Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 82
6. október 2011 FIMMTUDAGUR58 golfogveidi@frettabladid.is Snemma morguns dreifa um 450 blaðberar pósti og Fréttablaðinu heim til lesenda. Til að tryggja öryggi blaðbera og dreifingu þarf lýsing að vera til staðar og aðkoma að póstlúgu í lagi. Höfum útiljósin kveikt. Með fyrirfram þökk, Sími: 585 8300 www.postdreifing.is Allt í myrkri? FL U G A N Eldvatn í Meðallandi er frá fornu fari fræg sjóbirtingsá. Pétur Pétursson er leigutaki árinnar og hefur yfirfært veiða/sleppa fyrirkomulag úr annarri frægri veiðiá sem hann hefur með hönd- um, eða Vatnsdalsá. Hugmynda- fræðin er sú sama. Að byggja upp sjálfbæran náttúrulegan stofn án meiri háttar inngripa. „Þetta er sérstakur stofn á þessu svæði öllu sem ég vil meina að megi ekki að hrófla við. Ástæðan er sú sjóbirtings- stofninn íslenski er sennilega sá elsti í heimi. Hann er þess vegna kenndur við ísöld,“ segir Pétur. Pétur tók ána á leigu árið 2009. Hann telur mikla möguleika vera fyrir hendi við uppbyggingu sjóbirtings í ánni. Áin sé fræg fyrir stóra sjóbirtinga og þeim vill hann fjölga með því að gefa veiddum fiski annað tækifæri til að ná þeirri stærð sem náttúran býður og vill ekki byggja upp stofninn með seiðasleppingum. „Ég vil að náttúran sjái um þetta sjálf. Það þarf kannski að hjálpa til við hrygningarsvæði, sem eru ekki nægilega góð. Það er hægt að laga, að mínu mati, án þess að trufla náttúr- una.“ Mjög skiptar skoðanir eru um sleppingar á veiddum fiski, og á það bæði við um lax og silung. Pétur lítur hins vegar þannig á að ef tekið er of mikið af stofni sem er seinvaxinn og býr ekki við þeim mun betri hrygningar- og uppvaxtarskilyrði þá komi alltaf að því að hann lætur undan síga. „Það vil ég fyrirbyggja með þessari aðferðafræði.“ Pétur bendir á að Eldvatnið, og systurár þess í Skaftafells- sýslum, séu í túnjaðri Vatnajök- ulsþjóðgarðs og þar liggi tæki- færi. „Ég sé fyrir mér að allt þetta svæði ætti að vera hluti af þjóðgarðinum með þessum sjóbirtingsstofni sem þarna er. Ég er ekki einn um þá hugmynd að stofna á þessu svæði vernd- arsjóð villtra sjóbirtinga sem færi saman við hugmyndina um þjóðgarðinn.“ Pétur veltir því upp að á ein- hverjum tímapunkti hafi virð- ingin fyrir silungsstofnunum á Íslandi farið fyrir lítið. Allt snú- ist um laxinn, einhverra hluta vegna, og laxaseiðum hafi verið „sprautað út í ólíklegustu ár“, án þess að mikill tími hafi verið tek- inn í það að kanna hversu vel áin væri undir slíkt búin. Pétur hefur þó ekki áhyggjur af því að stofnar silungs muni hverfa. „Veiði sveiflast á milli tíma- bila. Menn reyndu að halda jafnri veiði milli ára með seiðaslepp- ingum, en það hefur aldrei tekist. Sveiflur í lífríkinu eru eðlilegar og hugmyndin er ekki endilega sú að veiða endilega miklu meira. Frekar að gera þetta náttúrulegt og ég held að stór hluti af íslensk- um fluguveiðimönnum aðhyllist þessa hugmyndafræði nú orðið.“ Í Eldvatni hefur veiði sveiflast mikið á milli ára, hvað sem því veldur. Gullöldin var í kringum 1970 en árið 1974 voru skráðir til bókar þúsund fiskar. Þeir voru hins vegar aðeins 70 árið 1991. Áin gaf 252 birtinga í fyrra og er þá ótalin bleikja og lax sem alltaf veiðist töluvert af í þessu magnaða vatnsfalli. svavar@frettabladid.is Birtingurinn nýtur vafans Leigutaki Eldvatns í Meðallandi hefur tekið upp veiða/sleppa fyrirkomulag við sjóbirtingsveiði í ánni. Hann segir sjóbirtinginn svo sérstakan stofn að vatnakerfi á Suðurlandi mættu falla undir Vatnajökulsþjóðgarð. BOLTAFISKUR Franskur veiðimaður með um tíu punda sjóbirting í haust. MYND/PÉTUR ELDVATN Áin er töluvert vatnsfall og á upptök sín í uppsprettum og lækjum í Eldvatnshrauni. Hún er víða ægifögur þar sem hún kvíslast til sjávar. MYND/PÉTUR Nú er laxveiði lokið í sumar í all- flestum ám og línur að skýrast. Enn er veitt í Rangánum, auk minni áa eins og Affallinu, Tungufljóti og Vatnsá. