð- kraga af. Í ermalíningu er teygjan- legt efni sem gefur enn betri vörn gegn kulda, og renndur vasi með snúrugöngum innan á úlpunni til að halda síma eða i-pod vel vörðu fyrir vatni og vindum,“ segir Andri Rafn um Ralph Parka sem kemur í stærðunum 130 til 170 og fæst svört og blá í strákasniði, en svört, rauð og fjólublá fyrir stelpur. Í haust hóf Ellingsen sölu á Mountain Hardwear-útivistarfatnaði, en merkið tryggir hámarks gæði fyrir þá allra kröfuhörðustu. Andri Rafn tekur fram Snowtastic, þriggja laga softshell-úlpu með áfastri hettu. „Þessi jakki heldur manni þurr- um upp og niður fjallið. Hann er útbúinn DryQ Elite sem er fyrsta vatnshelda öndunar efnið sem byrjar að anda um leið og varan er notuð. DryQ þarfnast því ekki raka til að virkja öndunar eiginleika efn- isins; það er engin bið – bara há- marks virkni. Svo er vatnsheldnin allt að 40.000 millimetrar, jafnvel eftir 500 þvotta samkvæmt leið- beiningum framleiðanda.“ Alhliða úlpur í útivistina Það verður engum kalt á íslenskum vetri í hlýjum, alltumvefjandi úlpum frá Ellingsen. Þar leynist undraland útivistarmanna með fjölbreyttu úrvali af vetrarúlpum fyrir allar aðstæður, ásamt öllu hinu sem þarf til að verða ekki kalt. Veturinn beinlínis kallar á mann út að leika í hlýju og flottu úlpunum frá Ellingsen. Kvenúlpan er sú nýjasta frá Columbia, barnaúlpan frá Didrikson og sjálfur klæðist Andri Rafn hágæða vetrarjakka frá Mountain Hardwear. MYND/VILHELM Margir fá sér Didrikson-úlpu eftir að hafa upplifað hversu vel þær reynast börnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.