Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 64
6. október 2011 FIMMTUDAGUR40 40 menning@frettabladid.is HVAÐ TÁKNAR ÞETTA? Handbók um merkingu, sögu og birtingarmyndir mörg hundruð tákna FORV ITNIL EG OG FRÆ ÐAND I BI R K I MOL DVA R PA G N Æ G T A HOR N Tryggvi Gunnarsson er höf- undur og leikstjóri Glámu, leikrits sem frumsýnt verð- ur í Norðurpólnum í kvöld. Hann segir hið óvænta leika stórt hlutverk í sýningunni. Þrír vinir koma saman á síð- sumarkvöldi til að skemmta sér. Sveitarómantíkin ræður ríkj- um, glösin eru full og framtíðin er björt. Fjórði gesturinn bætist í hópinn, óboðinn. Grímuklædd- ur byrjar hann að segja sögur. Sögur sem þarf að segja, en væru ef til vill betri ósagðar. Uppgjör milli vina, og í leiðinni íslensk- ur þjóðarrembingur, er óumflýj- anlegt. Á þessa leið er umfjöll- unarefni Glámu, nýs leikverks eftir Tryggva Gunnarsson sem frumsýnt er í kvöld klukkan 19 í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Tryggvi, sem útskrifaðist frá Academi for Scenekunst í Nor- egi á síðasta ári, leikstýrir einnig verkinu og er Gláma hans fyrsta verkefni í atvinnuleikhúsi. Leikur er í höndum þeirra Hilmis Jens- sonar, Guðrúnar Bjarnadóttur og Bjarts Guðmundssonar, sem ásamt Tryggva mynda hópinn Sómi þjóð- ar. „Við í hópnum kynntumst fyrir mörgum árum í Stúdentaleikhús- inu en fórum svo hvert í sína átt- ina í nám. Þegar við hittumst aftur ákváðum við að láta reyna á þenn- an hóp, þar sem allir hafa mis- munandi sýn á hlutina en fá þó að segja sína skoðun. Svo tek ég, sem leikstjóri, lokaákvarðanir,“ segir Tryggvi. „Vonandi er Gláma fyrsta verkefnið okkar af mörgum sem hópur,“ bætir hann við. Tryggvi útskýrir að í verkinu sé unnið töluvert með þjóðernis- hyggju, enda þyki öllum hópnum afskaplega vænt um Ísland. „Þó fer dálítið í taugarnar á okkur þessi hugsunarháttur að við Íslendingar séum betri en aðrir og eigum skilið að fá endalausa sénsa. Við reynum að gera eitthvað nýtt, en á sama tíma vísum við mikið í fyrstu íslensku leikhúsverkin. Þar voru oft á ferð gríðarmiklar hug- myndir og heimspekipælingar, en til að slíkt gengi ofan í Íslendinga þurfti oft að setja verkin í sveita- rómantíkurbúning. Ástarþríhyrn- ingurinn, fátæki vinnumaðurinn, ríka bóndadóttirin og allar þess- ar erkitýpur. Við notum þær til að horfa á okkur sjálf og gagnrýna.“ Leikstjórinn segir sýninguna öðru fremur sprottna upp úr þörf aðstandenda til að búa til leikhús á eigin forsendum um hluti sem skipta þá máli. Þeir hafi þó ávallt að leiðarljósi að hafa gaman af hlutunum. „Við leikum okkur með ýmsa hluti sem koma ekki upp í hugann á mörgum þegar talað er um listrænt og alvarlegt leikhús. Hið óvænta leikur stórt hlutverk,“ segir Tryggvi. kjartan@frettabladid.is Sögur sem þarf að segja ÁRLEG TÓNLEIKARÖÐ TRÍÓS REYKJAVÍKUR hefur göngu sína í 22. sinn í Hafnarborg, sunnudag- inn 9. október klukkan 20. Á tónleikunum koma fram Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanó- leikari, sem bæði eru meðlimir Tríós Reykjavíkur. Sérstakur gestur verður Sigurður Ingvi Snorrason klarínettuleikari. SÓMI ÞJÓÐAR Hópurinn að baki Glámu, nýju leikverki sem frumsýnt er í kvöld. Frá vinstri: Bjartur Guðmundsson, sýningarstjórinn Bryndís Ingvarsdóttir, Hilmir Jensson, Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri og höfundur verksins, og Guðrún Bjarnadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norræn samsýning um samtíma- málverk opnar í Kling og Bang galleríi á morgun klukkan átta. Þrír listamenn taka þátt í sýning- unni sem ber heitið The Pleasure Principle, Birgir Snæbjörn Birg- isson frá Íslandi, Marcus Eek frá Svíþjóð og Jukka Korkeila frá Finnlandi. Sýningarstjóri er Mika Hannula sem einnig er finnsk- ur. Samsýningar listamannanna vera raunar tvær, sú síðari í Stokkhólmi vorið 2012. Þetta eru nátengdar samsýningar þar sem sjónum er beint að samtímamál- verkinu, möguleikum þess og tak- mörkunum. Sýningin stendur til 6. nóvember. Pleasure Principle í Kling og Bang 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Gamlinginn sem skreið út... kilja - Jonas Jonasson Frönsk svíta Iréne Némirovsky Órólegi maðurinn - kilja Henning Mankell Ríkisfang: Ekkert Sigríður Víðis Jónsdóttir Flugan sem stöðvaði stríðið Bryndís Björgvinsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 28.09.11 - 04.10.11 Þræðir valdsins Jóhann Hauksson Einn dagur - kilja David Nicholls Skúli skelfir rokkar Francesca Simon Radley-fjölskyldan - kilja Matt Haig Einar Áskell - Allsnægtar- pokinn - Gunnilla Bergström
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.