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem haldið hefur utan um veiðitölur árum saman, segir sumarið hafa verið gott. Hins vegar skekki metveiði síð- ustu ára myndina nokkuð. Met hafa fallið, eins og í Breið- dalsá og Jöklu en ár á Norðaust- ur- og Austurlandi koma vel út. Eins er ljóst að umhverfisslys hefur orðið í Skógá við eldsum- brotin í fyrra en veiðin þar er hrunin. Helst kvarta menn undan því að smálaxagöngur hafi ekki skilað sér en meðalþyngd veiddra laxa lítur út fyrir að vera há víða. - shá Laxveiðinni lýkur senn: Eitt albesta veiðisumarið RANGÁRFLÚÐIR Eins og oft áður er Ytri- Rangá aflahæst. Þar er enn veitt með góðum árangri. MYND/LAX-Á Supertinsel er urriðafluga, ættuð frá Finnlandi. Svo skæð þykir hún þar í landi að hún er víða bönnuð. Supertinsel hefur reynst fantalega vel bæði í staðbud- inn urriða en einnig í sjóbirt- ing og sjóbleikju. Þá heyrðust veiðisögur úr Rangám og víðar í haust þar sem Supertinsel kom við sögu. UPPSKRIFT Öngull - Legglangur Tvinni - Svartur UNI 6/0 Vængur - Silfurlitaðir flashabou- þræðir Kviður - Rautt ullarband, burstað í flóka Yfirvængur - Svart ullarband, burstað í flóka, teygt niður með hliðum. Haus - Þung keila 284 SJÓBIRTINGAR veiddust í Straumunum í Borgarfirði í sumar. Auk birtinganna veiddust 333 LAXAR á svæðinu. Meira en helmingi færri rjúpur verða veiddar í vetur en í fyrra. Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofn- unar um að 31.000 fuglar verði veiddir á níu dögum í október og nóvember. Miðað við fjölda veiði- manna er gert ráð fyrir að hver skjóti um sex fugla. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að rannsóknir leiði í ljós að veiðistofn rjúpu hér á landi sé nú aðeins 350.000 fuglar, en síðustu ár hefur stofninn verið áætlaður 810 til 850 þúsund. Um er að ræða reglubundna sveiflu í stofnstærð og er gert ráð fyrir að stofninn nái lágmarki árin 2015 til 2018. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís – félags skot- veiðimanna, segir í samtali við Fréttablaðið að sátt ríki að mestu um þessar aðgerðir. „Það fyrirkomulag að ráðherra skuli ákvarða um þessi mál á hverju ári er hins vegar ekki í takt við það sem við viljum, það er meiri samfella milli ára.“ Hann segist ekki skilja hvers vegna ekki sé hægt að marka stefnu í þessum málum til nokkurra ára. „Dagarnir sem við fáum ættu þó að duga og það er gott að þeim sé dreift til að álagið verði ekki of mikið á svæðin og fuglinn.“ Elvar segir að flestir ættu að ná að skjóta sér í jólamatinn. En hvað með hann sjálfan? „Já, já. Eins og ég er alinn upp við.“ - þj Umhverfisráðuneyti leyfir veiðar á 31.000 rjúpum þennan veturinn: Færri rjúpur og færri veiðidagar STYTTA VEIÐITÍMANN Rjúpnaveiðitímabilið hefur verið stytt um helming og gerir umhverfisráðuneytið ráð fyrir að einungis 31.000 fuglar verði veiddir þetta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELVAR ÁRNI LUND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.