Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 6
7. október 2011 FÖSTUDAGUR6 Útivist fyrir alla fjölskylduna í Öskjuhlíð. Við bjóðum alla velkomna í Víðavangshlaup Framfara sem haldið verður við Perluna laugardaginn 8. október kl. 11. Í boði verður að hlaupa tvær vegalengdir, 1 km eða 4 km, og því tilvalið fyrir krakka og fullorðna að koma saman og taka þátt. Þátttökugjald er aðeins 500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir 16 ára og yngri. Vegleg verðlaun. Skráning fer fram á staðnum og að loknu hlaupi verður boðið upp á hressingu. Nýbakaður Íslandsmethafi og komandi Ólympíufari Kári Steinn Karlsson mætir og gefur góð ráð og eiginhandar- áritanir við rásmark. Víðavangshlaup Framfara Frá kr. kr. 59.900 Ótrúleg sértilboð Heimsferðir bjóða frábært sértilboð í 5 nátta ferð til Budapest 18. október. Budapest er ein fegursta borg Evrópu. Haustið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Bjóðum örfá herbergi á völdum gististöðum á frábærum sértilboðum. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Budapest 18. október í 5 nætur Kr. 59.900 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, Sértilboð. Netverð á mann. Kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Leonardo **** í 5 nætur með morgunverði. BANDARÍKIN, AP „Hugsanlega sýnir ekkert betur árangur Steves en sú staðreynd að stór hluti fólks í heiminum frétti af andláti hans með tækjabúnaði sem hann fann upp,“ skrifaði Barack Obama Bandaríkjaforseti á Twitter- síðu sína eftir að hann frétti af fráfalli Steves Jobs, meðstofnanda Apple-fyrirtækisins, Fréttirnar hafa vakið sterk viðbrögð því Jobs átti sér dygga aðdáendur. „Fyrir suma er hann eins og Elvis Presley eða John Lennon. Tímarnir okkar hafa breyst,“ segir einn aðdá- endanna, Scott Robins, sem er 34 ára gamall rakari í San Francisco. Jobs stofnaði tölvufyrirtækið Apple árið 1976 ásamt félögum sínum og hefur undanfarna áratugi sett á markað hverja tækninýjungina á fætur annarri sem slegið hefur í gegn um heim allan, fyrst Apple- og Macintosh-tölvurnar, síðar iPod-tónspilara, iPad-spjaldtölvur og iPhone-snjall- síma, svo nokkuð það helsta sé nefnt. Jobs greindist með krabbamein árið 2004 og náði sér aldrei almennilega eftir það. Hann tók sér þrisvar löng veikindaleyfi, síðast í janúar á þessu ári og sneri ekki aftur til vinnu. Hann sagði af sér í ágúst og hafði þá valið Tim Cook til að taka við af sér sem framkvæmdastjóri Apple. Jobs lést á miðvikudag. - gb Tölvufrumkvöðullinn Steves Job lést af völdum krabbameins á miðvikudag: Andlát Jobs vekur sterk viðbrögð STEVE JOBS Skýrði frá afsögn sinni í ágúst eftir að hafa glímt við krabbamein síðan 2004. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hafa breytingar á þrepakerfi tekjuskattsins? Fjárlagafrumvarpið 2012 gerir ráð fyrir breytingu á þrepakerfi í tekjuskattkerfinu. Hækka á mörk- in um 3,5 prósent. Fréttablað- ið óskaði skýringa frá fjármála- ráðuneytinu um hvaða áhrif þetta hefði á skattbyrði einstaklinga. Líkt og sést á töflunni hér til hliðar eru skattþrepin þrjú. Lægsta þrepið, tekjur undir 209.400 krónum, ber 37,31 pró- sents skatt, annað þrepið, tekjur frá 209.401 til 680.550 króna, ber 40,21 prósents skatt og þriðja þrepið, tekjur yfir 680.550 krón- um, ber 46,21 prósents skatt. Persónuafsláttur dregst síðan frá þannig reiknuðum skatti, en hann nemur nú 44.205 krónum á mánuði. Í svari fjármálaráðuneytisins kemur fram að endanleg hækkun hafi ekki enn verið ákveðin. Þó er gert ráð fyrir að hún verði 3,5 prósent, líkt og fyrr segir. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, segir að breytingarnar séu að ein- hverju leyti í takt við þær vísitölu- breytingar sem boðaðar höfðu verið. Skatturinn byrji seinna að hafa áhrif við hækkunina. „Þetta er í samræmi við það sem átti að vera, þetta átti að fylgja vísitölunni og gerir það að einhverju leyti. Þetta eru þó bara 3,5 prósent, á meðan pers- ónuafslátturinn hækkar um 5,1 prósent.