Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 48
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR8 ● Bleika slaufan Síðastliðið vor kom út skýrsla á vegum Norræna krabbameins- sambandsins (Nordic Cancer Union, NCU) þar sem gerð er til- raun til að bera saman kostnað norrænu þjóðanna af krabbamein- um. Skýrslan er lýsandi, bæði hvað varðar kostnað af krabba- meinum og um mismunandi skipulag þjóðanna. Kostnaður á hvern þjóðfélagsþegn er gefinn upp í evrum. Með- ferð við krabbameinum er dýrust í Noregi, 133 evrur, en hér á landi er hún næstódýrust eða 110 evrur. Það má því segja að Ís- lendingar hafi upp á töluvert að hlaupa hvað varðar að auka kostnað við meðferð krabbameina miðað við hin norrænu lönd- in, sérstaklega með tilliti til nýrra lyfja og nýrra tækja við geisla- meðferð. Þetta eru mikilvægar upplýsingar þar sem við berum okkur saman við þessi lönd þegar um meðferð sjúkdóma er að ræða. Kostnaður af leit að brjóstakrabbameini er hæstur í Svíþjóð en næsthæstur hér á landi. Kostnaður vegna leitar að legháls- krabbameini er hæstur hér á landi. Samkvæmt skýrslunni standa Svíar og Íslendingar sig best í leitarstarfinu. Opinber kostnaður af tekjumissi og örorku vegna krabbameina er minnstur á Íslandi eða 10 evrur. Hann er hæstur í Noregi eða 45 evrur. Hluti af skýringunni getur verið sá að vinnuveitendur hér á landi taki meiri þátt í þessum kostnaði en gert er í hinum löndunum. Niðurstaðan er því sú að við stöndum okkur ágætlega hvað varðar þann kostnað sem þjóðfélagið hefur af krabbameinum. Einnig kemur berlega í ljós að mestur kostnaður af völdum krabbameina er vegna meðferðar en þar er kostnaðurinn samt næstlægstur hér á landi. Hins vegar er bent á það í skýrslunni að búast megi við því að kostnaður Norðurlandaþjóðanna vegna krabbameina eigi eftir að aukast á næstu árum og áratugum, meðal annars vegna vaxandi tíðni sjúkdómsins. Kostnaður vegna krabba- meina á eftir að aukast ● Jakob Jóhannsson læknir segir að kostnaðurinn sé minni hér á landi en í hinum norrænu löndunum. Jakob Jóhannsson er krabbameinslæknir með meistaragráðu í heilsuhagfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fyrir tuttugu árum keyptu Krabba- meinsfélagið og Rauði krossinn tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fólk sem kom utan af landi og fór í með- ferð við krabbameini. Þörfin var svo mikil að nú eru íbúðirnar orðn- ar átta, allar við Rauðarárstíg. Steinunn Friðriksdóttir hefur séð um íbúðamálin fyrir Krabbameins- félagið frá upphafi. „Þá áttu marg- ir sjúklinganna að vísu ættingja í bænum en þeim fannst óþægilegt að setjast upp hjá þeim í langan tíma og hóteldvöl var of dýr,“ segir hún. „Það var því mikið framfaraspor þegar ákveðið var að kaupa fyrstu íbúðirnar og stuðningur Rauða krossins var ómetanlegur.“ Sex íbúðanna eru eign Krabba- meinsfélags Íslands og Rauða kross Íslands, ein er eign félagsins og Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og ein eign félagsins og Styrktar sjóðs Samtaka starfsmanna fjármála- fyrirtækja. Allar íbúðirnar eru vel búnar húsgögnum og tækjum. „Sjúklingarnir eru mjög þakk- látir fyrir að geta dvalið í ró og næði í íbúðunum og oftast eru aðstand- endurnir með,“ segir Steinunn. „Það skiptir miklu máli hvernig fólki líður í meðferðinni og að geta haft hjá sér einhvern sem manni þykir vænt um til að geta deilt með gleði og sorg.“ Landspítalinn sér um rekstur íbúðanna og úthlutun þeirra. