Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 70
6. október 2011 FIMMTUDAGUR46 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Nýlega skaut plata upp kollinum á netinu sem var sögð innihalda áður óheyrðar upptökur sem Marvin Gaye og Pink Floyd gerðu saman á því tímabili sem Marvin bjó í Belgíu og var nýbúinn að klára samninginn sinn við Motown. Á plötunni, sem heitir því sniðuga nafni Requiem for a Dream, eru átta lög sem eru soðin saman úr tónlist Floyds og Marvins. Sagan sem fylgir plötunni er auðvitað bull þó að einhverjir hafi greinilega gleypt við henni, enda ekki alltaf gott að átta sig á því hvað er satt og hvað er logið á netinu. Platan er dæmi um sam- suðuplötur sem eru algengar eftir að snill- ingurinn Dangermouse bjó til The Grey Album úr Hvíta albúmi Bítlanna og Svarta albúminu hans Jay-Z árið 2004. Sú útgáfa var merkileg fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess að með henni var helgislepjan máð af hljóðritunum Bítlanna sem fram að því höfðu ekki einu sinni verið fáanlegar í stafrænu formi. Requiem for a Dream er dæmi um vonda samsuðuplötu. Útkoman er hreinn hryll- ingur fyrir aðdáendur þessara listamanna. En aðrar nýlegar samsuðuplötur eru betri. Ég nefni tvær. Annars vegar er það Black Gold, sem blandar saman tónlist Wu-Tang Clan og Jimi Hendrix, og hins vegar 13 Chambers með Wugazi. Engin verðlaun fyrir að giska á að þar er blandað saman tón- list Fugazi og Wu-Tang. Það voru Cecil Otter og Swiss Andy, tveir upp- tökustjórar frá miðvesturríkjunum, sem bjuggu til Wugazi, en breski tónlistarkennarinn og upptökumaðurinn Tom Caruana gerði Black Gold. Hann er duglegur í samsuðubransanum og gerði m.a. Enter The Magical Mystery Chambers í fyrra, en nafnið segir allt um það hverja þar er verið að spyrða saman … Bæði 13 Chambers og Black Gold eru skemmtilegar plötur og greini- legt að orkan í ofurröppurum Wu-Tang passar ágætlega við rokktónlist, hvort sem það er Hendrix-grúvið eða lætin í Fugazi. Þegar Marvin hitti Floyd … BRÆÐINGUR Samsuðuplötur eru algengar í dag. Á Svörtu gulli mætast Wu-Tang og Jimi Hendrix. > PLATA VIKUNNAR Mugison - Haglél ★★★★ „Það eru minni læti á Hagl- éli en oft áður hjá Mugison, en frábær flutningur og fullt af góðum lagasmíðum.“ - tj > Í SPILARANUM Björk - Biophilia Einar Scheving - Lands míns föður Felix Bergsson - Þögul nóttin Mastodon - The Hunter Evanescence - Evanescence BJÖRK EVANESCENCE Bandaríska furðusveitin The Flaming Lips hefur safnað yfir tveimur milljónum króna með því að taka upp sex klukku- stunda langt lag með Sean Lennon, syni Bítilsins Johns Lennon. Allur ágóði af lag- inu rennur til mannúðarsamtaka í heima- borg hljómsveitarinnar, Oklahoma, og til tónlistarháskóla í borginni. Aðdáendur Flaming Lips voru hvattir til að gefa um tólf þúsund krónur hver í söfn- unina og fyrir vikið las Sean Lennon upp nöfn þeirra í laginu. Að sögn söngvarans Wayne Coyne mun söfnunin fækka heim- ilislausum dýrum í Oklahoma og verða til þess að fjárfest verður í tækjabúnaði fyrir háskólann. Það sem gerir þetta nýja sex klukkustunda lag enn skrítnara er að aðeins verður hægt að hlusta á það í gegn- um nýtt leikfang, Strobo Trip, sem verður selt á heimasíðu The Flaming Lips. Sex tíma langt lag WAYNE COYNE Nýjasta lag The Flaming Lips er sex klukkustunda langt. Þrettánda hljóðversplata Ryan Adams, Ashes & Fire, kemur út í næstu viku. Hann hefur sagt skilið við hljómsveitina The Cardi- nals og vill einbeita sér að sólóferlinum. Bandaríski kántrírokkarinn Ryan Adams gefur út sólóplötuna Ashes & Fire í næstu viku. Hún var tekin upp í hljóðverinu Sunset Sound Factory í Hollywood og upptöku- stjóri var