Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 52
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR12 ● Bleika slaufan Mjöll Frigg ehf sýnir stuðning í verki í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og verkefni þeirra Bleiku slaufunni með því að selja Operu handsápu með blómailmi í október. Fyrir utan að vera bleik og glæsileg er sápan bæði ilmandi og notadrjúg. Hver flaska inniheldur 300 ml og er hún fáanleg í helstu verslunum landsins. Með því að kaupa þessa sápu styrkir þú Krabbameinsfélag Íslands. ● BLEIKUR POKI Krabbameinsfélag Íslands og Plastprent undir- rituðu samstarfssamning á dögunum er lýtur að stuðningi Plastprents við Bleiku slaufuna og Krabba- meinsfélagið með sölu á bleik- um pokum. Samningurinn felur í sér að allur ágóði af sölu pok- ans rennur óskiptur til stuðnings Krabbameinsfélaginu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Bleiki pokinn verður til sölu hjá Plastprenti frá 1. september til 31. október. Allar nánari upplýsingar veitir söludeild Plastprents. ● NUDD TIL STYRKTAR KRABBAMEINS FÉLAGINU Heilsulindin Sóley Natura Spa, sem er á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll, ætlar að styrkja Krabbameins- félag Íslands í tilefni af Bleiku slaufunni í október með því að láta 10% af öllu nuddi renna til félagsins. Ýmiss konar nudd er í boði svo sem heilsunudd eða klass- ískt vöðvanudd, íþróttanudd, sogæðanudd og svæðanudd. Þegar farið er í nudd í heilsulindinni er innifalið í verðinu aðgangur að sundlaug, gufubaði, þurrgufu og heitum potti. Sóley Natura Spa er tilvalinn staður til að slaka á og njóta lífsins og þar eru eingöngu notaðar vörur frá Sóley Organics. Allar nánari upplýsingar um nudd og aðra meðferð í Sóley Natura Spa má finna hér: http://soleynaturaspa.is/ ● BÍLAR SKARTA BLEIKU Leigubílar Hreyf- ils/Bæjarleiða keyra nú í fimmta sinn með bleikt merki á toppn- um í stað þess gula. Þessi sam- vinna leigubílastöðvarinnar og Krabbameinsfélagsins er orðinn fastur liður í októberátakinu undir merkjum bleiku slaufunnar. Tíu krónur af hverri ferð frá Hreyfli/Bæjarleiðum renna til Krabbameinsfélagsins auk þess sem bílstjórarnir selja Bleiku slaufuna til styrktar félaginu. Mikil samkennd ríkir í þessu verkefni hjá leigubílstjórunum sem margir hverjir leggja mikinn metnað í að selja slaufurnar og fá jafnvel fjöl- skyldumeðlimi til að aðstoða við söluna til að styrkja málefnið. Leigubílarnir munu skarta bleika merkinu í tvo mánuði og styrkja þá Krabbameinsfélagið í leiðinni en salan á slaufunum stendur einungis í tvær vikur. ● ÍÞRÓTTATOPPAR TIL STYRKTAR KRABBA MEINSFÉLAGINU Sportís hefur gert tveggja ára samning við Krabbameinsfélag Íslands þar sem ein tegund af Casall- íþróttatoppum er seld til styrkt- ar félaginu. Renna 20% af sölu þess topps til félagsins. Topparnir verða merktir Bleiku slaufunni. Þeir verða til sölu í öllum verslunum sem selja Casall-vörurnar og má þar nefna verslanir Lyfju, Útilífs og allar helstu íþróttaverslanir landsins. „Við erum mjög stolt af því að vera með í Bleiku slaufunni og vera styrktaraðilar Krabba- meinsfélags Íslands. Þannig getum við lagt hönd á plóg í baráttunni gegn krabba- meinum sem kemur svo víða við,“ segir Kristinn Kristjánsson, sölustjóri hjá Sportís. Sportís hyggur á enn frekari stuðning við Krabba- meins- félagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.