Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 78
6. október 2011 FIMMTUDAGUR54 sport@frettabladid.is – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 65 88 0 9/ 11Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur Af öllum stærðum af Nicotinell Fruit Gildir út október Veldu réttu innréttinguna fyrir heimilið þitt. HTH er hágæða dönsk framleiðsla og þú hefur tvo valkosti! 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á VÖRU OG VIRKN 12 MÁNAÐA VAXTALAUS TAÐGREIÐSLULÁNS LÁGMÚLA 8 · 2. HÆÐ · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 / 530 2821 · www.hth.dk Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH Persónuleg og góð þjónusta 1) SÉRPANTAÐ OG SAMSETT 2) LAGERVARA OG ÓSAMSETT Viltu að við hönnum sérstaklega fyrir þig nýju eldhús- eða bað- innréttinguna – án greiðslu? Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og svo pottþétt verðtil Endil ÞÓR/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir sex marka tap, 2-8, í síðari leiknum á móti Turbine Potsdam í Þýska- landi í gær. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Diane Caldwell skoruðu mörkin en Turbine Potsdam vann 14-2 samanlagt og mætir sigur- vegaranum úr viðureign Vals og Glasgow City í 16 liða úrslitum. Valskonur taka á móti skosku meisturunum á Vodafonevellinum klukkan 16.00 í dag. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og Valur á því góða möguleika að komast áfram. FÓTBOLTI U-21 lið Íslands mætir í dag jafnöldrum sínum frá Eng- landi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 17.30. Stuart Pearce er þjálfari enska liðsins og segir það yfirleitt van- metna reynslu sem leikmenn öðlist með því að spila með U-21 landsliðum sínum. „Ég er 100 prósent klár á því,“ sagði Pearce á blaðamannafundi í gær og var afdráttarlaus í sínu svari. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einn- ig mátt glíma við sama vanda- mál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. „Ef þessir strákar ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmót- um í knattspyrnu,“ sagði Pearce, sem hafði aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann spilaði með Englandi á HM 1990. „Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stór- mótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar. Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjó- inn og ég gerði þá,“ bætti Pearce við, en ítarlegt viðtal má finna við hann á íþróttavef Vísis. - esá Stuart Pearce: Vanmetið að spila með U-21 Í LAUGARDALNUM Pearce á æfingu enska liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM N1-deild karla: Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfús- son 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guð- laugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guð- mundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. FH-Valur 29-27 (12-13) Mörk FH (skot): Ragnar Jóhannsson 7 (10), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (7), Andri Berg Haraldsson 4/3 (4/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (9), Hjalti Pálmason 3 (4), Ólafur Gústafsson 3 (8), Baldvin Þorsteinsson 2/1 (4/1), Halldór Guðjónsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 0 (1). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, Sigurður Örn Arnarson 1. Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ragnar 2, Baldvin) Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 2, Ólafur, Ragnar). Utan vallar: 4 mínútur Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Anton Rúnarsson 6 (10), Finnur Ingi Stefánsson 5 (7), Sturla Ásgeirsson 5/1 (6/1), Magnús Einarsson 2 (3), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Atli Már Báruson 1 (2), Valdimar Fannar Þórsson 0 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 15/1 Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Orri, Sturla) Fiskuð víti: 1 (Orri) Utan vallar: 2 mínútur. NÆSTU LEIKIR: Í dag kl 19.30: Grótta-Haukar Sunnudag kl. 15.45: HK-Afturelding 13. október: Haukar-Akureyri kl. 18.30 Valur-Fram kl. 19.30 HK-FH kl. 19.30 Meistaradeild kvenna: Turbine Potsdam-Þór/KA 8-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir og Diane Caldwell skoruðu mörk norðanstúlkna. Potsdam vann rimmu liðanna 14-2 samanlagt. Þýski handboltinn: Fuchse Berlin-TuS N-Lubbecke 33-26 Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Berlin í leiknum. Balingen-Kiel 21-31 Aron Pálmarsson spilaði ekki með Kiel að þessu sinni vegna meiðsla. Kiel er í efsta sæti deildarinnar en Berlin er í öðru sæti. