Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 60
6. október 2011 FIMMTUDAGUR36 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur. HÉR á ég auðvitað ekki við íslensk börn heldur börn á heimsvísu. Enda eru öll heimsins börn jú eins að innan. Og öll heimsins börn fá inn á milli niðurgangspestir, líka börn á Íslandi. Munurinn er sá að í fleiri löndum en færri eiga börn sem veikjast á hættu að fá ekki viðhlítandi meðferð. Missa vökva út úr líkamanum, missa nauðsynleg sölt, þorna upp – láta á endanum lífið. BÖRN sem fá ítrekað niður- gang eiga í ofanálag á hættu að verða vannærð. Vannærð börn hafa minni mótstöðu en vel nærð börn og eru líklegri til að veikjast á ný af niðurgangi. Vandinn bítur í skottið á sér og úr verður eitruð blanda. Það er grundvallaratr- iði að grípa inn í og rjúfa vítahringinn. OG ÞAÐ er hægt. Á hverjum degi, hverri mínútu, látast börn af ástæðum sem vel væri hægt að koma í veg fyrir. Lausn- irnar eru þekktar, ástandið mætti fyrir- byggja. Í því ljósi verður enn fáránlegra en ella að árið 2011 látist aragrúi barna úr niðurgangi. Halló! Langflest barnanna eru yngri en tveggja ára. Þau yngstu eru alltaf þau sem eru mest berskjalda. EINU sinni dóu 5 milljónir barna árlega eftir að hafa verið með niðurgang, núna „bara“ 1,5 milljónir. Það er með öðrum orðum hægt að bæta ástandið. Aukin með- vitund um hreinlæti, sápuþvott og mikil- vægi hreins vatns hefur meðal annars skipt sköpum. Færri börn hafa sýkst. Hjálpargögn eins og vatnsbindandi sölt hafa líka gert kraftaverk við meðhöndlun þeirra sem þegar eru orðin veik. Söltin gera að verkum að þau ná að halda í vatnsbúskapinn í líkamanum. Einn pakki af söltum með nauðsynlegum steinefnum kostar innan við tíkall. ÞAÐ er vel hægt að breyta hlutum eins og að á hverju ári hrynji börn um víða veröld niður úr jafnfáranlegum hlut og niður- gangi. Þangað til að það hefur verið stöðv- að er ástandið óviðunandi. Sumt er ekkert voðalega flókið. Niðurgangur1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Talið er að þessar uglur séu í raun ekkert sérstaklega gáfaðar, þær fylgist hins vegar mjög vel með tískunni. Hmmm. Fyrst hann kemst upp með það hlýt ég að geta það líka… SNILLD! Af hverju datt mér þetta ekki fyrr í hug? Hr. T? Ég held að við þurfum að ræða saman! Getum við ekki bara gleymt þessu strákar? Talið við mig! Strákar... Kennitala?? Af hverju í ósköpunum vill símafyrirtækið fá kenni- töluna mína? Jæja, ég skrifa hana. En þeir þurfa að rýna í þetta því ég ætla að skrifa sér- staklega smátt! Þú bara kúkar á kerfið pabbi. Ég vona að þeir taki þessu ekki of illa. En hvað þetta er sætt! Ætli Lóa vilji nokkurn tímann fara úr göngugrindinni með öll þessi leiktæki þar? En frábært! Algerlega... frábært. Ííííí! Víííí! Vúúúú! LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. tveir eins, 8. and- mæli, 9. námsgrein, 11. vörumerki, 12. frárennsli, 14. fyrirmynd, 16. skóli, 17. samræða, 18. skelfing, 20. gyltu, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. hljóta arf, 3. öfug röð, 4. frelsarinn, 5. skjön, 7. rafstraumur, 10. æxlunar- korn, 13. stefna, 15. skraut, 16. dá, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. rr, 8. nei, 9. fag, 11. ss, 12. afrás, 14. mótíf, 16. ma, 17. tal, 18. ógn, 20. sú, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. erfa, 3. on, 4. messías, 5. mis, 7. rafmagn, 10. gró, 13. átt, 15. flúr, 16. mók, 19. nú. Kolkrabbar og hákarlar Signý Kolbeinsdóttir, vöruhönnuður, teiknar ævintýraheima Tulipop. Hún segir sjö ára gamlan son sinn vera sinn helsta ráðgjafa þegar komi að hönnun og sækir innblástur sinn meðal annars til sjávarlífvera á borð við kolkrabba og hákarla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.