“ Persónuafslátturinn verður Breyting skattþrepa hækkar ekki skatta Þrepamörk á tekjuskatti hækka um 3,5 prósent á næsta ári. Breytingin hefur lítil áhrif á skattbyrði. Hún lækkar skattbyrði upp að 800 þúsund krónum lítil- lega. ASÍ segir lög gera ráð fyrir að hækkunin sé í samræmi við launavísitölu. STJÓRNMÁL Siv Friðleifsdóttir segist munu halda áfram störfum sínum á þingi þó að þingflokkur Fram- sóknarflokks hafi dregið hana út úr forsætisnefnd Alþingis. „Ég var tilbúin að sinna áfram störfum í forsætisnefnd,“ segir Siv í samtali við Fréttablaðið, „enda var ekki verið að breyta þeirri nefnd og það er kosið til henn- ar til fjögurra ára. En þetta var niðurstaðan á þingflokksfundi.“ Hún segist munu vinna áfram að þeim störfum sem hún hefur sinnt og vinna að sínum málum, þar á meðal málum tengdum lýðheilsu, neytendamálum og stjórnsýslu. Framkvæmdastjórn Landssam- bands framsóknarkvenna sendi frá sér ályktun í gær þar sem hörmuð er sú ákvörðun þingflokksins að draga Siv út úr forsætisnefndinni. Siv sagði að henni þætti vænt um þá yfirlýsingu. „Mér þykir vænt um að þær láta sig þessi mál varða og hafa skoðun á þeim. Konur í Framsóknarflokkn- um hafa iðulega tekið upp hanskann þegar þeim finnst það við hæfi.“ Siv var kjörin í velferðarnefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs.- þj Framsóknarkonur ósáttar við nefndarskipan þingflokksforystunnar: Siv vildi sitja áfram í forsætisnefnd VILDI VERA ÁFRAM Landssamband framsóknarkvenna hefur lýst yfir stuðn- ingi við Siv Friðleifsdóttur þingkonu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Áhrif breytinga á skattþrep Einstaklingur með 500 þús. krónur á mánuði* 2011 2012 37,31% af fyrstu 209.400 af fyrstu 216.729 40,21% af 290.600 af 283.271 Skattur 150.772 150.560 Munur: Skattur lækkar um 212 krónur Einstaklingur með 800 þús. krónur á mánuði* 2011 2012 37,31% af fyrstu 209.400 af fyrstu 216.729 40,21% af 471.000 af 486.641 46,21% af 119.600 af 95.630 Skattur 278.569 276.928 Munur: Skattur lækkar um 1.641 krónur *Gert ráð fyrir óbreyttum persónuafslætti en hann hækkar úr 42.205 krónum á mánuði í 44.205 krónur. SKATTINUM SKILAÐ Breytingar á skattþrepum hafa ekki mikil áhrif á skattbyrði einstaklinga. Persónuafsláttur verður hækkaður um um það bil 2.200 krónur á mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR eftir hækkunina 46.459 krónur í stað 44.205 króna. Miðstjórn ASÍ fundaði í gær um skattkerfið og gerði veru- legar athugasemdir við lækkun á frádrætti vegna viðbótarlífeyris- sparnaðar. Í minnisblaði um fjár- lögin segir að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á tekjuskatti til almennings. „Þrepamörk tekju- skatts hækka um 3,5% en ekki í samræmi við launavísitölu líkt og lög gera ráð fyrir.“ Í dæmunum hér til hliðar er horft framhjá hækkun persónu- afsláttar, til að einfalda málið og horfa aðeins á þátt þrepa- markanna. kolbeinn@frettabladid.is Landsmenn klæðist bleiku Krabbameinsfélag Íslands hvetur alla landsmenn til að klæðast einhverju bleiku í dag, til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Dagurinn naut mikilla vinsælda í fyrra að sögn félagsins. Bleika slaufan, átak Krabbameins- félagsins gegn krabbameinum hjá konum, fer fram í þessum mánuði líkt og undanfarin ár. ÁTAK Ikea innkallar BUSA tjald Stálvírar sem halda uppi BUSA barnatjaldi frá IKEA geta brotnað og stungist út úr tjaldinu. Vitað er um þrjú slík tilvik erlendis og varð minniháttar slys í einu tilvikanna. Verslanakeðjan biður því þá viðskipta- vini sem eiga slíkt barnatjald að koma með það í verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt. Nánari upplýsingar má finna á www.ikea.is. NEYTENDUR BRETLAND, AP Árleg karríkeppni sem haldin er í góðgerðaskyni í Edinborg reyndist erfiðari en svo þetta árið að nokkur keppenda næði að ljúka keppni. Þeir tíu sem brögðuðu á karrí- inu, sem átti að vera það sterk- asta í heimi, féllu saman, veltust um á gólfinu og seldu upp. Aðrir tíu sem höfðu skráð sig hættu við. Abdul Ali, eigandi veitinga- hússins Kismot, sem stendur fyrir keppninni, segir að á næsta ári þurfi hann að halda aftur af sér með kryddstaukana. - gb Karríkeppni úr böndunum: Karríblandan fór illa í alla Ferð þú á rjúpnaveiðar í vetur? JÁ 11% NEI 89% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú á skrá yfir líffæragjafa? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.