Glyn Johns sem hefur á löngum ferli starfað með Bítl- unum, Bob Dylan, The Clash, The Who og The Rolling Stones. Á meðal gesta á plötunni eru söng- konan Norah Jones og Benmont Tench, sem hefur spilað með Tom Petty and the Heartbreakers. Ryan Adams, sem verður 37 ára í nóvember, hefur margoft verið tilnefndur til Grammy-verð- launanna á ferli sínum. Hann kemur frá borginni Jacksonville í Norður-Karólínu. Fyrsta alvöru hljómsveitin hans var Whiskey- town sem var undir sterkum áhrif- um frá kántrítónlist. Hún gaf út þrjár plötur þar á meðal Strangers Almanac sem fékk mjög góðar við- tökur. Eftir að sveitin hætti gaf Adams út sína fyrstu sólóplötu, Heartbreaker, árið 2000. Hún seldist frekar lítið en sú varð ekki raunin með þá næstu, Gold, sem kom út ári síðar. Fyrsta smáskífulagið New York, New York, naut vin- sælda og Adams varð þekkt nafn innan tónlistarheimsins. Eftir að hafa gefið út þrjár sólóplötur til viðbótar, þar á meðal Rock N Roll þar sem Melissa Auf der Maur úr The Smashing Pumkins og Billie Joe Armstrong voru gestir, stofnaði Adams hljómsveit- ina The Cardinals sem hafði spilað með honum á tónleika- ferðum. Eftir að hafa gefið út nokkrar plötur með henni ákvað Adams nýverið að hefja sólóferilinn aftur. Adams er mjög afkastamik- ill tónlistarmaður því á frekar stuttum ferli hefur hann gefið út þrettán hljóðvers- plötur. Hann hefur einnig daðrað við ýmislegt fleira og þykir mikið ólíkindatól. Hann gerði eigin útgáfu af lagi Oasis, Wonderwall, og fékk fyrir það Grammy-til- nefningu. Hann var upptökustjóri plöt- unnar Songbird með Willie Nel- son og gaf á síðasta ári út þungarokksplötuna Orion hjá eigin útgáfufyrirtæki, Pax-Am. Adams tók einnig upp eigin blúsútgáfu af plötu The Strokes, Is This It, sem aldrei hefur verið gefin út. Jafnframt hefur hann gefið út tvær bækur og hyggur á útgáfu þeirrar þriðju á næsta ári. Nýja platan Ashes & Fire hefur fengið góðar við- tökur. Breska tímaritið Q gefur henni fjórar stjörnur og segir að Adams sé í sínu besta formi í langan tíma. freyr@frettabladid.is Afkastamikið ólíkindatól AFKASTAMIKILL Ryan Adams hefur verið mjög afkasta- mikill á ferli sínum og gefið út þrettán hljóðvers- plötur. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY TÓNLISTINN Vikuna 29. september - 05. oktober 2011 LAGALISTINN Vikuna 29. september. - 05. oktober 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men .................................. Little Talks 2 Adam Levine / Christ. Aguilera....Moves Like Jagger 3 Mugison ...........................................................Stingum af 4 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 5 Elín Ey / Pétur Ben........................................Þjóðverjinn 6 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 7 Bubbi Morthens...........................................Slappaðu af 8 Bruno Mars .......................................................Merry you 9 Red Hot Chilli Peppers ..Adventures Of Rain Dance 10 Coldplay ................................................................Paradise Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is an Animal 3 HAM ............................................ Svik, harmur og dauði 4 Helgi Björns & reiðm. vindanna..Ég vil fara uppí sveit 5 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 6 Felix Bergsson ............................................. Þögul Nóttin 7 Úr söngleik Borgarleikhússins ..... Galdrakarlinn í Oz 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 10 Adele .................................................................................. 21 Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.