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Dagur Sigurðs- son þjálfar Berlinarliðið. ÚRSLIT FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári eftir að í ljós kom að hann er með brot- ið bein í ökkla. Kol- beinn meiddist í leik gegn Groningen um helgina. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Ajax er um álagsbrot að ræða. Þetta er mikið áfall fyrir Kolbein, sem og Ajax, enda hefur hann verið í frábæru formi. Hann hefur verið í byrjunarliðinu frá því í fyrsta leik og slegið ræki- lega í gegn. Því miður fyrir Kolbein er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í erfiðum meiðslum, en hann var lengi frá á sínum tíma hjá AZ Alkmaar. - esá Kolbeinn Sigþórsson spilar ekki meira á þessu ári: Ökklabrotinn og úr leik HANDBOLTI „Ég ætla ekkert að hugsa út í hvort við verðum aftur Íslandsmeistarar núna eins og síð- ast þegar liðið byrjaði svona vel. Þetta er skemmtileg staðreynd engu að síður,“ sagði Einar Jóns- son, þjálfari Fram, eftir fjög- urra marka sigur, 31-27, á Akur- eyri í gær. Fram er því enn með fullt hús á toppnum og liðið virkar illviðráðanlegt. Framarar léku ekkert sérstak- lega vel í gær en þó nógu vel til þess að leggja laskað lið Akureyrar að velli. Magnús Erlendsson lokaði marki Fram er á þurfti að halda og Róbert Aron Hostert skoraði stór- kostleg mörk í sókninni. Fram-liðið er ótrúlega vel mann- að og sterkir leikmenn að komast í gang. Fram er líklega með mestu breiddina í deildina og haldi Einar vel á spöðunum gæti Fram-liðið gert verulega góða hluti í vetur. „Við erum á jörðinni þó svo að við gleðjumst yfir góðri byrjun. Ég hef alltaf sagt að við séum með gott lið og þetta lið getur náð góðum árangri. Við ætlum samt ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Einar jarðbundinn en hann henti gaman að því að aðrir væru að vanmeta hann sem þjálfara þegar Fram var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti deildarinnar fyrir mót. „Við lítum vel út og að klára Akureyri án þess að spila eins vel og við hefðum viljað er styrk- leikamerki. Við ætlum að byggja á hverjum sigurleik og læra um leið af þeim mistökum sem við gerum,“ sagði Einar en þurfa önnur lið ekki að fara að bera sig saman við Fram-liðið sem virðist vera besta lið landsins í dag? „Þetta mót verður út og suður og við eigum örugglega eftir að tapa í vetur. Það verður gaman að sjá hvernig við höndlum það.“ Fáir höfðu trú á Akureyrar- liðinu í gær enda sterkir menn meiddir og óþekktir leikmenn að spila. Þeir sýndu þó að breiddin er meiri en margur heldur. Leiddu leikinn lengi vel og með smá meira átaki hefði liðið getað fengið eitt- hvað úr leiknum. Fram-liðið var þó einfaldlega númeri of sterkt fyrir Akureyri í gær. Fall er fararheill hjá FH Vörn og markvarsla gerðu það að verkum að við náðum að sigla fram úr,“ sagði Baldvin Þorsteins- son, leikmaður Íslandsmeistara FH, eftir 29-27 sigur á Val í Kapla- krikanum í gær. Gríðarlegt jafn- ræði var með liðunum alveg fram undir miðjan seinni hálfleikinn. FH-ingar náðu á tveggja mín- útna kafla í seinni hálfleiknum að halda jöfnu tveimur mönnum færri og stuttu eftir það sigu þeir fram úr. Munurinn var í fyrsta sinn þrjú mörk í 23-20 og eftir það var sigur heimamanna aldrei í hættu. „Valsmenn eru góðir og við vissum að þetta yrði erfitt og það er því mjög gott að ná sigri. Við spiluðum gríðarlega vel síðasta stundarfjórðunginn og hristum þá frá okkur,“ sagði Baldvin. FH-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. „Eigum við ekki að segja að fall sé fararheill. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná þessum sigri hérna,“ sagði Baldvin. Ragnar Jóhannsson var marka- hæstur hjá FH en markahæsti leikmaður Vals, Orri Freyr Gísla- son, var mjög svekktur eftir leik- inn. „Það var fimm mínútna kafli þar sem við skitum á okkur og spil- uðum eins og hálfvitar. Við vorum mikið betri í 55 mínútur að mínu mati. Mér fannst við flottir í sókn- inni nánast allan leikinn en þessi kafli skemmdi fyrir okkur,“ sagði Orri. - hbg, egm Er sagan að endurtaka sig? Fram vann í gær sinn þriðja leik í röð í N1-deild karla. Það gerðist síðast leik- tíðina 2005-06 að Fram vann fyrstu þrjá leiki sína. Þá varð liðið Íslandsmeistari. Liðið í ár lofar góðu. FH vann síðan góðan sigur á Val í Kaplakrika. SIGURREIFUR Hinn líflegi þjálfari Fram, Einar Jónsson, fagnar hér marki í gær. Einar er að gera flotta hluti með Fram-liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.