Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 66
6. október 2011 FIMMTUDAGUR42 Sigurvegarar velja Sci-MX óskar KR innilega til hamingju með Íslands-og bikarmeistaratitlana. Hágæða evrópsk fæðubótarefni Dans ★★★★ Fullkominn dagur til drauma Höfundur: Anton Lachky. Flytjandi: Íslenski dansflokkurinn. Fullkominn dagur til drauma er fyndið verk á dramatískum nótum. Í því teflir Anton Lachky saman meira en hundrað ára gamalli hádramatískri kaþólskri kirkjutónlist, sálumessum Verdis og Cherubini og gamansömum nútímadansi. Þessa blanda heppn- ast með ólíkindum vel og á þeim 60 mínútum sem verkið stendur er það aðeins rétt í einum kafla í fyrri hluta verksins sem maður fær á tilfinninguna að tónlistin beri dansinn ofurliði. Höfundur- inn notar einnig þögnina á áhrifa- ríkan hátt. Þegar dansinn fer út fyrir þann ramma sem tónlistinni hæfir dregur tónlistin sig hrein- lega í hlé tilbúin að láta til sín taka þegar hennar er þörf. Líkamstjáningin í verkinu er mjög sterk. Dansararnir nota ekki aðeins búkinn á mjög ýktan og krefjandi hátt heldur spilar andlitstjáningin stórt hlutverk sem og röddin, þó ekki sem texti heldur sem hljóð sem verða eins og viðbót við líkamstjáninguna sjálfa. Orð Lachky um að dans- ararnir séu eins og teiknimynda- fígúrur sem hann síðan vinnur með lýsa verkinu vel. Allir sem horft hafa á Tomma og Jenna vita að það þarf engan texta eða skýr- ingar með því sem er að gerast í samskiptum þeirra félaga, líkam- inn, andlitið og hljóðin sem fylgja segja allt sem segja þarf. Uppbygging verksins gerir ráð fyrir því að hver dansari fái að njóta sín í sólóparti auk þess að koma fram í dúetti/um. Hópurinn var samt aldrei langt undan og voru allir á sviðinu nánast allan tímann. Hópatriðin sem komu inn á milli þá ekki síst í dramatísk- ustu hlutum tónlistarinnar voru mjög flott og sýndu hvað hópur- inn var vel samstilltur. Búning- arnir gerðu hópatriði líka flott. Einfaldar svartar buxur og mis- munandi blússur og skyrtur í fallegum litum voru mjög smart. Lýsingin var þannig gerð að maður tók ekki eftir henni sem slíkri sem í mínum huga þýðir að hún hafi passað algjörlega við það sem fram fór á sviðinu. Hannes Þór Egilsson fór á kostum sem aðalfígúra verks- ins. Atriðin hans, oftast með Þyrí Huld Árnadóttur og Came- ron Corbett en einnig með öllum hópnum, voru eins og rauði þráð- urinn í verkinu og héldu því á einhvern hátt saman. Tilburðir Hannesar minntu á Rowan Atk- inson í Mr. Bean og Johnny Engl- ish en líka á karlinn í Línunni. Cameron fékk einnig að spreyta sig á leikrænni útfærslu líkams- tjáningarinnar og tókst það mjög vel. Hann gat hæglega rennt sér á milli kröftugra danshreyfinga og táningarríks látbragðs. Þyrí Huld Árnadóttir, nýútskrifaður dansari frá LHÍ, lék einnig stórt hlutverk í verkinu, líkamsfærni hennar er með ólíkindum og stíllinn sér- stakur. Vonandi eiga áhorfendur ÍD eftir að sjá hana oft í Borgar- leikhúsinu. Frammistaða annarra dansara í verkinu var líka mjög til fyrirmyndar. Hópurinn sem samanstóð af nokkrum nýjum og efnilegum dönsurum auk þeirra eldri og reyndari var greinilega í fantaformi og virtust dansararnir hafa gaman af sýningunni. Verkið Fullkominn dagur til drauma er í sjálfu sér sára ein- falt. Höfundur leikur sér með sérkenni og færni dansaranna og skapar út frá henni skemmtileg atriði sem tengjast saman í eina heild þó vart sé hægt að tala um eiginlega frásögn eða framvindu. Uppátæki dansaranna vöktu oft á tíðum kátínu áhorfenda, leikur þeirra að hreyfingum var líka aðdáunarverður. Verkið krafð- ist mikillar líkamlegrar færni af öllum þátttakendum og bauð áhorfendum upp á nýjungar í hreyfistíl. Það er góð leið hjá danshöfundum að miða danssköp- un sína við þann flokk sem unnið er með hverju sinni. Þó það sé líka mikilvægt fyrir atvinnudans- ara eins og dansara dansflokksins að takast á við margbreytilegan hreyfiforða og form. Sesselja G. Magnúsdóttir Niðurstaða: Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið. Skemmtilegur draumur HVAÐ? HVENÆR? HVAR?Fimmtudagur 06. október ➜ Tónleikar 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands setur hátíðina Norræna músíkdaga með tónleikum í Hörpu. Leikin verða verk ungra norrænna tónskálda, meðal ann- ars eftir Einar Torfa Einarsson. Miðaverð er frá kr. 2.000 til kr. 3.500. 20.00 Veglegir tónleikar með Bubba og Sólskuggunum í Háskólabíói. Miða- verð er kr. 4.400. 20.00 Brahmstónleikar Birnu Hall- grímsdóttur bæjarlistamanns í Sel- tjarnarneskirkju. Tónleikarnir eru liður í Menningar- og listahátíð Seltjarnarness. 20.00 Hljómsveitin Eldberg heldur útgáfutónleika í Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27. Aðgangur er ókeypis. 20.00 25 ára afmælis- og útgáfutón- leikar Greifanna í Austurbæ. Sérstakir gestir eru Felix Bergson og Bergþór Pálsson. Miðaverð er kr. 3.900. 20.00 Of Monsters and Men heldur tvenna útgáfutónleika í kvöld í Gamla bíói. Þeir fyrri hefjast kl. 20 og þeir seinni kl. 22. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Félag heyrnarlausra heldur tónleika í Langholtskirkju. Meðal tón- listarmanna sem koma fram eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson, Páll Rósinkranz, Kór Langholtskirkju og Tákn- málskórinn. Tónlistin er jafnframt flutt á táknmáli. Miðaverð er kr. 2.500. 20.30 Páll Óskar og Jón Ólafsson spila og spjalla í Hofi. Miðaverð er kr. 3.200. 20.30 Eyjólfur Kristjánsson heldur tónleika í Hafnarkirkju á Hornafirði. Miðaverð er kr. 2.000. 20.30 Blágresi, Bjartmar Guðlaugs- son og Einar Már Guðmundsson rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.