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 543 6800 eða 543 6801. Leigugjaldið er 1.600 krónur fyrir hvern dag. Mörg krabbameinsfélög á landsbyggðinni endurgreiða kostnað sjúklinganna. Átta íbúðir fyrir fólk í meðferð Íbúðirnar á Rauðarárstígnum eru allar mjög vistlegar. Hér er Steinunn í einni þeirra. Hefur þú stundað íþróttir frá unga aldri? Já, ég byrjaði í fimleikum fimm ára gömul og svo í fótbolta átta ára. Skiptir það ekki miklu máli fyrir árangur í íþróttum að lifa heil- brigðu lífi? Jú, það skiptir heilmiklu máli. Að borða hollan og fjölbreyttan mat og fá nægan svefn eru mikil- vægir þættir í að ná langt. Svo er að sjálfsögðu bannað að reykja! Hvað er æskilegt að fólk hreyfi sig mikið í hverri viku? Það er mjög gott að hreyfa sig daglega. Hvaða tegund hreyfingar, hversu mikil og hversu erfið hreyf- ingin á að vera fer eftir heilsu, aldri og markmiðum einstaklings- ins. Það er til dæmis mikill munur á æskilegri hreyfingu fyrir afreks- íþróttamann og manneskju með al- varlegan hjartasjúkdóm. En hvað segir þú um mataræðið? Það er mikilvægt að borða holla og fjölbreytta fæðu, en einnig þarf að passa upp á að borða hæfilega mikið. Afreksíþróttamaður þarf til dæmis að borða meira en mann- eskja sem hreyfir sig lítið. Það er ekki alltaf auðvelt að vita hvað er hollt og getur því stundum verið gott að tala við heimilislækninn sinn eða næringarráðgjafa og fá ráðleggingar. Er samband á milli hreyfingar- leysis og hættu á krabbameini? Hreyfing er gríðarmikilvæg fyrir heilsuna. Rannsóknir hafa sýnt að með reglulegri hreyfingu er hægt að minnka líkur á fjöl- mörgum sjúkdómum, eins og til dæmis hjartasjúkdómum, offitu, sykursýki, stoðkerfisvandamálum, geðröskunum en einnig sumum tegunda krabbameina. Hvaða skilaboðum vilt þú koma á framfæri við fólk um gildi heil- brigðs lífs? Eins og ég sagði áðan er mikil- vægt að hugsa um eigin heilsu með því að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega, fá nægan svefn og forðast skaðvalda eins og reyk- ingar. Hins vegar er mikilvægt að vera ekki of ýktur. Ef þú vilt taka þig á þarf að setja sér lang- tímamarkmið. Lífsstílsbreytingar eiga ekki að vera hraðar. Ég hef til dæmis allt of oft orðið vitni að því þegar fólk ætlar sér að léttast allt of hratt með fáránlegum matar- kúr eða fer of geyst af stað með hreyfinguna og það fær fljótlega álagsmeiðsli. Hérna er þolin mæði lykilorð. Fagfólk eins og heim- ilislæknar, íþróttafræðingar og næringarráðgjafar geta verið til mikillar hjálpar. Lífsnauðsyn að hreyfa sig ● Katrín Jónsdóttir læknir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Hún hefur í námi sínu og starfi kynnst gildi hreyfingar fyrir heilsuna, en á síðustu árum hafa verið birtar niðurstöður sífellt fleiri rannsókna sem sýna að heilbrigðir lífshættir bæta líðanina og draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum, meðal annars krabbameinum. Katrín Jónsdóttir læknir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. MYND/ANTON ● VEL HEPPNUÐ ORLOFSHELGI AÐ EIÐUM Dagana 26.-28. ágúst 2011 var krabbameinsgreindum og aðstandendum boðið að koma og taka þátt í orlofshelgi að Eiðum á vegum Krabbameinsfélags Austfjarða og Krabbameinsfélags Austurlands. Í Kirkjumiðstöð Austurland var boðið upp á fræðslu, svæðanudd, gönguferðir, helgistund, samveru og fleira og nutu þátttakendur helgarinnar svo sannarlega. Boðið hefur verið upp á orlofs- helgi á Eiðum undanfarin fimm ár og síðustu tvö árin í sam- starfi við Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein. Kraftur hefur boðið félögum sínum að fljúga austur ásamt sínum nánasta vini eða maka og taka þannig þátt í dagskránni þeim að kostnaðarlausu. Fólk sem er í meðferð eða hefur nýlokið henni hefur verið boðið sérstaklega velkomið. Auk þess er þetta góð leið til að brjóta upp hversdagsleikann með sínum nánustu, enda um einstaklega fallegt og róandi umhverfi að ræða. Að hvíldarhelginni lokinni sagði einn þátttakandinn: „Takk fyrir mig. Þetta er ferð sem var endurnærandi á sál og líkama og yndislegt að vera fyrir austan.“ Hluti af hópnum slakar á fyrir utan Kirkju- miðstöðina á Eiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.